Harmonikublaðið - 01.12.2014, Qupperneq 11
saman. Þar með var teningnum
kastað.
Síðan höfum við spilað saman og
það hefur verið mikið ævintýri fyrir
mig að spila með henni Hildi. Eg
hef Iært mikið af henni, hún hefur
ýtt mér áfram í að gera hluti sem
ég hefði annars aldrei haft hugrekki
til að gera. Svo sem að spila á tón-
leikum, á harmonikumótum, í
ýmsum veislum og á viðburðum,
á Skólavörðustígnum, í útvarpinu,
á siglingu með Húna um Eyjafjörð-
inn, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir
Vigdís.
Spilað á nikku heima og erlendis
Hildur er reynslumikil sem harm-
onikuleikari. Hún segist þó hafa
lagt nikkuna alveg á hilluna um
tíma. „Um 26 ára aldur ákvað ég
hins vegar að dusta rykið af hljóð-
færinu og gekk til liðs við hljóm-
sveit FHUE,“ segir hún. „ Þá var
Atli Guðlaugsson stjórnandi
hennar. Upp úr því þróaðist sam-
spil okkar Egils Jónssonar frá Syðri-
Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. I
kringum okkur myndaðist hljóm-
sveit með Núma Adolfssyni gítar-
leikara og Magnúsi Kristinssyni
trommuleikara. Bassaleikarar lágu
ekki á lausu þarna og fleiri en einn
spilaði með okkur þar til Fróði
Oddsson slóst í hópinn. Við spil-
uðum saman, þessi hópur í um
þrjú ár, eða þar til ég flutti til
Hafnarfjarðar haustið 1995.“ Þess
má geta að þá hafði Hildur farið
með hópi kvenna á Nordisk
Forum, þá 28 ára og spilað fyrir
dansi í beinni útsendingu í finnska
ríkissjónvarpinu.
„Þegar ég flutti á höfuðborgar-
svæðið gekk ég strax í Félag harmo-
nikuunnenda í Reykjavík og spilaði
með stórsveit þeirra einn vetur.
Veturinn 1996 til 1997 lærði ég
hjá Guðmundi Samúelssyni. Capri
tríóið var á þessum tíma að spila
öll sunnudagskvöld í Glæsibæ og
mig minnir að ég hafi fengið að
spila þar eitt sinn í pásunni. Upp
frá því leysti ég harmonikuleikara
Capri tríósins af þegar á þurfti að
halda,“ heldur Hildur áfram frá-
sögn sinni.
Vegurinn hennar átti enn eftir að
vaxa. ,A þessum tíma kynntist ég
líka Harmonikufélagi Reykjavíkur
og fór að spila á böllum þar. Um
svipað leyti samþykkti ég, treglega
þó, að vera varaformaður félagsins
og nokkrum vikum seinna hætti
formaðurinn. Þá sat ég uppi með
formannshlutverkið. Ég hefði ekki
lifað það ár af nema af því að Guð-
rún Guðjónsdóttir, fyrrverandi
formaður félagsins, stóð við hlið
mér allan tímann eins og klettur.
Við tókum meðal annars á móti
harmonikuleikurum frá Rússlandi
þetta ár og það var mjög mikið að
gera,“ segir Hildur.
Svo var það árið 2004 að hún kom
fram í þætti Gísla Marteins í Sjón-
varpinu. „Egill Eðvarðsson hringdi
og bauð mér að koma og spila fyrir
sig. Sagðist hafa frétt af mér og að
Sjónvarpið yrði oft fyrir þeirri
gagnrýni að bjóða ekki upp á nógu
marga kvenlistamenn. Ég sló til og
enn eitt ævintýrið hófst. I kjölfarið
var mér boðið að koma með hljóm-
sveitina mína til Grímseyjar og
spila á balli þar. A þessum árum
var mér líka boðið til Reykjaness
til að spila á tónleikum, með það
að markmiði að vera ungum
konum fyrirmynd og hvatning í
harmonikuleik.“
Það má með sanni segja að Hildur
hafi ekki aðeins verið ungu fólki
hvatning, hún hefur líka komið
eldri borgurum margoft í skemmt-
anastuð.
„Um vorið 2005 var mér boðin
sumarafleysing við félagsstarf
Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar
hafði sá siður skapast að hafa
harmonikuböll á hverjum föstu-
degi. Þá komu heldri harmoniku-
leikarar og spiluðu með. Þetta var
mikil stemning og þegar mér
bauðst í framhaldinu föst staða við
félagsstarf Hrafnistu í Reykjavík
um haustið tók ég þetta upp þar.
Félagar úr Harmonikufélagi
Reykjavíkur mættu þangað til að
spila með mér og þessi böll héldust
fram á haustið 2007. Þá hætti ég
og Guðrún Guðjónsdóttir tók við
kyndlinum.“
Vigdís skýtur inn í að hún hefði
aldrei trúað fyrir nokkrum árum
síðan að hún myndi þora að stíga
á svið og spila með hljómsveit
undir dansi og á tónleikum. ,Alh
þetta er því talsverð upplifun fyrir
mig og mér finnst núna óskaplega
gaman að spila á hljóðfæri með
öðru fólki. I gegnum harmonikuna
hef ég síðan kynnst óskaplega
mörgu góðu og skemmtilegu fólki.
Harmonikumótin eru fyrirbæri
sem ég vissi varla að væru til. Þar
er mjög gaman að vera. Félags-
skapurinn góður, allir jákvæðir og
alltaf er verið að dansa, spila og
syngja," segir Vigdís.
Hildur hlustar og kinkar kolli sam-
þykkjandi. „Ég gekk með það í
maganum í ein sextán ár að fara til
Castelfidardo og kaupa mér sér-
smíðaða Victoria harmoniku. Allir
voru löngu hættir að hlusta á mig,“
segir hún. „Hins vegar lét ég þann
draum rætast og gerði það fyrir
nokkrum árum síðan þegar ég fór
til Itah'u sem harmonikuleikari
með Bændaferðum. Það sama má
segja um geisladiskinn sem við
vinkonurnar erum að fara að gera.
Það hefur verið draumur minn
lengi að gefa út disk og nú erum
við lagðar af stað í það verkefni
með skemmtilegu fólki. Maður á
að Iáta drauma sína rætast," segir
hún brosandi.
Hljómsveitin Við og við
Hildur kveðst hafa spilað nánast
um allt Iand við hin ýmsustu tæki-
færi, á böllum, í brúðkaupum, í
bílskúrum, í geymslum, á tón-
leikum, upp á fjöllum, niður í
fjörum og í jarðarför. Hún hefur
víða farið til að spila, líka á erlendri
grundu. „Ég spilaði til dæmis á
jólaballi hjá Islendingafélaginu í
Lúxemborg árið 2009, fór á einar
tvær æfingar og það tók um tvo og
Hildur Petra aS spila i sjónvarpinu árið 2004. Með Hildi á myndinni eru Kjartan
Jónsson ágitar, Kristinn Valdimarsson á bassa og Guðmundur Steingrímsson á trommum.
11