Harmonikublaðið - 01.09.2014, Qupperneq 8

Harmonikublaðið - 01.09.2014, Qupperneq 8
Harmonikufélag Héraðsbúa 30 ára Harmonikufélag Héraðsbúa, HFH, er rétt búið að slíta barns- skónum og komið í tölu fullorð- inna. Stofnfundur var haldinn 30. mars 1984 og mættu 14 áhuga- menn um harmonikuleik. Fram- haldsstofnfundur var svo hald- innl8. maí. Félagið er því þrjátíu ára í ár. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Jón Sigfússon, núverandi formaður félagsins. I fyrstu stjórn voru kjörnir; formaður Hreggviður Jónson, ritari Jón Sigfússon, gjald- keri Hreinn Halldórsson og vara- menn Guttormur Sigfússon og Bragi Gunnlaugsson. A þessum fyrsta fundi var ákveðið að allir æfðu fimm lög til að spila saman. Á framhaldsstofnfundinum voru samþykkt eftirfarandi lög fyrir félagið: 1. Félagið heitir Félag harmon- ikuunnenda á Fljótsdalshéraði 2. Tilgangur félagsins er að efla viðgang harmonikutónlistar og þjálfa félagsmenn í harmoniku- leik 3. Tilgangi sínum, samkvæmt 2. grein, hyggst félagið ná með því að: A. Standa fyrir reglulegum sam- æfingum félagsmanna B. Fá kennara til að veita tilsögn svo sem unnt er C. Efla tengsl við önnur hliðstæð félög á landinu Eftir þessum lögum hefur félagið reynt að starfa sem kostur er á hverjum tíma. Þar sem sumum þótti nafn hins nýstofnaða félags langt og ekki nógu þjált og skammstöfun þess FUF ekki sem best þá var nafninu fljótlega breytt í Harmonikufélag Héraðsbúa með skammstöfunina HFH. Hér verða tíundaðir nokkrir þættir í starfi félagsins. Fastir liðir í gegnum árin hafa verið svokallaðir „ágúst dansleikir" í lok ágúst. I nokkur skipti var félögum í HFH og aðkomugestum boðið upp á veisluborð fyrir dansleik. Þessir dansleikir voru oft fjöl- mennir og margir sem léku fyrir dansi. Fyrir utan heimamenn þá heiðruðu okkur oft Þingeyingar og Eyfirðingar, sem var mjög ánægju- legt. Lagakeppnir fóru af stað 1992 og var haldið úti í 10 ár við miklar vinsældir. Þá gaf félagið út nokkra geisladiska og hljóðsnældur með lögum úr lagakeppnum. Flest þeirra voru eftir félagsmenn. Það er á engan hallað þó eitt nafn sé nefnt varðandi tónlistarflutning í lagakeppnunum en það var Jónas Þór Jóhannsson sem sá um þann þátt með hljómsveit sinni auk söngvara og hljóðfæraleikara sem bættust við á hverjum tíma. Þar má nefna finnska harmonikuleik- arann Tatu Kantomaa sem var nánast orðinn heimamaður eftir að hafa komið sem eitt aðalnúmerið á landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Egilsstöðum 1993 sem haldið var af HFH. Lagakeppnir félagsins fóru fram á árshátíð þess í apríl og hófust á borðhaldi, oft með um og yfir 200 manns og síðan bættist hátt í annað eins á dansleikinn. Félagið stóð í nokkur skipti fyrir áramótadansleikjum. Þá var félagið einnig með skemmtanir um versl- unarmannahelgar, fyrst í Svarta- skógi, síðan í Brúarási og síðast í Fellabæ, alls 13 sinnum. Læt þetta nægja um fortíðina og kem í nútíðina í fáeinum orðum. Síðastliðið haust hófúst samæfingar HFH fyrir landsmót SÍHU á Laugum í Reykjadal. Valin voru fjögur lög eftir félagsmenn. Útsetn- ingar og stjórn var í höndum Torvald Gjerde. Harmonikudagurinn var laugar- daginn 3. maí. Samkvæmt venju þá spiluðu Jón Sigfússon, Páll Sigfússon, Guttormur Sigfússon og Sveinn Vilhjálmsson, félagar í HFH, þennan dag í nokkrum fyrirtækum bæjarins og má þar nefna Húsasmiðjuna, Nettó og Bónus. Um kvöldið var svo 30 ára afmæl- ishátíð HFH haldin í Kaffi Egils- staðir. Dagskrá kvöldsins var þannig: Meðan gestir voru að koma sér fyrir spilaði Hreinn Halldórsson nokkur vel valin lög, að eigin mati. Jón Sigfússon, formaður HFH, stiklaði á stóru í sögu félagsins. Gunnar Kvaran, formaður SIHU, flutti ávarp. Veislustjórinn, Jónas Þór Jóhanns- son, tók við og borðhald hófst. Eins og flestir vita þá er Jónas vel orðhagur maður og kann sitt hvað fyrir sér m.a. í gamanmálum sem hann flutti milli atriða. Þá var komið að öðrum skemmti- atriðum. Fyrstur steig á stokk Guttormur Sigfússon og þar næst Torvald Gjerde og léku þeir eitt Iag hvor. Þá lék harmonikusveit HFH, undir stjórn Torvald Gjerde, lög sem farið var svo með á landsmót SlHU að Laugum. Þar næst stigu á svið söngdívurnar á Hofi en þær eru Drífa Sigurðardóttir, Sigurrós Sigurðardóttir og Sigurveig Stefánsdóttir með undirleik Stein- ars Atla Hlynssonar og Pálma Stefánssonar. Nú var komið að heiðursgestinum, Flemming Viðari Valmundssyni. Hann sýndi það og sannaði að harmonikan er hljóð- færi allrar tónlistar, ekki aðeins gömlu dansanna. Harmonikan er hljóðfæri sem getur hrifið alla aldurshópa sé kunnátta, næmni og ekki síst innlifun og skemmtileg framkoma til staðar. Allt þetta prýðir Flemming Viðar og má mikils af honum vænta ef fram heldur sem horfir. Hann, sem og annað ungt fólk með slíkan metnað, er mikil hvatning til annarra ungmenna, reyndar á öllum aldri, til að njóta töfra harmonikunnar. Kærar þakkir, Flemming Viðar! Síðasta atriðið á dagskránni var afhending viðurkenninga fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina fyrir HFH. Þær hlutu: Dvalinn Hrafn- kelsson, Halldís Hrafnkelsdóttir, Hreinn Halldórsson, Jónas Þór Jóhannsson, Jón Sigfússon, Krist- ján Gissurarson, Kristmann Jóns- Stórsveit HFH frá v. Torvald, Drifa, Jón, Guttormur, SigurSur, Bjarki og Sveinn, í hópinn vantar Önnu

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.