Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 7

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 7
Gömlu dansarnir - séríslenskir dansar Gömlu dansarnir eru dansar sem hafa verið þróaðir og dansaðir á Islandi í tvær aldir. Danskir kaupmenn, enskir ferðamenn, franskir, enskir, hollenskir og norskir sjómenn komu til Iandsins og héldu dansleiki þar sem íslenskar stúlkur lærðu einhver dansspor af að dansa við þá og bæði piltar og stúlkur lærðu lögin sem voru ef til vill leikin á munnhörpu, eða seinna á harmoniku sem skipverjar höfðu um borð. Heimafyrir urðu svo til séríslensk afbrigði sem hvergi eru til nema á íslandi. Það voru stofnaðir sérstakir dansklúbbar á fyrri hluta 19. aldar og urðu þessir sérþróuðu dansar ein aðal- skemmtun almennings. Til að byrja með þróað- ist dansinn mest í Reykjavík og á ýmsum stöðum þar sem sjómenn komu mikið. Ymsir menntamenn höfðu líka lært einhverja dansa á erlendri grund sem voru svo aðlagaðir litlum dansgólfum hér. Gömlu dansarnir urðu almenn- ingseign sem menn lærðu hver af öðrum. Það vantaði hljóðfæri til að leika fyrir dansi Vandi okkar var að fá tónlist við dansana. Það voru pantaðir lírukassar sem hægt var að spila af valsa og ræla og svo var spilað á langspil. Taktinn mátti slá á trumbu lögreglunnar og ef í harðbakka sló var bara sungið fyrir dansinum. Af einum lírukassanum sem pantaður var frá Kaupmannahöfn var t.d. hægt að spila hægan vals, Vínarvals og Tyrolavals og hoppsa. En þegar leið á 19. öldina kom harmonikan og sagt var að í Hafnarfirði væru þrjár konur snjöllustu harmonikuleikararnir. Fyrstu dansarnir sem dansaðir voru í byrjun 19. aldar eftir að viki- vakar og aðrir söngdansar lögðust niður voru valsar og rælar og síðan kom polkinn. Heilli öld seinna, á fyrri hluta síðustu aldar voru haldnir um allt land dansleikir þar sem gömlu dansarnir voru ríkjandi. Þá var líka harmonikan komin og á öllum dansleikjum var ieikið fyrir dansi á harmoniku. Margir dansar höfðu þróast til viðbótar svo sem skottís, Vfnarkrus og mas- úrki og það varð fastur liður að dansa mars með ýmsum afbrigðum og hringdans þar sem fléttuðust inn klappenaði, fingrapolki, skó- sveinadans og Oli skans. Margar gerðir voru til af rælum og masúrkum. Það var mismunandi eftir landshlutum hvernig dansað var og þess vegna er engin ein útgáfa annarri réttari. Fólk lærði þessa dansa af að dansa hvert við annað og æfði sig gjarnan heima eftir að útvarpið kom og þar voru þá leikin danslög. Ýmsir svo kallaðir sérdansar bættust við á dansleikjum sem sér- staklega voru ætlaðir með gömlu dönsunum svo sem Napóleonpolki, Tennesseepolki, Kátir dagar og skoski dansinn. Gömlu dansarnir voru um hverja helgi í nokkrum danshúsum í Reykjavík Fyrir og eftir miðja síðustu öld voru um hverja helgi haldnir dansleikir í nokkrum samkomu- húsum í Reykjavík, sérstaklega auglýstir sem „Gömlu dansarnir“ , en á sama tíma voru líka haldnir dansleikir auglýstir sem „Nýju dans- arnir“ en það voru þá tjútt eða jive og Charl- eston, að viðbættum svo kölluðum „Suður- amerískum dönsum" sem voru rúmba, samba, og chacha og svo samkvæmisdansarnir foxtrot, tangó og enskur vals. Dansskólar voru stofnaðir til að kenna nýju dansana, en á þeim tíma þótti sjálfsagt að það kynnu allir hina svokölluðu gömlu dansa sem voru þjóðararfur og hvergi dansaðir nema á íslandi. Danskennarar sem komu lærðir frá öðrum löndum í Latin- og samkvæmisdönsum höfðu ekki fengið kenn- aramenntun í gömlu dönsunum og lögðu því aðal áherslu á að kenna nýjustu dansana. Gömlu dansana kunnu þeir bara eins og við öll hin sem höfðum lært þá af foreldrum okkar eða öðrum vinum og vandamönnum. Hver er svo staðan í dag? Með diskótónlistinni minnkuðu dansgólfin, nýjustu lögin voru heillandi og við gleymdum að við ættum þjóðararf í gömlu dönsunum sem verðugt væri að viðhalda svo félli ekki í gleymsku. Harmon- ikan varð ekki lengur ríkjandi hljóðfæri, en í áraraðir hafði það tilheyrt gömlu dönsunum að dansa eftir harmonikutónlist. Til allrar hamingju er harmonikan aftur orðin vinsælt hljóðfæri og þá er um að gera að læra nú gömlu dansana af þeim sem kunna þá svo að þessir séríslensku dansar verði áfram þjóðar- eign. Matthildur GuSmundsdóttir SAGNABELGURINN Þeir eru ekki margir harmonikuunnendur sem ekki þekkja Þóri Magnússon trommuleikara. Hann hefur í áratugi verið hluti af harmoniku- lífinu í landinu, hægur og háttvís, trommu- leikari af Guðs náð og alls staður aufúsugestur. Hann hefur ætíð sótt tónleika og þeir eru ekki margir harmonikutónleikarnir, sem hann hefur látið fram hjá sér fara. Þar hefúr maður rekist á hann, íbygginn á svip og ekki alltaf auðvelt að geta sér til um, hvernig honum líkar það sem fram er borið. Fyrir mörgum árum voru haldnir harmoniku- tónleikar í Norræna húsinu. Sá sem þar steig á svið var einn færasti harmonikuleikari Norð- mannajon Faukstad. Tónleikarnir höfðu verið nokkuð vel auglýstir og aðsókn af þeim sökum ágæt. Þar mátti sjá alla bestu harmonikuleikara þjóðarinnar. Þar var Þórir mættur ásamt stór- vini sínum Guðmundi E. Jóhannssyni. Svo hófúst tónleikarnir. Eitthvað hljómaði sumt af því sem sá norski lék framandi, þó leikni hans á hljóðfærið vefðist ekki fyrir neinum. Dagskrá tónleikanna var sum sé aðallega byggð upp á nútímatónlist og norskum þjóðlagatilbrigðum. Eftir hefðbundinn þrjú kortér var hlé. Tónleika- gestir tóku nú tal saman og báru saman bækur sínar og sýndist sitt hverjum. Þá heyrðist Þórir segja við Þórleif Finnsson. „Heldur þú að hann ætli ekki að spila nein lög“? Ekki fylgir sögunni hverju Þórleifur svaraði, en hjá einhverjum rifjaðist upp sagan um nýju fötin keisarans! She asked me to whisper the three j words every little girl € iSrí -r X wants to hear when j they grow up. So 1 told her, "1 play accordion." som(®cards u.«r ctuM Hún bað mig um að hvísla orðin þrjú sem allar litlar stúlkur vilja heyra þegar þœr verða fidlorðnar, svo ég hvíslaði „Eg er harmonikuleikari f fy Heiðursfélagar SIHU eru: Bragi Hlíðberg, Karl Jónatansson Reynir Jónasson J 7

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.