Reykjavík - 12.10.2013, Blaðsíða 9
912. október 2013
Ásmundur Sveinsson:
Meistarahendur
fyrirlestur Sigurðar Pálssonar,
sunnudag 13. október kl. 15 í Listasafni Reykjavíkur
Á sunnudaginn verður áfram-hald á þeirri kynningu sem hófst í vor á Ásmundi
Sveinssyni myndhöggvara í tilefni af
því að í ár eru 120 ár liðin frá fæðingu
hans. Að þessu sinni mun Sigurður
Pálsson skáld ræða um stefnur og
strauma í listum og menningu í
Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar,
en Ásmundur dvaldi í París á þriðja
áratugnum. Sigurður var sjálfur við
nám í París frá 1967 til 1974 og aftur
frá 1977 til 1982.
Ásmundur flutti frá Stokkhólmi til
Parísar vorið 1926 en hann hafði verið
nemandi við sænsku listaakademíuna
um árabil. Hann dvaldi í París í þrjú
ár við nám í nokkrum listaskólum
og hafði sína eigin vinnustofu. Ás-
mundur tók á þessum árum þátt í al-
þjóðlegum listsýningum sem haldnar
voru í París og fengu verk hans góða
dóma í þekktum listatímaritum. Dag-
skráin hefst klukkan 15. Aðgangur
er kr. 1200 en frítt er fyrir handhafa
Menningarkorta.
Erró - Heimurinn í dag
sýning á nýjum verkum Erró verður opnuð í dag í Hafnarhúsinu
kl. 16 undir yfirskriftinni Heimurinn að viðstöddum listamanninum.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, opnar sýninguna. Við sama tækifæri afhendir Erró
verðlaunafé og viðurkenningu úr
Listasjóði Guðmundu S. Kristins-
dóttur listakonu sem þykir skara fram
úr. Sjóðinn stofnaði Erró til minningar
um frænku sína Guðmundu og er
honum ætlað að efla og styrkja list-
sköpun kvenna.
Sýningarstjóri er Danielle Kvaran
en á sýningunni eru tæplega 70 verk
sem Erró hefur gefið Listasafni Reykja-
víkur síðustu tvö ár. Erró hefur sýnt
Listasafni Reykjavíkur mikinn rausn-
arskap í gegnum tíðina en allt frá árinu
1989 hefur hann fært safninu yfir 4400
verk sem spanna allan hans æviferil.
Verkin á sýningunni Heimurinn í
dag eru gerð á ellefu ára tímabili og
sýna nýjan kafla í listsköpun Errós
þar sem hann skapar sína eigin mynd-
rænu veröld með nýjum efnistökum
og myndefni. Hann notar fjölbreytt
efni, aðferðir og tækni við listsköpun
sína en verkin eru samklippimyndir,
vatnslitamyndir, smeltiverk, málverk
og yfirmálað stafrænt prent á striga.
Erró heldur áfram að gera tilraunir
með efni og aðferðir. Á síðastliðnum
árum hefur hann í auknum mæli unnið
með stafræn prent af ólíkum stærðum
þar sem hann kannar nýjar leiðir við að
endurnýja málverkið. Samhliða þessu
heldur Erró áfram að þróa eða endur-
skoða myndbyggingu verka sinna.
Hann leikur sér af mikilli fagmennsku
með að byggja upp verk þar sem hann
ýmist raðar myndum eða myndbrotum
lárétt eða lóðrétt. Myndefnið tengist oft
hugmyndum listamannsins um orku
og hvernig hún getur birst sem ofbeldi,
náttúruhamfarir, erótík og stríð.
Listasafn Reykjavíkur hefur haldið
alls 24 sýningar á verkum Errós í
Hafnarhúsinu frá því það var tekið til
notkunar sem eitt af listasöfnum borg-
arinnar árið 2000. En ávallt eru sýn-
ingar á verkum listamannsins í húsinu.
Fréttatilkynning
frá Listasafni Reykjavíkur
Listafélag með
samfélagslegt
leiðarljós
Við Háteigskirkju í Reykjavík hefur nýtt listafélag tekið til starfa. Mark-
mið Listafélags Háteigskirkju er að
standa fyrir gróskumiklu tónlistarstarfi
í Háteigskirkju, bæði með tónleikahaldi
og við helgihald safnaðarins. Félagið
mun starfa allan ársins hring og gefa út
tónleikadagskrá sína fyrir hvert misseri.
Hugmyndin að baki Listafélaginu
er að auðvelda listamönnum að koma
fram með því að lána þeim kirkjuna
endurgjaldslaust. Jafnframt heldur
þetta fyrirkomulag miðaverði frekar
niðri. Þannig nær Háteigskirkja því
s a m f é l a g s l e g a
markmiði sínu að
auðvelda tónlist-
arfólki að koma
fram og jafnframt
að auðvelda tón-
leikagestum að
sækja fleiri tón-
leika með sem
ódýrustum hætti.
Tónleikaröðin Á ljúfum nótum í Há-
teigskirkju er alla föstudaga í hádeginu
kl. 12:00-12:30 og er undir listrænni
stjórn Lilju Eggertsdóttur. Lengri tón-
leikar eru einnig á tónleikadagskránni,
einkum á fimmtudagskvöldum og um
helgar.Sjá nánari upplýsingar á www.
hateigskirkja.is.
Byggt á fréttatilkynning
frá Háteigskirkju.
Kærleikurinn og hrunið
Heimspekikaffi í Gerðubergi
miðvikudaginn 16. október, kl. 20
Kærleikur var eitt af þeim gildum sem þjóðin kallaði á eftir hrun. Vex og þverr
kærleikur í samfélaginu eftir tíðar-
andanum? Hvernig hefur gengið að
efla kærleikann á liðnum árum? Eru
til margar tegundir af kærleika og ef
svo er, hvernig lýsa þær sér?
Kærleikurinn verður í kastljósinu á
heimspekikaffi í Gerðubergi miðviku-
daginn 16. október. Gunnar Hersveinn
rithöfundur og heimspekingur og Sig-
ríður Guðmarsdóttir sóknarprestur
í Guðríðarkirkju og doktor í heim-
spekilegri guðfræði efna til lifandi
umræðu um kærleika fyrir og eftir
hrun og velta upp fjölmörgum hliðum
hans með hjálp gesta sem einnig láta
ljós sitt skína.
Byggt á fréttatilkynning frá Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi
Menningarhátíð Seltjarnarness
Menningarhátíð Seltjarnarness fer fram um helgina en setn-ing hennar var í Bókasafni
Seltjarnarness Eiðistorgi síðastliðinn
fimmtudag
Á hátíðinni er leitast við að feta
ótroðnar slóðir með samvinnu ólíkra
hópa lærðra og leikra, yngri og eldri
bæjarbúa auk þess að tengja saman
listir og vísindi. Áhersla er lögð á að
nýta þann mikla kraft, menntun, þekk-
ingu og reynslu sem býr í bæjarfélaginu
í bland við framlag fagfólks á ýmsum
sviðum lista og menningar annars staðar
frá. Umfangsmikil dagskrá verður frá
morgni til kvölds víða um bæinn. Dag-
skráin er sniðin að öllum aldurshópum
og ókeypis er á alla viðburði.
Á fimmtudag voru opnaðar sýn-
ingar, Valgarðs Gunnarssonar í
Eiðsskeri, samsýningin Á Milli bóka
þar sem lærðir og leiknir listamenn
sýndu verk sín auk sýningar úr lífi
og starfi rithöfundarins Guðrúnar
Helgadóttur í barnadeild safnsins.
Í Safnahúsinu leiddu Sigtryggur
Baldursson og Stjörnuskoðunarfélag
Seltjarnarness gesti um undraheima
tónlistar og stjarna, útibíó var við
Borholuhús við Bygggarða þar sem
Kristín Gunnarsdóttir sýndi videoverk.
Sýningin Hannað út fyrir rammann
úr smiðju Sigga Heimis bæjarlista-
manns með eldri borgurum og grunn-
skólanemendum var við sundlaugina.
Í gær gröffuðu myndlistarmennirnir
Karlotta Blöndal og Hildigunnur
Birgisdóttir með eldri borgurum
og grunnskólanemum útilistaverk í
undirgöngunum við Björnsbakarí. Ís-
landsbanki bauð upp á djasstónleika á
Eiðistorgi og ungmennahátíðin Skelin
var opnuð í nýju ungmennahúsi á Sel-
tjarnarnesi.
Óhætt er að mæla með dagskránni
um helgina sem hefst með morgun-
verðaboði á Eiðistorgi frá 9:30-11:30
í boði Björnsbakarís þar sem boðið
verður upp á rúnstykki, skúffukökur
og drykki auk þess sem óvæntur ham-
ingjuviðburður gæti brotist út fyrir-
varalaust. Listamennirnir á bak við
sýninguna Á milli bóka taka á móti
gestum í bókasafninu og haldin verður
bókasmiðja fyrir 6-11 ára börn kl. 11-13
þar sem Ásdís Kalman mun leiðbeina
krökkum um gerð þrívíðra bókverka
út frá bókum Guðrúnar Helgadóttur.
Dagurinn endar á hátíðardagskránni
Óvitar og annað fólk í Félagsheimili
Seltjarnarness kl 14-16 sem haldin er
í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli
Guðrúnar Helgadóttur.
Á morgun sunnudag hefst dagskráin
með sundlaugarfloti með sígildri tónlist
kl. 10-11, guðsþjónusta kl 11 og fræðslu-
morgun í Seltjarnarneskirkju kl. 10 þar
sem Margrét Hrefna Sæmundsdóttir
mun segja frá efni BA ritgerðar sinnar
„Helgar meyjar í íslenskri miðaldalist“
auk þess sem opnuð verður sýning á
málverkum Soffíu Sigurjónsdóttur og
Maríu Bjarnadóttur í safnaðarheim-
ilinu. Staðið verður fyrir þremur
byggingarlistagöngum; Þær Sólveig
Berg Björnsdóttir og Ásdís Ágústdóttir
arkitektarnir að Safnahúsinu munu
segja frá hugmyndafræði hússins kl 13.
Í lyfjafræðisafninu fá gestir leiðsögn um
bygginguna og einstakar apóteksinn-
réttingar frá síðustu öld og tæki og tól
sem notuð hafa verið til lyfjagerðar.
Arkitektinn Hörður Harðarson leiðir
gesti um Seltjarnarneskirkju.
Auk þess verða ýmsir listamenn
með opnar vinnustofur bæði í dag og
á morgun kl. 13-16. Hátíðarlok verða
í Félagsheimilinu með fjölbreyttri dag-
skrá kl. 16-17:30.
Byggt á fréttatilkynningu og dagskrá