Harmonikublaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 6
Jólaball Harmonikufélags Þingeyinga Þann 11. janúar síðastliðinn hélt Harmoniku- félag Þingeyinga sitt árlega jólaball að Breiðu- mýri, eða fjáröflunarsamkomuna, eins og hún er stundum kölluð. Veður var jólalegt og mæt- ing góð. Dagsskráin var óvenju fjölbreytt að þessu sinni. Hún hófst á því að Þórhildur Sigurðardóttir formaður setti samkomuna, bauð alla gesti velkomna og óskaði þeim gleðilegs árs. Síðan lék Stefán Þórisson nokkur lög. Þá var komið að Jóhannesi Haraldssyni að flytja gamanmál og síðan las Sigurður Leósson frumsamda skemmtisögu. Svo var dansað til ellefu. Þá hófst hið fræga bögglauppboð Stefáns Þórissonar og var líflega boðið eins og alltaf. Bögglauppboðið. Stefán Þórisson, Arni Njálsson, Jón Jóhannsson ogAsrún Alfreðsdóttir Á dansleiknum léku eftirfarandi hljómsveitir: Stefán Þórisson byrjaði og með honum léku Hjörtur Hólm á trommur og Grímur Vil- hjálmsson á bassa. Þá spilaði Sigurður Frið- riksson og voru sömu undirleikarar með honum, en Pálmi Björnsson gítarleikari bættist við. Þá var komið að Sigurði Leóssyni og léku þeir sömu með honum. Eftir bögglauppboð kom svo liðsauki frá Akureyri og voru það þeir Einar Guðmundsson á harmoniku, Finnur Finnsson á bassa og Árni Friðriksson á trommur, ásamt Pálma gítarleikara og Sigurði Leóssyni. Að lokum spilaði Strákabandið. Ballið var fjörugt í betra lagi og stóð til kl 2, en þá sleit Þórhildur samkomunni og óskaði félögum og gestum góðrar heimferðar í snjónum. Hólmfríbur Bjartmarsdóttir og Sigurður Ólafison Myndir: Sigurður Ólafison Finnur, Sigurður, Árni og Einar og Pálmi Þórhildur formaður Jóhannes Haraldsson Strákabandið

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.