Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 8

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 8
Fréttir frá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík Kæru harmonikuunnendur Gleðilegt sumar Nú í byrjun sumars, fer vel á því að fara lauslega yfir það sem helst var gert á liðnum vetri. Starfið var allt með hefðbundnum hætti, dansleikir mánaðarlega, nema í desember, og skemmti- fundir voru þrír. Einn í október, einn í febrúar og loks einn í maí. A skemmtifundi febrúar- mánaðar var sérstakt þema, þegar hljómsveit undir stjórn Sigurðar Alfonssonar flutti tónlist Hartmannsson og Þórður Þorsteinsson og hlupu undir bagga á einum dansleiknum. Félagið hélt sitt árlega Þorrablót í samvinnu við Þjóðdansaféfag Reykjavíkur.Var ágætis mæting. Félagið tók að sjálfsögðu þátt í harmonikudeg- inum og léku félagar í verslunamiðstöðvum víðsvegar um borgina. Teljum við þetta ágætis kynningu á hljóðfærinu. Aðsókn á skemmtanir félagsins hefúr verið upp og ofan og má segja að mæting á skemmti- er harmonikumót okkar félags „Nú er lag“ , sem er haldið að venju um verslunarmanna- helgina, eins og undanfarin ár, að Varmalandi í Borgarfirði. Þangað hvet ég fólk til að fjöl- menna og skemmta sér við nikkuspil og dans í frábærum félagsskap, frá fostudegi til mánudags. Von er á góðum gestum frá Noregi til að skemmta okkur og einnig mun fjöldi íslenskra „nikkara” leika listir sínar. Þarf ekki að segja þeim sem komið hafa á þessi mót, hvílík Frá marsballinu í BreiðfirtHngabúð. fid vinstri: Helgi Kristjdnsson, Sveinn Ingi Swingað í mars Sigutjónsson, Birgir Hartmannsson, Þóriur Þorsteinsson Hreinn Vilhjálmsson og texta Ása í Bæ, ásamt söngvurunum Gunn- ari Guttormssyni og Sigrúnu Björk Sigurðar- dóttur, sem er barnabarn Gunnars. Árshátíð var haldin í nóvember og hljómsveit Einars Guð- mundssonar fengin frá Akureyri til að skemmta gestum og vafðist það ekki fyrir þeim norðan- mönnum, sem áður hafa leikið listir sínar á árshátíð FHUR. Þeir Sveinn Sigurjónsson, Gunnar Kvaran, Þorleifúr Finnsson, Páll Elías- Ása íBx hljómsveitin í Iðnó 7. febrúar. Frá vinstri: Reynir Jónasson, Edwin Kaaber, Pétur Urbancic, Sigurður Alfons- son, Sigrún Björk Sigurðardóttir, Gunnar Guttormsson. Guðmundur Steingrímsson er við trommumar d bak við. son, Friðjón Hallgrímsson, Hilmar Hjartarson, Reynir Jónasson, Garðar Olgeirsson, Ingvar Hólmgeirsson og Eðvarð Árnason hafa annast harmonikuleik á dansleikjum félagsins. Þá brugðu þeir sér í bæinn Selfyssingarnir Birgir 8 fúndina hafi verið góð, en á dansleikina hefúr aðsóknin verið mun misjafnari. Er það nokkuð sem vert er að skoða, með tilliti til þess hvað hægt er að gera til að fá fólk til að mæta betur. Nóg um þetta að sinni, og hugum að því sem framundan er. Með hækkandi sól fer ekki hjá því að hugurinn reiki til allra harmonikumót- anna sem fylgja sumrinu og þá ekki síst þar sem nú er landsmótsár. Landsmótið verður að þessu Prúðbúnir Þorrablótsgestir i Breiðfirðingabúð sinni haldið að Laugum í Reykjadal dagana 3. - 6. júlí. Vil ég hvetja alla sem hafa áhuga á harmonikutónlist og þeim góða félagsskap sem henni fylgir einatt og sem eiga þess kost, að mæta að Laugum þessa daga og njóta þess sem þar er boðið upp á. Annað, sem ber þó einna hæst í mínum huga, skemmtun er að þeim, en aðra vil ég eindregið hvetja til að koma og kynna sér málið. Nú langar mig til þess að segja lítillega frá við- burðum sem ég undirritaður hef tekið þátt í, þó svo að það tengist ekki FHUR beint, en tengist dansleikjum Harmonikufélags Selfoss. Þannig er mál með vexti, að í aðdraganda nokk- urra síðustu dansleikja þess félags, sem haldnir hafa verið í Básum í Ölfúsi, hefúr dansfólk hér í borg, aðallega fólk sem stundað hefúr dans í Danshöllinni, sammælst um að fara austur á umrædda dansleiki. Hefur þá gjarnan verið sameinast í bíla og komið við í Hveragerði og borðaður kvöldverður áður en farið er á ballið. Eftir ballið, hefur síðan hluti þessa fólks drifið sig sem leið liggur að Olís á Selfossi, þar sem fólk fær sér ís og kælir sig niður eftir dansinn. Þarna er harmonikan einnig höfð með í for, og meðan notið er veitinganna, þá eru tekin nokkur lög á nikkuna, og sungið með. Er í minum huga spurning um það, hvort það þarna er að skapast skemmtileg hefð, sem tengist dans- leikjunum í Básum. En þessa var nú bara svona rétt til gamans getið. Hægt er að skoða myndir af öllum samkomum FHUR á www.harmoniku-unnendur.com Eg vil að endingu, enn og aftur, óska ykkur góðs og gleðilegs harmonikusumars. Með kærri „nikku” kveðju í dúr og moll. Páll S. Elíasson (Palli El.) form. FHUR Ljósmyndir: SigurÖur HarÖarson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.