Harmonikublaðið - 01.12.2014, Side 8
Aðalfundur SÍHU fór fram að
Hótel Ork Hveragerði, laugardag-
inn 27. september sl. Fundurinn
var haldinn í boði Harmoniku-
félags Selfoss. Þá voru liðin 16 ára
frá því að Selfyssingar stóðu í sömu
sporum, en haustið 1998 hittust
fulltrúar SIHU á Flúðum. Eins og
alltaf urðu fagnaðarfundir á föstu-
deginum, þegar gamlir vinir hittust
að nýju, eftir árs aðskilnað. Margir
hafa verið fulltrúar eða formenn
sinna félaga lengi og því margir
orðir vel kunnugir. Gestgjafarnir
buðu til súpu á fostudagskvöldið
og í kjölfarið settust margir niður
og tóku lagið í koníaksstofú hótels-
ins. Var þetta hin notalegasta
kvöldstund.
Fundurinn hófst kl. 11:00 á laugar-
deginum og að þessu sinni var
óvenju vel mætt. Á fúndinn mættu
formenn frá 13 félögum og full-
trúar frá öllum þeim félögum sem
eiga aðild að SÍHU.
Gunnar Kvaran flutti skýrslu
stjórnar og fór yfir helstu málefni
ársins, en þar ber auðvitað hæst
landsmótið sem haldið var að
Laugum í Reykjadal 3.-6. júlí í
sumar. Þetta var mjög glæsilegt og
skemmtilegt landsmót en veður-
guðirnir hefðu mátt vera okkur
hliðhollari. Einnig var rætt um
leikskólaverkefnið og útgáfu geisla-
disks með Ieikskólalögum, en þetta
hefur gengið með afbrigðum vel.
Harmonikan heillar er harmo-
nikuþáttur sem hóf göngu sína
undir stjórn Gunnars Kvaran á
stöðinni INN. Þetta hefur gengið
mjög vel, 87% þjóðarinnar ná
útsendingum INN og þátturinn
hefur vakið mikla athygli. Þessir
þættir eru heimild um harmo-
nikulíf í landinu og eru varðveittir
á geisladiskum hjá SIHU. Verður
vonandi framhald á þessu starfi.
Landsmótsnefndin skilaði skýrslu
og niðurstöðum um landsmódð.
Ekki hefur verið ákveðið hvar
næsta landsmót verður haldið og
er það áhyggjuefni. Gunnar Kvaran
var endurkjörinn formaður SIHU
til tveggja ára. Aðalsteinn Isfjörð
gaf ekki kost á sér áfram sem vara-
maður í stjórn og var Pétur Bjarna-
son kosinn í hans stað. Að öðru
leyti er stjórnin óbreytt. Akveðið
var að árgjald félaga yrði óbreytt.
Menn sögðu frá starfmu í aðildar-
8
Óvissuferðin fór m.a. i Strandakirkju
félögunum og skiptust á skoð-
unum um ýmis málefni. Fundur-
inn fór hið besta fram en tilkynnt
var í fúndarlok að Harmonikufélag
Rangæinga hefði ákveðið að bjóða
til næsta aðalfundar á 30 ára afmæli
félagsins næsta haust.
Að venju var mökum boðið í
óvissuferð á meðan á fundar-
störfum stóð. Var farið sem leið
liggur niður Olfusið í fylgd Sigur-
geirs Friðþjófssonar skólastjóra,
sem hélt uppi fræðslu um menn
og staði, allt til Strandakirkju, þar
sem áð var með tilheyrandi leið-
sögn um þennan sérstaka stað. Að
því loknu var haldið austur með
ströndinni til Eyrarbakka. Eftir
stutt stopp var haldið til Stokks-
eyrar og farið í Galleríið. Eftir
kaffisopa og eplaböku lá leiðin upp
Flóann í gegnum Selfoss og þaðan
í Hveragerði, þar sem aðalfúndar-
gestir voru að ganga af fundi. Að
loknum aðalfundarstörfum
„hvíldu“ menn sig fram að kvöld-
verði.
Deginum lauk svo með dýrindis
máltíð, sem aðalfúndarfulltrúarnir
renndu niður af bestu lyst. Garðar
Olgeirsson bóndi í Hellisholtum
sá um að spila meðan matast var,
auk þess sem rússnesk vinkona
Einar Guðmundssonar á Akureyri,
lék listir sínar á fiðlu. Fljótlega eftir
matinn fór danslöngun að gera vart
við sig og var brugðist við því
snarlega af Selfyssingum og leið
ekki á löngu þar til gólflð fylltist af
dansfólki. Voru nokkrir jafnvel
komnir sérstaka ferð úr Reykjavík
af þessu tilefni. Þarna voru teknir
til kostanna m.a. Aðalsteinn
Isfjörð, Einar Guðmundsson,
Birgir Hartmannsson, Þórður Þor-
steinsson, Baldur Geirmunds, rit-
stjóri Harmonikublaðsins og
Hilmar Hjartarson að ógleymdum
formanni sambandsins Gunnari
Kvaran. Var nú kátt í Örkinni og
dansað af sannri gleði fram eftir
kvöldi, sem fyrir marga var allt of
stutt og eitthvað var um að fram-
lengt væri á herbergjum. Sunnu-
dagsmorguninn var tekinn
snemma, vinir kvöddust og héldu
hver til síns heima.
FH
GlaSlegir gestgafar. Myndir: Reynir Elíesersson