Harmonikublaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 17
Hartmann G. Guðmannsson
Lagahöfundur blaðsins að þessu sinni er Hart-
mann G. Guðmannsson. Hann er fæddur að
bænum Tungufelli í Svarfaðardal 26. maí 1935.
Strax á barnsaldri fór Hartmann að reyna við
harmonikuna og var firrðu fljótur að átta sig
á hvernig takkarnir virkuðu. Fjórtán ára lék
hann á sínum fyrsta dansleik. Hann hélt sig
við hnappanikkuna í fyrstu, en í byrjun sjö-
unda áratugarins skipti hann yfir á píanónikku.
Hin síðari ár hefur hann hins vegar alveg haldið
sig við hnappanikkuna.
Hartmann hóf ungur að banga saman lögum
og árið 1999 gaf hann út geisladisk með 13
lögum sínum, en Fjallavalsinn er trúlega hans
kunnasta lag. Það kom út á plötu FHUR
„Meira fjör“ árið 1984, í flutningi þeirraAgústs
Péturssonar og Eyþórs Guðmundssonar. Hart-
mann flutti til Reykjavíkur árið 1952 og gekk
í Félag harmonikuunnenda í Reykjavík, fljót-
lega eftir stofnun þess á áttunda áratugnum
og þar hefur hann verið dyggur félagsmaður
síðan. Eiginkona Hartmanns er Kristín Eyþórs-
dóttir og eiga þau fimm börn.
Grettir Björnsson
MINNINGARTÓNLEIKAR
um Gretti Björnsson harmonikuleikara
á Hvammstanga, 24. ágúst 2014.
Grettir Björnsson harmonikuleikari fæddist á
Bjargi í Miðfirði 2. maí 1931. Hann lést þann
20. október 2005. Foreldrar hans voru Margrét
Jónína Karlsdóttir f. 1893, d. 1991 og Björn
Jónsson bóndi á Torfastöðum í Miðfirði, f.
1905, d. 1982. Fósturfaðir Grettis var Arinbjörn
Árnason f. 1904, d. 1999.
Grettir kvæntist 1. janúar 1952 ErnuS. Geirs-
dóttur, f. 10. maí 1934 í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Geir Jón Helgason lögregluþjónn
f. 1908, d. 1984 og Regína Sigríður Guðmunds-
dóttir f. 1909, d. 1987. Börn þeirra eru Geir
Jón, Margrét, Regína og Grettir.
Grettir ólst upp hjá móður sinni á Bjargi fyrstu
tvö ár ævi sinnar, en á Bjargi var þó hans annað
heimili fram á unglingsár. Arið 1933 giftist
Margrét móðir hans Arinbirni Arnasyni frá
Neðri-Fitjum. Fluttu þau fljótlega til Hafnar-
fjarðar og síðar til Reykjavíkur. Grettir iauk þar
gagnfræðaskólanámi, en að auki stundaði hann
klarinettunám íTónlistarskólanum í Reykjavík
og harmonikunám í einkatímum. Hann flutt-
ist með konu sinni og tengdafólki til Vancouver
í Kanada árið 1952.
Eftir níu ára búsetu þar vestra fluttist hann heim
til Islands ásamt konu sinni og börnum. Grettir
vann alla sína starfsævi sem harmonikuleikari,
við hljómsveitarstörf og harmonikukennslu.
Einnig spilaði hann inn á allmargar hljómplötur
og samdi harmonikulög og vann til margra
verðlauna hér heima og vestan hafs. Hann var
í mörgum kunnustu hljómsveitum landsins.
Grettir var meðal annars kjörinn heiðursfélagi
Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Grettir
var húsamálari að mennt og vann við þá iðn-
grein alla tíð ásamt spilamennskunni.
Samferðafólk Grettis minnist hans sem góðs
félaga, sem var bæði skapmikill og ljúfúr. Hann
var mikill tónlistarmaður og ólst upp við tón-
listarlíf á Bjargi, þar sem söngur og önnur
tónlist var í hávegum höfð. Foreldrar hans voru
bæði mikið tónlistarfólk.
Látin hálfsystkini eru:
Anna Axelsdótdr f. 24. ágúst 1918, d. 13. júlí
2010. Karl Jóhannes Axelsson f. 7. ágúst 1920,
d. 5. maí 1943. Páll Axelsson f. 29. júní 1922,
d. 15. júlí 1988. Sigurgeir Axelsson f. 27. maí
1926, d. 18. júní 2001.
Eftirlifandi hálfbræður Grettis eru:
Jón Björnsson, Marinó Björnsson, Sigurður
Yngvi Björnsson, Árni Björnsson ogÁrni Arin-
bjarnarson.
Sú hugmynd kviknaði hjá mér, í samráði við
aðra, að halda harmonikutónleika á komandi
sumri til minningar um þennan kunna harmon-
ikuleikara og systkini hans sem öll léku á hljóð-
færi og bræðurnir allir á harmoniku.
Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu á Hvamms-
tanga 24. ágúst 2014 og hefjast klukkan 15:00.
Dagurinn er afmælisdagur systur hans og móður
minnar, Önnu Axelsdóttur á Bjargi en hún lék
á píanó. Þau Grettir og Anna voru mjög náin
systkini og börn Grettis þar í heimili langtímum
saman.
Hér með er leitað eftir að þeir sem áhuga hafa
á að taka þátt með því að spila á tónleikunum
gefi sig fram og saman gerum við þennan atburð
sem minnistæðastan og heiðrum þannig minn-
ingu Grettis Björnssonar og systkina.
Aðgangur verður ókeypis og hljóðfæraleikur
sjálfboðavinna.
Hafa skal samband við mig, á netfangi:
borg@simnet.is, eða í síma 451-2660
og 864 2137.
Fyrir hönd dhugahópsins:
Elinhorg Sigurgeirsdóttir skólastjóri
Tónlistarskóla. Húnaþings vestra.
17