Harmonikublaðið - 01.12.2014, Síða 10
Harmonika, bara nafnið eitt skapar léttleika í sálarlífinu. Ekki að kynja þó aðþetta hljóð-
fœri sé ísérstöku uppáhaldi hjá íslenskuþjóðinni ogauðvitað víða um lönd. Það verðurþví
fengur jyrir harmonikuunnendur að fá í hendur geisladiskinn sem þar Hildur Petra Frið-
riksdóttir og Vigdís Jónsdóttir eru nú að vinna að og mun koma út í vor að öllu forfallalausu.
„Við kynntumst þegar Guðrún
Guðjónsdótdr stofnaði kvenna-
sveitina Sundhetturnar," segja þær
Hildur Petra Friðriksdóttir og
Vigdís Jónsdóttir. Þær vinkonurnar
eru með góðu tónlistarfólki að æfa
fyrir upptökur á hinum væntanlega
geisladiski.
„Hann gæti til dæmis heitið Vin-
konuvals,“ segir Vigdís og hlær.
Samstarfið mótast greinilega af
léttleika og vinnugleði.
„Mér finnst óskaplega gaman að
hafa harmonikuleikinn sem áhuga-
mál og það getur verið mjög
afslappandi fyrir mig að taka upp
nikkuna eftir erfiðan dag í
vinnunni. I gegnum þetta áhuga-
mál hef ég einnig kynnst mörgu
góðu og skemmtilegu fólki og í
raun hefur opnast þarna fyrir mér
nýr heimur," segir hún.
á elliheimilið, - sá ekki að ég hefði
tíma til þess fyrr. En honum fannst
það talsvert seint og gaf mér nikk-
una í afmælisgjöf. Þetta er án efa
ein besta gjöf sem ég hef fengið,"
bætir Vigdís við.
Hildur vinkona hennar kinkar
kolli. Hún á lengri sögu með
harmonikunni en Vigdís. „Eg hef
spilað á harmoniku síðan ég man
eftir mér. Heima í sveitinni hjá
pabba og mömmu voru til tvær
nikkur, önnur lítil, hin stór. Eg
byrjaði að spila á þá minni, réði þó
illa við hana og fékk yngri systur
mína, oft ósátta, til að draga belg-
inn sundur og saman, lét nikkuna
liggja á bakinu, ef svo má segja um
harmoniku, og spilaði svo á hana
eins og píanó.“
Þar kom að Hildur fór að sitja með
nikkuna og spila á bassann líka.
Jónatansson byrjaður að kenna við
Tónlistarskóla Akureyrar. Ég hef
verið um fermingu þegar pabbi fór
með mig til Karls til að láta mig
spila fyrir hann. I kjölfarið lærði ég
hjá honum í einn og hálfan vetur.
Eg hafði lært á orgel hjá kennara
við barnaskólann áður, svo ég
þurfti að tileinka mér meiri þekk-
ingu á bassanum. Þess má geta að
ég spilaði með körlunum í Félagi
harmonikuunnenda við Eyjafjörð
(FHUE), og var þá eina konan í
hópnum," segir Hildur.
Hugfangin af harmonikunni
Vigdís segist fljótlega hafa orðið
nokkuð hugfangin af harmonik-
unni. „Eg byrjaði líka að læra hjá
Karli Jónatanssyni, í hóptímum.
Þar kynntist ég tveimur stelpum
spilsdrottningarnar. Við vorum
svolítið brattar í því að spila fyrir
aðra, þó við kynnum nánast ekkert
á hljóðfærið. Eitthvað sem ég hefði
aldrei gert ein.
Eg man til dæmis eftir því að í
fyrsta skipti sem við spiluðum í
einhverri veislu, þá kunnum við
það lítið, að ég var ekki einu sinni
viss um hvernig ég ætti að taka
sundur nótnastatíflð. Við Stína
Maja og Unnur spilum ekki mikið
saman núna, en ég hef líka aðeins
spilað með Léttsveit Harmoniku-
félags Reykjavíkur og kynnst þar
góðu fólki," segir Vigdís.
En hvernig skyldi nafnið Sundhett-
urnar hafa komið til?
„Við spiluðum einu sinni á sund-
laugarbarmi með sundhettur á
höfðinu,“ svara þær Hildur og
Vigdís einum rómi. „Við vorum
Hildur Petra og Vigdis viS upptökur á nýjum diski i stúdíói hjá Brynleifi Hallssyni á
Akureyri
Á leið á ballspil í Lóni
Eiginmaður Vigdísar gaf henni
harmonikuna í fertugsafmælisgjöf.
„Eg hafði aldrei snert á slíku hljóð-
færi fyrir þann tíma. Mér hefur
reyndar alltaf þótt harmonikan
einstaklega flott hljóðfæri og lét
það einhvern tíma út úr mér svo
maðurinn minn heyrði að ég ætlaði
að spila á harmoniku þegar ég færi
10
„Ósjaldan kom fyrir að bassatakk-
arnir duttu inn í nikkuna og ég
lærði fljótt að opna hana og ná
tökkunum út. Fyrir kom að Reynir
Leósson, bróðir pabba kom í heim-
sókn með nikkuna sína. Þá bað
hann mig að spila fyrir sig. Hann
hvatti pabba eindregið til að koma
mér í tónlistarskóla. Þá var Karl
sem ég spilaði með í nokkur ár,
þeim Kristínu Maríu Ingimars-
dóttur og Unni Jökulsdóttur. Við
vorum allar byrjendur og kunnum
afskaplega lítið á hljóðfærið til að
byrja með. Við skemmtum okkur
hins vegar vel saman og höfðum
gaman af félagsskap hverrar ann-
arrar. Við kölluðum okkur Drag-
báðar með Guðrúnu Guðjóns-
dóttur í Harmonikufélagi Reykja-
víkur og hún dreif okkur í að spila
með nokkrum öðrum konum, sem
var mjög skemmtilegt. Svo var það
um jólin 2011 að það vantaði
harmonikuleikara til að spila á
jólamarkaðinum við Elliðavatn og
við Hildur ákváðum að spila þar