Reykjavík


Reykjavík - 12.10.2013, Blaðsíða 10

Reykjavík - 12.10.2013, Blaðsíða 10
10 12. október 2013 Reykjavíkurborg ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is R ey kj av ík u rb o rg o kt ó b er 2 01 3 Garðeigendur eru hvattir til að klippa trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk, yfir gangstéttir og stíga. Höfum í huga: Umferðarmerki séu sýnileg, gróður byrgi ekki götulýsingu, gangandi og hjólandi eigi greiða leið um stíga og þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má gróður yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar. Tökum höndum saman – og hugsum út fyrir garðinn, klippum trén svo að leiðin sé greið allt árið! Er leiðin greið? R E Y K J A V Í K U R B O R G Bleikur október í 14 skiptið Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er bleikur október hafinn í fjórtánda skiptið með Bleiku slaufuna fremsta í fylkingu. Bleik stemning er um alla borg, byggingar og mannvirki baðaðar bleikum ljósum- saman ber myndir sem ljósmyndari blaðsins tók víða um borgina. Fólk skartar sínu bleikasta bleika dressi á Bleika deginum sem haldinn um allt land í gær. Í næstu viku verður bleika kvöldið haldið með aðeins öðru sniði en verið hefur undanfarin ár. Veitingastaðir um allt land hafa gengið til liðs við okkur(hvaðað okkur) og munu fimmtudagskvöldið 17. október gefa hluta af sínum ágóða til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þá geta lands- menn lyft sér upp, farið út að borða með fjölskyldu eða vinum og styrkt um leið gott málefni. Um síðustu helgi var fyrsta Bleika slaufan afhent í Bleika herberginu í Hörpu en það var Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra sem af- henti fyrstu slaufuna en frá og með 1. október verður slaufan fáanleg um allt land. Í ár verður átakið með nýstár- legum hætti því meðfram sölu á slauf- unni var vakin athygli á málstaðnum með uppboði á bleikaslaufan.is þar sem óvæntir hlutir og viðburðir voru boðnir upp á hverjum degi í 10 daga frá 2. til 11. október þannig að nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í því. 11.okt er á föstudegi Bleika Slaufan er tákn Krabba- meinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Slaufan í ár er hönnuð af þeim Ástþóri og Kjart- ani gullsmiðum hjá Orr. Form slauf- unnar myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn í miðju. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að. SGK Barna- og BrandaraHornið BRANDARAR: Læknir læknir það tekur enginn eftir mér. Næsti gjörið þið svo vel. Einu sinni var maður sem fór útí dýrabúð. Áttu nokkuð fuglafræ? Spurði hann afgreiðslumannin. Já - hvað áttu marga fugla? Engan en ég ætla að sá fyrir nokkrum. Nonni: Vitleysingur var leiðsögumaðurinn sem sýndi okkur minjasafnið. Mamma: Nú af hverju? Nonni: Hann sýndi okkur leirker og sagði okkur að þau væru 3000 ára gömul hann platar mig ekki það er bara árið 2010. Palli: Af hverju ertu að klappa? Þetta er ömurlegt leikrit. Jón: Ég geri það til að halda mér vakandi. SUDOKO FYRIR KRAKKA Fengin að láni á vefsíðunni http://www.dailysudoku.com Barnahornið Sudoko fyrir krakka Fengin að láni á vefsíðunni http://www.dailysudoku.com Brandarar: Læknir læknir það tekur enginn eftir mér Næsti gjörið þið svo vel Einu sinni var maður sem fór útí dýrabúð Áttu nokkuð fuglafræ? Spurði hann afgreiðslumanninn Já - hvað áttu marga fugla? Engan en ég ætla að sá fyrir nokkrum. Nonni: Vitleysingur var leiðsögumaðurinn sem sýndi okkur minjasafnið Mamma: Nú af hverju? Nonni: Hann sýndi okkur leirker og sagði okkur að þau væru 3000 ára gömul hann platar mig ekki það er bara árið 2010. Palli: Af hverju ertu að klappa? Þetta er ömurlegt leikrit. Jón: Ég geri það til að halda mér vakandi.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.