Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 19
(
-
ASahteinn ísfjörð
Jón og Gylfi Bjömsson
jrJ iið. ■
1 1ZÆ
Enga sé ég þörfá því
aðyrkja nú um stundir.
Mörgþó gapi drósin djörf
og drengir taki undir.
DavíS
Arin líða, ekkert hlé,
áfram tifar svona.
Eg vil telja að égsé,
orðin þroskuð kona.
Ósk
Fíu undir uggum velgir,
orð sem tákna gamalmenni.
Það atti að nota ellibelgi,
alvegfullgott handa henni.
Sigríður
Eg er ekki alltafað
yrkja þó éggeti.
En sýni enga sút meðþað,
þó sumir mikið freti.
Davíð
Brynjar sagði að í fyrra hefðu orðið til 100 stökur, en Björgvin fannst
Sigríður mundu kveða blátt.
Illt erþað til afipurnar,
að ég Björgvin spilli.
Nú kjáir hann við konurnar,
kappann œrði og trylli.
Sigríður
Bláminn heldur virðist vaxa,
vert er ekki að spara hann.
Við kerlingarnar karlar baksa,
þar kolvitDusar gera mann.
Davíð
I þessu ók Friðgeir inn í jarðgöng svo dimmdi í rútunni.
Egseint mun viðþví segja pass,
þó sigrað varla megi.
Gömul kerlingarskrukka ogskass,
er skárra en bótaþegi.
Hólmfríður
Ekki þessu undir set,
óráðshjali,
Eg er orðinn bara bet,
á bláu hjali.
Björgvin
Að ferðalokum þökkuðu menn bílstjóra og fararstjóra og var síðasta
stakan skráð númer 100, en ekki var pláss fyrir meira hér. Friðrik sagði
er við hittum hann á heimleið að munurinn á honum og Friðgeir lægi
í geir eða rik.
Friðgeir ekurfantavel,
á fjöllum sýnir ekkert hik.
I vísnagerð hann verri tel,
vantar kannski í hann rik.
Ósk
Heimleiðis menn skrölta skakkir,
skríða svo í bólin heim.
Fararstjóra flyt ég þakkir,
fyrir góða stjórn á þeim.
Hólmfiríður
Vanþakklati síst mátt sjá,
í svona bulli og hjali.
Eigðu þakkir allar frá,
okkur, sauðasmali.
Ósk Hólmfríður Bjartmarsdóttir tók saman
Ljósmyndir: Sigurður ÓDfison
Ekki veit ég ansi margt,
elskulegu vinir.
En inni í göngum allt er svart
englar, jafht og hinir.
Hólmfríður
Á austurleið var áð á Egilsstöðum og urðu harmonikuleikarar þaðan og
konur þeirra samferða.
Heim að Staðarborg halda skal,
heldur er fizrí og skyggni leitt.
Fagurt er eflaust á Fagradal,
en jjandakornið, það sést ekki neitt.
Sigríður
A hótelinu beið okkar veisla og var kátt undir borðum. Kveðandi gerði
góða lukku og hljómsveitir voru fjörugar enda lögðu saman Þingeyingar
og Egilsstaðabúar. Ballið var líka fjörugt þó stundum hafi verið betur
mætt, en það skrifum við bara á færðina. Að morgni var haldið heim á
leið og voru menn værir eftir góðan nætursvefn og helsta umræðuefnið
19