Reykjavík - 27.04.2013, Síða 14
14 27. apríl 2013
Velferð óháð efnahag
Samfylkingin er velferðarflokkur. Við viljum tryggja jöfnuð og velferð óháð efnahag. Á erfiðum tímum
þar sem ríkið hefur þurft að skera niður
vegna hrunsins höfum við lagt áherslu á
að vernda kjör þeirra sem hafa lægstar
tekjur. Við höfum tryggt að skattbyrði
lágtekjufólks er nú lægri en hún var fyrir
hrun. Þannig stjórna jafnaðarmenn.
Heilbrigðisþjónusta óháð efnahag er
eitt stærsta velferðarmálið. Samfylkingin
mun nýta það svigrúm sem er að skap-
ast í ríkisrekstrinum til uppbyggingar í
heilbrigðismálum. Við höfum náð fram
mikilvægum umbótum til jöfnuðar í
heilbrigðiskerfinu.
Tannlækningar barna
Nýr samningur um tannlækningar barna
hefur verið undirritaður, sá fyrsti í 21
ár. Framvegis munu öll börn hafa sinn
eigin heimilistannlækni sem boðar börn
í reglulegt eftirlit og sér um forvarnir
og aðrar nauðsynlegar tannlækningar
þeirra. Foreldrar greiða einungis komu-
gjald sem ákveðið verður með reglugerð.
Betri almannatryggingar
Fyrsta velferðarmál Samfylkingarinnar
eftir kosningarnar verður að leggja fram
frumvarp um nýtt almannatrygginga-
kerfi. Með nýju kerfi munu greiðslur til
ellilífeyrisþega hækka að meðaltali um
25% og skerðingar verða dregnar til baka.
Kerfið verður einfaldara og skiljanlegra.
Sambærilegar breytingar fyrir örorku-
lífeyrisþega eru forgangsmál á næsta
kjörtímabili.
Afnemum
tekjutengingar barnabóta
Samfylkingin ætlar að afnema tekju-
tengingar barnabóta í skrefum enda
eiga öll börn sama rétt til Tekjutenging
barnabóta verði afnumin í áföngum
enda eiga barnabætur að vera almenn
skattaleg aðferð til að jafna skattbyrði
barnafólks og þeirra sem ekki hafa fyrir
börnum að sjá. Þannig koma þær öllum
barnafjölskyldum til góða eins og tíðkast
í nágrannalöndunum.
Nýr Landspítali
Samfylkingin mun leggja ofuráherslu á
byggingu nýs Landspítala til að tryggja
öryggi sjúklinga, boðlegt vinnuumhverfi
fyrir starfsfólk og til að auka rekstrar-
hagræði. Með nýju sjúkrahúsi munu
um þrír milljarðar sparast árlega í rekstri
en starfsemi sjúkrahússins er í sautján
byggingum í dag.
Leigjendur fái sama
stuðning og eigendur
Húsnæðismál eru velferðarmál. Við
erum með fullmótaðar tillögur um
að stuðningur ríkisins við einstak-
linga sé sá sami óháð því hvort fólk
býr í leiguhúsnæði eða eigin hús-
næði. Frá hruni hefur kostnaður
vegna húsaleigu hækkað meira en
húsnæðiskostnaður þeirra sem búa
í eigin íbúð. Ríkissjórn jafnaðar-
manna hefur hækkað húsaleigubætur
verulega og þær verða hækkaðar að
nýju um mitt ár. Við ætlum að halda
áfram á þessari braut og jafna stuðn-
ingin að fullu.
2000 nýjar leiguíbúðir
Verulegur skortur er á leiguhúsnæði.
Þessu verðum við að breyta. Leigj-
endur þurfa að geta gengið að sínu
húsnæði öruggu til lengri tíma í stað
árlegra flutninga sem oftar en ekki
eru hlutskipti leigjenda í dag. Sam-
fylkingin vill taka á með myndar-
legum hætti í þessum málum.
Við viljum að leiguíbúðum verði
fjölgað um 2000 á næsta kjörtímabili í
samstarfi við sveitarfélög og húsnæð-
isfélög á borð við Búseta. Þetta myndi
leysa brýna þörf fyrir nýtt húsnæði
og skapa grundvöll fyrir stórbættan
leigumarkað.
Ég treysti á að jafnaðarmenn og fé-
lagshyggjufólk styðji Samfylkinguna
í alþingiskosningunum í dag. Þannig
tryggjum við að atkvæði okkar hafi
áhrif og stuðli að velferð og jöfnuði
í samfélaginu.
Belladonna á Facebook
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Mikið úrval
af léttum
yfirhöfnum
Stærðir 38-58
Höfundur er
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og
skipar 1. sæti á lista
Samfylkingarinnar
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvað veistu
um borgina þína?
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Mikilvægar aðgerðir
án tafar í þágu fólksins
Ég bið fólk að íhuga og spyrja sjálft sig, hvort eitthvað af eftir-farandi kæmi því til góða:
1. Afnám almennrar verðtryggingar
og leiðrétting allra vísitölu-
tengdra húsnæðis og námslána
frá 01.11.2007 eða um allt að
45%+, stimpil og uppgreislugjöld
vegna aðgerðanna afnumin og
nauðungaruppboðum hjá sýslu-
mönnum frestað um tvö ár. Þeir
sem að gerðu upp lán sín eftir
þennan dag fá hina ólöglegu of-
greiðslu endurgreidda. Kostar
lítið sem ekkert með aðferð magn-
bundinnar íhlutunar Seðlabank-
ans og kemst á strax. Ekkert lendir
á ríkissjóði.
2. Ný íslensk mynt, stöðugleiki og
fastgengisstefna með tengingu við
Bandaríkjadal, lægri vextir, lægri
verðbólga. Lykillinn að því að geta
tekið með festu á snjóhengjum
og hrægömmum. Engir samn-
ingar út frá veikum eða tilbúnum
forsendum. Við munum ráða. för.
Kostar lítið. Mikill ávinningur.
Kemst á strax.
3. 20% flatir skattar, náð í skrefum
á 4 árum frá 01.12.2013. Lág-
markslaun lögboðin í fyrsta sinn
á Íslandi og verði kr. 240.000
á mánuði til þess að byrja með
og skattleysismörk hækkuð í kr
200.000 á mánuði frá 17.06.2013.
4. Tryggingargjald verði lækkað í 3%
strax. Afnám tolla og vörugjalda á
fatnaði, skóm, lyfjum, stoðtækjum,
tölvum og fjárfestingarvörum, ný
störf, uppbygging og verslunin inn
í landið. Lækkun á bensíni og dísel
um 30% strax.
5. Aldraðir og fatlaðir njóti hinna
nýju lágmarkslauna. Skerðingar
frá 2009 endurgreiddar að fullu.
Auðlegðarskatturinn afnuminn.
Tekjutengingar og skerðingar
tryggingabóta afnumdar með
öllu. Lífeyrissjóðum gert skylt að
verja 1% af iðgjöldum hvers árs í
ný dvalar og hjúkrunarheimili og
lagfæra eldri. Lífeyrisréttindi erf-
ist. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðanna
kjósi sér stjórnir þeirra.
6. Kvótakerfið afnumið í núverandi
mynd 01.01.2014 og leyfin færð
aftur til fólksins. Nýtt kerfi með
frjálsum botnfiskveiðum og 1/3
uppsjávarveiðileyfa færð til minni
báta og skipa svo þeir komist t.d.
á síld og makríl. Framsalog veð-
setningar afnumdar. Afgjöld hóg-
vær og hvetjandi. Atvinna, líf og
uppbygging í sjávarplássunum.
Hugrekki og eindrægni
Allt þetta og margt fleira, hefur XG-
Hægri grænir, flokkur fólksins á
stefnuskrá sinni sjá www.xg.is. Þetta
er ekki skrumkenndur loforðalisti,
heldur öfgalaus, raunsæ og úthugsuð
aðgerðaáætlun, sem að flokkurinn
ætlar að framkvæma verði hann kos-
inn til þess. Engar nefndir, athuganir
eða vangaveltur. Það er búið að skil-
greina verkefnin. Ef að þú vilt að eitt-
hvað af ofangreindu verði framkvæmt
fljótt og örugglega, þá verður að gefa
Hægri grænum afl til þess. Settu því
X við G. Annars verður allt næsta eins
og verið hefur. Vilt þú það?
Höfundur er
Kjartan Örn Kjartansson,
varaformaður XG-Hægri grænna,
flokks fólksins og í 1. sæti
listans í Reykjavík norður
Svar:þeir voru teknir úr skólavörðuholti. þar var grjótið klofið og steinarnir
hoggnir til.