Harmonikublaðið - 01.12.2014, Qupperneq 5
Félag harmonikuunnen
Flytjendur á tónleikunum „Manstu gamla dagai Efri röS f.v. Björn Björnsson, Friðrik
Margeirsson, Jókann Margeirsson, Sigfus Benediktsson, Rögnvaldur Valbergsson, Guðmundur
Ragnarsson. Fremri röðfv. Aðalsteinn ísjjörð, Róbert Óttarsson, Guðrún Helga Jónsdóttir,
Jón St. Gíslason
Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hefur
verið nokkuð virkt á árinu.
Þegar geisladiskurinn með leikskólalögunum
kom út þá keypti félagið nokkur eintök og gaf
leikskólum í Skagafirði. Mikil ánægja var hjá
skólunum með þessa gjöf, lærðu börnin að
syngja og dansa eftir þessari tónlist. Ekki vannst
tími til þess að heimsækja leikskólana sem stað-
settir eru á Hofsósi, Hólum, Varmahlíð og á
Sauðárkróki en ákveðið í staðinn að bjóða
börnunum að koma á Harmonikudeginum 3.
maí á samkomu sem haldin yrði í Ljósheimum.
Dagurinn rann upp og boðið var upp á kaffi-
hlaðborð að hætti Ljósheima, sérbakað brauð
og drykki fyrir börnin. Mættir voru fimm
harmonikuleikarar þau Elín, Jón, Alli, Hermann
og Geirmundur Valtýsson, einnig var Kristján
Þór Hansen trommuleikari. Þetta fór þó heldur
örðru vísi en lagt hafði verið upp með þar sem
engin börn mættu á tónleikana. Því voru leik-
skólalögin ekki spiluð en spilað var annað
prógram fyrir gesti. Félagar harmonikufélagsins
stefna hinsvegar að því að heimsækja alla leik-
skólana í vetur. Félagið fékk æfingaraðstöðu á
efri hæð félagsheimilisins Ljósheima en þar fóru
allar æfmgar fram í vetur.
Æfingar fyrir þá vinsælu tónleika „Manstu
gamla daga“, hófúst í mars, þær voru þó stopular
í fyrstu en svo þegar komið var fram í apríl var
tekið á því og voru fjórir tónleikar haldnir
dagana 20. til 25. maí, þrír í Bifröst á Sauðár-
króki og einir í Höfðaborg á Hofsósi. Þetta er
í fjórða sinn sem félagið heldur þessa skemmtun.
Þetta er meira en tónleikar því hljómsveitin og
söngvararnir flytja lög frá þessum gömlu góðu
dögum en á milli laga segir sögumaður fréttir
og gamansögur frá þessum sama tíma sem lögin
voru hvað vinsælust og eru sögurnar eingöngu
héðan úr sveitarfélaginu. Flytjendur voru sögu-
maður Björn Björnsson, söngvarar þau Guðrún
Helga Jónsdóttir og Róbert Ottarsson, hljóð-
færaleikarar þeir Aðalsteinn Isfjörð og Jón St.
Gíslason á harmonikur, Guðmundur Ragnars-
son og Sigfús Benediktsson á gítara, bræðurnir
Jóhann og Margeir Friðrikssynir á trommur og
bassa og á hljómborðinu var Rögnvaldur Val-
bergsson.
Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda var haldin
að venju í Húnaveri um Jónsmessuhelgina, tókst
hún að öllu leiti vel og ekki spillti það fyrir að
dansgólfið var ný slípað og leit út eins og nýtt.
Heldur færri gestir mættu núna en undanfarin
ár, en alltaf er það svo að það árið sem Landsmót
harmonikuunnenda er haldið er slakari mæting
á harmonikumótum aðildarfélaga um land allt.
Á föstudagskvöldi var dansleikur frá kl. 21:00-
24:00. Formaður setti svo dagskrána formlega
á laugardag kl. 13:30. Byrjað var á að fá harmo-
nikuþrenninguna sem veitt var viðurkenning í
fyrra til þess að flytja nokkur lög, sem vantaði
uppá þá. Að þessu sinni voru veittar viðurkenn-
ingar þeim Aðalsteini Isfjörð harmonikuleikara
og Kristjáni Þór
Hansen trommu-
leikara sem verið
hafði gjaldkeri félags-
ins í mörg ár. Krist-
ján Þór andaðist
langt um aldur fram
hinn 30. september
síðastliðinn.
Á fyrstu árum félags-
ins var venja að fá
pistil fluttan á
hátíðum félagsins,
eftir nokkurt hlé var
ákveðið að brydda
upp á þessu aftur og
var að þessu sinni
fenginn til starfsins
Björn Björnsson sem
fór á kostum að
venju. Þá var harmonikuleikurum félagsins skipt
upp og spiluðu þeir til skiptis með undirleik
trommarans. Einnig tóku Einar Guðmundsson
og Gunnar Kvaran nokkur lög. I lokin mættu
allir sem þátt tóku í dagskránni á svið og léku
af krafti nokkur lög. Þeir Einar Guðmundsson
og Gunnar Kvaran voru með harmonikusýn-
ingu og buðu einnig upp á diska og ýmsa fylgi-
hluti til sölu. Kvenfélag Bólstaðarhlíðahrepps
var að venju með glæsilegt kaffihlaðborð og
nutu gestir þess vel við vægu verði. Kl. 16:00
var farið að hitna vel í kolunum á stóra grillinu,
þar sem hver og einn gat komið með sínar
kvöldmatar kræsingar og grillað áður en farið
var að gera klárt fyrir dansleikinn sem hófst kl.
22:00 og stóð til kl.02:00. Hátíðargestir voru
mjög ánægðir með helgina og dagskrána yfir
höfúð og styrkir það okkur í starfinu. Þar sem
að öllu jöfnu kemur sunnudagur á eftir laugar-
degi, var það einmitt á þann háttinn þennan
morguninn þegar gestirnir risu úr fleti sínu og
komu sér á stjá. Farið var að kveðja vini og
kunningja, tína saman föggur og pjönkur og
allt það dót sem hverjum og einum tilheyrði en
síðan var lagt í 'ann. Vonandi er að allir hafi
komist heilir heim.
Við hjá FHS þökkum öllu því trygga, skemmti-
lega og góða fólki sem sótt hefúr okkur heim
til margra ára, kærlega fyrir liðnar samveru-
stundir þarna í Húnaveri og vonumst til að sjá
sem flesta að ári, en það er um næstu Jóns-
messuhelgi þann 26. til 28. júní 2015. Einnig
þökkum við húsvörðum Húnavers sérstaklega
fyrir einstakt og gott samstarf á liðnum árum.
Yfir sumartímann er yfirleitt lítil starfsemi hjá
félaginu, þá er fólk að sinna sínum hugðar-
efnum, ferðalögum, sumarfríum og bændur
sinna búskapnum. Nú þegar haustar þá förum
við að sdnga saman nefjum og hugleiða hvað
gera skuli í vetur og vor. Sem betur fer höfúm
við áfram æfingaplássið í Ljósheimum, þannig
að húsnæðishrak þjakar okkur ekki á næstunni.
KveSja Gunnar Agústsson
Skottis i Húnaveri. Myndir: Sigurður Harðarson
5