Harmonikublaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 7
Þetta er nú það helsta sem er frá
líðandi sumri að segja. Eg vil færa
öllum þeim sem komu að við-
burðum félagsins, hvort sem var
við undirbúning eða með beinni
þátttöku í framkvæmd, tónlistar-
flutningi og fleira, mínar bestu
þakkir. Þá vil ég ekki síður þakka
ykkur öllum sem sóttuð okkur
heim á áðurnefnda viðburði, inni-
legar þakkir fyrir ykkar þátt í því
að svo vel tókst til sem raun ber
vitni. Nú fer brátt í hönd vetur,
með öllum sínum dansleikjum,
skemmtifundum o.fl.
Við hjá FHUR verðum eins og
undanfarin ár með dansleiki á
okkar vanalega stað, þ.e. Breiðfirð-
ingabúð og verða þeir kynntir eftir
því sem efni standa til.
Ég hlakka til að sjá sem flest ykkar
á þeim vettvangi og óska ykkur
góðra og gleðilegra dans- og
harmonikustunda.
Páll S. Elíasson
Ljósmyndir: Sigurður Harðarson
Skemmtanir Félags harmonikuunnenda
í Reykjavík veturinn 2014-2015:
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Árshátíð í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Þorrablót í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Tónleikar í Iðnó
Tónleikar í Iðnó
Harmonikudagurinn í Reykjavík
Tónleikar í Iðnó
11. október
22.nóvember
lO.janúar
14.febrúar
14.mars
18.apríl
26.október
8.febrúar
2.maí
lO.maí
Blaðið Harmonikan (1986-2001)
Mig langar til að minna á í fáum
orðum, þrátt fyrir að langt sé um
liðið frá því ég hætti útgáfu blaðs-
ins Harmonikan, að flestir ef ekki
allir árgangar blaðsins eru enn til í
mínum fórum. Alla tíð var mikill
metnaður lagður í blaðið og fanga
leitað víða hérlendis sem erlendis.
Töluvert fræðsluefni um harmo-
nikuna finnst þar, bæði sögulegt
sem tæknilegt ásamt ýmsum smá-
greinum um hina og þessa hluti
ásamt myndum. Þá vil ég minna
á öll viðtölin við þekkta sem minna
þekkta aðila. Margir hverjir eru nú
fallnir frá, þannig að nú geymir
blaðið sögu þeirra og afrek.
Meðal þess má nefna viðtöl við
m.a. Braga Hlíðberg, Reyni Jónas-
son, Friðrik Jónsson frá Halldórs-
stöðum, Gretti Björnsson,
Jóhannes G. Jóhannesson, Garðar
Jóhannesson, Jóhann Jósepsson frá
Ormarslóni, Guðna S. Guðnason,
Magnús Randrup, Sigurjón Samú-
elsson Hrafnabjörgum, Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli,
Guðjón Matthíasson, Helga Eyj-
ólfsson, Karl Jónatansson, OlafB.
Þorvaldsson, Grétar Geirsson,
Guðna Friðriksson, Jón Arnason
frá Syðri A, Benedikt G. Benedikts-
son, Vilberg Vilbergsson, Kristinn
Ólafsson frá Hænuvík, Örvar
Kristjánsson, Núma Þorbergs og
fleiri. Auk þessa er fjöldi tónlistar-
kynninga þekktra Islendinga og
nótur, smáviðtöl og margt annað
áhugavert.
Hvert einstakt blað kostar kr. 500
en allir árgangarnir, 45 blöð, kr.
10.000 fyrir utan sendingar-
kostnað.
Vinsamlega hafið samband við
Hilmar Hjartarson í síma: 896
5440 eða 565 6385.
7