Reykjavík


Reykjavík - 05.01.2013, Blaðsíða 10

Reykjavík - 05.01.2013, Blaðsíða 10
10 5. janúar 2013 það skilar sér ekki. Í flokknum er skiptur hópur; gamla og nýja fólkið og þar eru leiðtogar í hvorum hópi. Leiðtoginn sem er í dag nær ekki til almennings og gamla klíkan nær ekki eyrum fólksins. Það verða breytingar á næstu árum, Hanna Birna verður formaður flokks- ins og hún verður góður leiðtogi, en hennar tími er ekki kominn. Þá verður öðruvísi tekið á málunum. Verðbólgan verður eitt af hitamálum næstu kosninga. Ég sé að það á eftir að koma fram kona í stjórnmálunum sem mun láta til sín taka. Hún er með dökkt, fallegt, sítt hár. Hún á eftir að gera góða hluti en ég veit ekki meira um hana. Heimilin – litlar breytingar Því miður verða litlar breytingar á stöðu heimilanna á árinu. Ný ríkis- stjórn fer í slag við verðbólguna og tekst það svo sem ágætlega, en svo er annar aðili á hinum endanum sem vinnur gegn þeirri vinnu. Þeir munu einnig leggja mikið kapp á að bæta heilbrigð- iskerfið en þeir komast ekki langt með það því það eru ekki til peningar. Við þurfum að líta til lengri tíma til að sjá betri tíð fyrir heimilin. Atvinnuleysi stendur í stað, en ég sé að það verður byggt meira af húsnæði á árinu. Litlu fyrirtækin hafa gleymst, og þar er mikill kraftur en þeim er gert erfitt fyrir. Bankarnir eru komnir í góð mál og í framtíðinni kemur hingað stór er- lendur banki með útibú. Stjórnarskrár- málið tekur lengri tíma en áætlað var og það verður ekki atkvæðagreiðsla um ESB árið 2013. Það tekur mun lengri tíma en áður var talið og þessi tvö atriði draga mátt úr Vinstri- grænum og það fer mjög illa í Steingrím J. Annars er talsverður óróleiki í ESB, litlu ríkin eiga eftir að kvarta undan stóru ríkjunum og ég sé ekki betur en að Spánn ræði um að fara úr ESB. Hrunið – almenningur ósáttur við dóma Menn verða dæmdir og í þeim málum sem nú eru fyrir dómstólum falla dómar. Almenningur verður ekki sáttur við útkomuna. Við verðum að fara að komast yfir reiðina, ekki sóa allri orkunni í að vera reið því við getum ekki breytt miklu eftir á. Við viljum ekki málamiðlanir, annaðhvort viljum við allt eða ekkert og víkingaeðlið í okkur gerir það að verkum að við berjumst til loka. Velferðarkerfið – hagur lífeyrisþega bættur Ný ríkisstjórn reynir að bæta heil- brigðiskerfið á nýju ári. Vandinn er orðinn mjög mikill, kerfið er farið að éta sig að innan. Það tekur langan tíma að laga þetta, byrjað verður á því að kaupa ný tæki, en það eru bara ekki til peningar til að gera mikið. Ríkisstjórnin sem nú situr á eftir að laga kjör lífeyrissþega áður en hún fer frá, þeir lofuðu því og verða að standa við það. Það verður gert átak í að halda ungu fólki í skóla. Það er nú þegar komið af stað en þetta á eftir að verða stærra mál. Þarna er um að ræða kennslu á annan hátt en er í dag. Ég sé þrjár manneskjur sem standa að þessu og þau vita alveg hvað þau eru að gera. Íþróttir – þrenn stór verðlaun Ég veit nú afskaplega lítið um íþróttir en verð að tala um það samt. Það er fjöldinn allur af ungu afreksfólki að koma upp. Ég sé fótboltastráka streyma úr landi, til Norðurland- anna, Bretlands og Norður- Evrópu sérstaklega. Þá sé ég tvær stúlkur sem keppa í einstaklingsíþróttum ná góðum ár- angri á árinu. Önnur keppir í spjót- kasti og hin í hástökki. Ólympíuhetjan okkar fær þrenn stór verðlaun á árinu. Íslandsmeistararnir í handbolta verða lið í rauðum búningum. Tónlist – útrásin heldur áfram Hljómsveitin Of Monsters and men heldur sigurgöngu sinni áfram. Það verður þreyta í hópunum um tíma en það jafnar sig. Ég sé tvær ungar stúlkur, önnur þeirra á eftir að fara út í heim og hún er með gítar með sér. Hin er óperu- söngkona og er varla farin að syngja opinberlega. Hún er svona 16-18 ára í dag og á eftir að vekja mikla athygli erlendis. Það er ungur strákur í Hafnarfirði sem á eftir að vekja athygli í útlöndum. Hann er með fallega rödd drengurinn. Hann er mikill Íslendingur í sér og mjög tengdur Íslandi. Hann virkar kærulaus í framkomu, en það er sko ekkert kæruleysi í honum. Útrásarvíkingar og reiðin – samfélagið klofið Ég verð að minnast á þetta bil sem er að myndast milli tveggja hópa í sam- félaginu. Hér eru annars vegar þeir sem eru fastir í reiðinni og í upphafi kreppunnar og hinsvegar þeir sem horfa fram á veginn. Það þarf að taka á þessu, það er orðinn svo ömurlegur mórall á mörgum vinnustöðum og þar er fólk að fá endalaust útrás fyrir reiði sína og óánægju. Það er himinn og haf á milli þessara hópa. Þessir sem eru reiðir kenna öðrum um óánægju sína og þeir verða alltaf óánægðir, sama hvað gert er. Hluti af þessari reiði er vegna útrásarvíking- anna, þeir reyna að halda svipuðum lífstíl, en þeim hefur í rauninni verið refsað mikið. Það er búið að útskúfa þeim, og þeir hafa einangrast mikið og misst marga vini. Þeir eiga líka sína erfiðu tíma, en eru að reyna að halda haus og sama lífstíl og áður. Fjölskyldur þessara manna hafa átt mjög erfitt og þeir sjálfir hafa glatað mannorði sínu. Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta – gerir lífið bjartara Stækkunarglerslampar Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is Vandaðir stækkunar­ glerslampar í föndur og fína vinnu. Góð birta.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.