Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 18

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 18
Vorferð Harmonikufélags Þingeyinga og Kveðanda Þann 12. apríl síðastliðinn héldu félagar úr Harmonikufélagi Þingeyinga og Kveðanda í hina árlegu ferð á Breiðdal. Þar héldum við vísnaskemmtun og ball á Hótel Staðarborg. Var þetta tólfta ferðin okkar þangað. Farar- stjóri var Þórhildur Sigurðardóttir formaður. Það átti að leggja af stað að morgni, en Möðrudalsöræfi voru lokuð svo brottför var frestað til hádegis. Voru menn efins hvort farið yrði og af því tilefni orti Ingibjörg Gísladóttir þessa stöku. Morguninn algert uppistand örvanting meyja og seggja. I óvissuferð um Austurland œtlum viS nú aS leggja. í þessum ferðum hefur Friðrik Steingrímsson oft ekið, en nú ók Friðgeir Þorgeirsson. Fóru menn fljótt að spyrja hvort hann gæti ort. Þá mælti Björgvin Leifsson. Krap og snjó á köldum veg keyrum enn i vetur. Eins og FriSrik yrki ég, aSeins talsvert betur. Bíllinn fer um blautan veg, BreiSdalurinn laSar. Eins og FriSrik yrki ég, aSeins bara hraSar. Þetta rengdi Ingibjörg og urðu með þeim orðaskipti og var þá vísna- leikurinn hafinn, sem venja er í ferðum okkar. Keyrum viS í kulda og trekk, krap og snjór á vegi. Eflbbý kveSur, upp ég stekk oft á þessum degi. Björgvin Hjá félaga Björgvin, finn ég skort, á FriSriks krafii. Fyrst hann getur ekki ort, nema Ibbý haldi kjafii. HólmfriSur Þá lagði Björgvin sig en Ibbý kvað. FramtíSin bíSur meS brosandi vonum og blóSiS nú ólgar dátt. Ef einhleypir dragast aS einhleypum konum, yrSi meS nóttinni kátt. Brynjar Halldórsson Þá tók Guðný Gestsdóttir til máls og vildi velja Ivar á Fjalli sem her- bergisfélaga. Þetta skoðuðust gullhamrar fyrir Ivar, því sex ógiftir voru í för. Mönnum veitir ekki af, aSeins daSri og skjalli. Undir fótinn GuSný gaf, gœjanum á Fjalli. HólmfríSur En þá fékk Guðný valkvíða og spurði hvort bílstjórinn væri á lausu. Bíbtjórann alveg blikka má, meS brosi <zSi slyngu. En viljirSu þar viShald fá, verSur aS spyrja Ingu. (Inga, er kona bílstjórans) Ingibjörg Á Hólsfjöllum voru snjógöng víða og sagðist Brynjar hafa litið út um morguninn og ekki litist á. Sat hann út viS sundin blá, sorgmœddur og horfSi á skaflinn. Stefhir í aS styttist þá, StaSarborgar visnakaflinn. Ósk A úthaldi þínu undrandi verS þó upp hafi fariS í bítiS. AS sofa íþessari finu ferS finnst mér nú bara skritiS. Ingibjörg Áhyggjur af náttstað: Þegar komið var í Mývatnssveit spurði einhver, hverjir af þeim einhleypu mundu deila herbergjum á hótelinu um kvöldið. En vísnakaflinn hélt sínu striki og voru menn óspart hvattir ef þeir tóku ekki undir. Ósköp segir Sigga fátt, sú er alveg dofin. Skyldi hún eiga ósköp bágt, illa máske sofin. Þorgrímur Gœfanfœst taplega ókeypis enn, ekkert er sjálfkrafa gaman. Svo einmana konur og einhleypir menn, eiga aS draga sig saman. HólmfríSur Makalausir menn ogfljóS, mœttu aSþví hyggja. AS iþeim leynist ástarglóS, efþau liggja saman. Þorgrímur Ef sjálfitraust vantar segist fátt, menn sitja ogþegja. Ogfinnstþeir hafa frekar smátt um fólk aS segja. Ósk r1 m !i 'rM liíV íllM, t ; . f ti V, ffi fe: liW; tfelijflHfTi / _ msJs&'ÉIIi M, /f Hfi s/ ll A I UM ' m ’fv! >; U |ft{ J ri M t; HHk I ■ i ! ■ fl Allur hópurinn 18

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.