Reykjavík - 12.10.2013, Page 4
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Ætlar þú að breyta um
lífsstíl?
Að námskeiðinu standa m.a.
hjúkrunarfræðingar, íþrótta-
fræðingar, læknir, næringar-
fræðingur, sálfræðingar og
sjúkraþjálfarar.
Heilsulausnir
Henta einstaklingum sem glíma við offitu,
hjartasjúkdóma og/eða sykursýki.
• Heilsulausnir hefjast mánudaginn 28. okt.
• Mán, mið og fös kl. 07:20, 12:00 eða 17:30
• Verð kr. 17.500 pr. mán í 12 mán.
• Skráning í síma 560 1010
eða á mottaka@heilsuborg.is
Kynningarfundur
miðvikudaginn 16. október kl. 17:30
– Allir velkomnir!
ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ?
Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-,
mótorhjóla og snjósleðasætum.
Húsbílaklæðningar og öll almenn
bólstrun. Við erum þekktir fyrir
fljóta og góða þjónustu.
Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is
Formbólstrun
Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogdur.is
1000 gr.
sængur
Verslun og vefverslun
Laugavegi 69 S. 551-7955
Allt okkar úrval á:
www.hokuspokus.is
ALLT FYRIR HALLOWEEN
Grímur, gervi og skraut
Betra
verð!
Meira
úrval!
12. október 20134
SKEMA:
Stelpur og strákar í forritun
Skema ehf. stendur fyrir nám-skeiðum fyrir ungt fólk í leikja-forritun auk þess að vinna að
rannsóknum og þróunarverkefnum í
samstarfi við grunn- og framhaldsskóla
landsins.
Skema var stofnað í framhaldi af
því að hugmyndin „Börn í Undralandi
Tölvuleikjanna“ hlaut titilinn „Fræ
ársins 2011“ í frumkvöðlasamkeppni
Háskólans í Reykjavík, Össurar hf.,
Samtaka iðnaðarins, Klak, Landsvirkj-
unar og Eyri Invest ehf. Aðferðafræði
Skemu í kennslu og rannsóknum er
þverfagleg og tvinnar saman þekkingu
í sálfræði, kennslufræði og tölvunar-
fræði. Markmiðið er að kenna ungu
fólki frá 6 ára aldri að forrita en í starfs-
mannahópi Skema eru sérfræðingar
með menntun í tölvunarfræði, sálfræði,
stærðfræði og kennsluréttindum.
Skema í samstarfi við Microsoft á Ís-
landi og Háskólann í Reykjavík stóð
fyrir forritunarkeppni „Kodu Gam
Lab Challenge“ þar sem Kjartan Örn
Styrkársson10 ára Skema strákur bar
sigur úr býtum. Hægt er að kynna sér
þjónustuna á www.skema.is.
Ritstjóri settist niður með fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins Rakel
Sölvadóttur og ræddi starfsemi fyrir-
tækisins og framtíðaráform.
Hvers konar þjónustu býður Skema
upp á? Skema býður upp á þjónustu
sem varðar uppbyggingu á menntun í
takt við tækniþróun. Við bjóðum m.a.
upp á ýmis námskeið í forritun fyrir
ungt fólk á öllum aldri, námskeið fyrir
kennara í bæði forritun og notkun á
spjaldtölvum, stuðning til skóla/
sveitarfélaga við innleiðingu á forritun
og/eða spjaldtölvum auk námskeiða
fyrir fyrirtæki og forelda.
Af hverju finnst þér nauðsynlegt
að kenna ungu fólki að forrita? Hag-
kerfi framtíðarinnar byggir á tækni,
tæknilæsi og þekkingu. Í dag er þjóð-
félagið háð tæknimenntuðu fólki til
að hægt sé að nýta tæknina eins mikið
og mögulegt er. Mikil eftirspurn er á
markaði eftir tölvu- og tæknimenntuðu
fólki og fjölbreytt tækifæri í boði. Við
þurfum að byrja strax að þjálfa upp
næstu kynslóð og efla tölvufærni í þágu
þverfaglegrar hæfni í framtíðinni. Við
þurfum að læra að vinna með tölvuna
en ekki bara vinna á hana – líkt og við
þurfum að læra að skrifa jafnt sem
lesa. Það þarf því að gera umbætur í
kennslustarfi í takt við tækni- og þjóð-
félagslegar breytingar og koma kennslu
í forritun inn í almenna kennslu í
grunn- og framhaldsskólum landsins.
Nú eru flestir forritarar strákar – af
hverju eru stelpur ekki að forrita? Með
því að hefjast handa snemma og helst
fyrir unglingsárin þá fá bæði kynin
tækifæri til að sjá möguleikana sem
tæknin getur boðið þeim upp á. Þau
geta farið úr því að vera hinn hefð-
bundni neytandi yfir í að skapa sín
eigin forrit. Það er í kringum unglings-
árin sem við festum í sessi stereótýpur.
Flestir verða hræddir við tækni og for-
ritun því að umhverfið segir okkur að
aðeins nördar geti lært að forrita og að
það sé ótrúlega erfitt og þá sérstaklega
fyrir stelpur. Ef börn fá snemma að
kynnast forritun á jákvæðan hátt mun
tæknin horfa allt öðruvísi við þeim og
mörg hver vilja læra meira og byrja
jafnvel að móta framtíðina í átt að
tækninámi.
Annars er gaman að segja frá því að
Ísland getur státað sig af því að eiga
Tæknistelpu Evrópu (Digital Girl of the
Year 2013), Ólínu Helgu Sverrisdóttir
(13 ára), en hún mun taka á móti
viðurkenningunni í Litháen í byrjun
nóvember. Okkur vantar fleiri svona
fyrirmyndir til að brjóta upp þessa nei-
kvæðu nördaímynd sem hefur verið
ríkjandi fram til þessa.
Af hverju ættu stelpur að kynna sér
forritun? Kynin eru ólík, það verður
að viðurkennast og það er mikilvægt
að ná sýn beggja kynja inn í heim
tækninnar. Ef að konur koma ekki að
sköpun tækninnar þá heldur þróunin
áfram að vera byggð út frá þörfum karl-
anna og eða þeirra getgátum um þarfir
kvenna til tækni. Síðan getur forritun
líka bara verið svo skemmtileg og skap-
andi að það ættu allir í það minnsta að
fá tækifæri til að spreyta sig til að geta
út frá þeirri upplifun metið hvort þetta
sé eitthvað sem viðkomandi vill leggja
meiri rækt við.
Hvaða ráð myndir þú gefa ungu
fólki sem hefur áhuga á forritun? Taka
skrefið og hefjast handa við að byrja
að forrita - þetta eru engin geimvísindi
og því ekkert að óttast. Skema stendur
fyrir fjölda námskeiða þar sem hægt
er að byrja á jákvæðan og uppbyggi-
legan hátt og síðan eru líka nokkrir
skólar farnir af stað með innleiðingu
á forritun sem hluta af skólanámskrá.
SGK
Rakel í viðtali við BBC news
Í viðtali Alex Hudson við Rakel á BBC news kemur fram að SKEMA hafi þróað leiðir fyrir krakka til
að forrita frá 6 ára aldri. Í viðtalinu
kemur fram að Rakel er með ADHD
og þegar hún upplifði það að sonur
hennar sem einnig er greindur með
ADHD var að lenda í sömu erfið-
leikum og hún í skólakerfinu þá fannst
henni að eitthvað þyrfti að breytast.
Það sem hafi vakið fyrir henni var að
finna leið til að kenna krökkum að
forrita sem væru með athyglisbrest eða
önnur frávik sem oft valda námsörð-
ugleikum. Í kennslunni er ekki reynt
að kenna krökkum að finna villur í
forritunarmáli heldur er stuðst við
þrívíða leiki á borð við Angry birds
og Game Craft til að kenna krökku
grundvallaratriði forritunar.
Gullna reglan á öllum námskeiðum
er að allir þurfa að vera hamingju-
samir og læra aðferðir til að verða
það t.d. með því að bíta í blýant sem
æfir sömu vöðva og það að brosa og
sendir því sambærileg skilaboð til
heilans sem framleiðir Endorfín sem
gerir mann glaðari. Það að vera glaður
gerir heilann móttækilegri og eykur
líkurnar á því að þú munir það sem þú
lærir. Önnur tækni er að krakkarnir
læri hver af öðrum en í viðtalinu segir
Rakel frá því að SKEMA er með 60 að-
stoðarkennara frá aldrinum 8-16 ára,
oft krakka sem eru með einhverskonar
frávik á borð við ADHD og einhverfu.
Í viðtalinu kemur fram að eftir að
hafa kennt um 1.700 nemendum á Ís-
landi hafi áhugi á verkefninu kviknað
erlendis en SKEMA er komin af stað
með verkefni í Barcelona á Spáni, Red-
mond í Bretlandi. Til stendur að opna
miðstöð í Bandaríkjunum auk þess
sem aðilar frá Danmörku og Slóvaníu
hafa sýnt aðferðafræði SKEMU áhuga.
Samkvæmt Alex þá gæti þekking fyr-
irtækisins orðið ein besta útflutnings-
vara Íslendinga í framtíðinni.
Sjá tengil á viðtalið í heild sinni á
www.skema.is