Reykjavík


Reykjavík - 27.04.2013, Page 10

Reykjavík - 27.04.2013, Page 10
10 27. apríl 2013 Fullt nafn: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir Aldur: 39 ára (hef verið það í mjög mörg ár) Foreldrar: Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri og Margrét Kristinsdóttir sjúkraliði og nuddari Hvert liggja ættir þínar? Aðallega er ég Reykvíkingur aftur í ættir Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikari, alveg frá því að ég var 7 ára gömul Börn og barnabörn: Mín börn: Eva, Margrét, Björgvin og Róbert. Eva á síðan Fannar, Söru, Bjarna og Viktor Áka. Margrét á Karen, Rakel og Björgvin Geir. Björgvin á Eddu Lovísu og Dóru. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar þá? Sólheimum. Þar þrái ég að eignast hús. Í hvað hverfi býrðu? 101 Reykjavík Hefurðu búið erlendis? Oft og víða Stærsti sigurinn: Sigrarnir eru óendanlega margir Mesta axarskaftið: Ótrúlegt en man ekki eftir einu einasta Vandræðalegasta augnablikið: Ég á ótrúlega mörg vandræðaleg augnablik–allt frá því að gleyma að taka rúllur úr hárinu á mér yfir í að kveikja í manni á fyrsta stefnumóti! Helsta áhugamál: Leiklist Ertu tilfinninganæm? Mjöööööööög Ertu rómantísk? Mjöööööööög Hvað leið er best til að dekra við makann sinn? Það fer alveg eftir því hver makinn er. Ekki satt? Hvað er það í huga kvenna sem gera karlmenn aðlaðandi? Ég veit ekki um smekk annara kvenna en ég heillast af augum og höndum og fallegu brosi Hvað í fari karlmanna gerir konur fullkomlega afhuga þeim? Í mínu tilfelli er það húmorsleysi karla. Hver er þinn helsti kostur? Að mér finnst lífið skemmtilegt En galli? Stjórnsemi Stoppar þú í sokka? Nei Kanntu á saumvél? Einu sinni saumaði ég tvö vöggusett á einum degi. Síðan ekki snert á saumavél Skemmtilegasta hlutverk sem þú hefur leikið: Enginn leikari held ég getur gert uppá milli leikhlutverka Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hlæja með vinum mínum Ertu flughrædd? Nei, á maður að vera það? Ertu með bíladellu og hvernig bíl áttu? Mig langar alltaf í flottan kagga Er Bibba til í raunveruleikanum? Já, hún býr í Flórída Ferðastu mikið? Vinnu minnar vegna hef ég þvælst mikið innan lands og utan Fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru óteljandi Fallegasti staðurinn í útlöndum? Ég hef heillast af óendanlega mörgum stöðum um allan heim Eftirminnilegur staður? Sveitirnar í kring um Cambridge í Englandi heilluðu mig Ertu hjátrúarfull? Nei Trúir þú á líf eftir dauðann? Já Hefurðu farið til spámiðils eða trúir þú á slíkt? Ég er alveg viss um að sumir búa yfir dulrænum hæfileikum. Hver eldar oftast á heimilinu? Ég næri fjölskylduna Uppáhaldsmatur? Lambahryggur A la Edda Björgvins- dóttir Uppáhaldsdrykkur? Ananassafi – alveg ómótstæðilegur Áttu þér uppáhalds tónlistarmann eða tónlist? Öll sixties tónlist finnst mér æði Besta bókin? Þær er margar en Auður mín Jóns hrærir í hjarta mínu einmitt núna Uppáhalds leikari? Ég hef alltaf elskað Anthony Hopkins óstjórnlega. Besta útvarpsstöðin? Gufan Hvernig er best að undirbúa sig fyrir að horfa/hlusta á kosningaúr- slitin? Undirbúa sig með því að horfa á Stellu í framboði, til að hámarka spennuna. Hvað gerir þú þegar þú ert örg eða ekki í góðu skapi? Stilli Elvis í botn! Evrópusambandið, já eða nei? Já Ertu ánægð með meirihlutann í Reykjavík? Ef þú meinar þá sem stjórna Reykja- vík þá er svarið já. Ótrúlega flott fólk Ertu pólitísk? Jahá Fyrirmyndar stjórnmálamaður? Katrín Jakobs er einhver flottasti stjórnmálamaður sem við eigum, Ögmundur er mjög flottur líka. Svo vil ég fá Þórhildi Þorleifs á þing. Býrðu yfir skondinni sögu til að segja okkur? Var einmitt að rifja upp ferðalag sem ég fór til Vestfjarða um páskana–ég var 17 klukkutíma á leiðinni því ég keyrði svo hægt og var tvisvar stoppuð af lögreglunni, þeir héldu að ég væri sofandi! ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is YFIRHEYRSL A Edda Björgvinsdóttir leikari í yfirheyrslu: Hef alltaf elskað Anthony Hopkins óstjórnlega Skipholti 70 • Sími 553 0003 Nýr Fiskur daglega!

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.