Reykjavík - 11.01.2014, Síða 2
2 11. janúar 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Ráðherra kærður til lögreglu
Frh. af forsíðu:
Evelyn hefur haldið því fram að Tony sé barnsfaðir hennar, en hún er ólétt og á að eiga í
mánuðinum. Omos var synjað um hæli
og var hann sendur úr landi skömmu
fyrir jól að sögn DV.
Heimildir Reykjavíkur vikublaðs
herma að lögmaður Tonys Omos hafi
kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
innanríkisráðherra, og alla starfsmenn
ráðuneytisins, til lögreglu fyrir að setja
minnisblaðið í dreifingu. Kæran mun
byggja á ákvæðum almennra hegn-
ingarlaga um ranglæti stjórnvalds við
úrlausn eða meðferð máls, en fang-
elsisdómar liggja við slíkum brotum.
Þá byggir kæran einnig á ákvæði
hegningarlaga um aðdróttanir og
ærumeiðingar.
Kæran var send fyrir jól, eftir því
sem næst verður komist. Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð-
isins sagðist ekki hafa heyrt af málinu
þegar blaðamaður ræddi við hann á
fimmtudag.
Lögmaður Evelyn kærði málið
einnig til ríkissaksóknara.
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur
tjáð sig um málið í fjölmiðlum og á
Alþingi. Hún hefur sagt að gögn af
þessu tagi gætu ratað til fjölmiðla frá
lögmönnum, auk þess að benda á rík-
islögreglustjóra, Útlendingastofnun og
Rauða krossinn. Hún sagði á Alþingi
16. desember: „Við getum ekki fundið
því stað, forsvarsmenn og stjórnendur
ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið
út úr ráðuneytinu.“
Hún svaraði ekki spurningum um
málið eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Konan við 1000° þýdd á 12 tungumál:
„900 spurningar frá
hverjum þýðanda“
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000° hefur hlotið góðar viðtökur víðar en hér á
landi. Bókin hefur þegar verið þýdd
á sex tungumál og sex þýðingar til
viðbótar eru væntanlegar.
Bókin hefur þegar verið þýdd á
þýsku, dönsku, frönsku, spænsku,
katalónsku og pólsku, en þýðingar
á ítölsku, ungversku, rússnesku,
hollensku, norsku og litháísku eru
væntanlegar. Þetta er þó ekki met
hjá Hallgrími í þessum efnum, því
bókin 101 Reykjavík var þýdd á 14
tungumál.
„Elska að sjá talað
illa um Íslendinga“
„Það er auðvitað gaman að sjá verk
sín þýdd og gaman að fylgjast með
viðbrögðum sem geta verið mismun-
andi eftir löndum,“ segir Hallgrímur
í samtali við Reykjavík vikublað.
„101 Reykjavík gekk til að mynda
betur á Ítalíu en víða annarstaðar
vegna þess að ítalskir karlmenn búa
margir heima hjá mömmu til fer-
tugs. Rokland gekk best í Danmörku,
væntanlega af því Danir elska að sjá
talað illa um Íslendinga.“
Þúsundir spurninga
Hallgrímur segir að mikil vinna fari
í samskipti við þýðendur. „Ég nota
mikið af tilbúnum orðum, sem finn-
ast ekki í orðabókum, og stundum
halda þeir að ég sé alltaf allan tímann
með orðaleiki. Ég fæ að meðaltali 900
spurningar frá hverjum þýðanda. Ég
las dönsku og þýsku þýðingarnar yfir
en ekki aðrar. Maður hefur ekki tíma
í þetta allt og svo er katalónskan mín
bara ekki nógu góð.“
Fastur í Konunni
við 1000°
En fer ekki töluverður tími í þessar
erlendu útgáfur, umfram vinnu við
þýðingar? Svo sem við að kynna
bækurnar?
„Ég er eiginlega búinn að vera
fastur í þessari bók (Konunni við
1000°) í tvö ár, að svara fyrir skandala
hér og þar, lesa yfir þýðingar, svara
þýðendum og ferðast til að kynna
hana, semja leikgerð upp úr henni
og ég veit ekki hvað og hvað. En nú
er að rofa til og ég fer að geta einbeitt
mér að næstu bók.“
Óvænt vesen
Í framhaldinu mætti spyrja hvort
slíkri útbreiðslu bókarinnar Konan
við 1000° fylgi ekki vænar peninga-
summur.
„Peningur?“ spyr Hallgrímur. „Ég
lenti í smá óhappi með The Hitman’s
Guide to Housecleaning sem fór í
efsta sætið hjá Amazon,“ segir Hall-
grímur en ensk þýðing bókarinnar
Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og
byrja að vaska upp, kom út á Amazon
í byrjun síðasta árs.
„Allt í einu fóru að streyma inn
peningar og maður endaði með
ægilegar tekjur á síðasta ári. Það var
óvænt og smá vesen því ég hafði þá
fengið listamannalaun. En yfirleitt
eru þetta nú bara smá búbætur hér
og þar,“ segir Hallgrímur Helgason.
Slagur um fimm milljarða kvóta
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði íhuga að krefjast forkaupsréttar á skipi og veiðiheimildum Stál-
skipa, stórútgerðar í bænum. Stálskip
í Hafnarfirði hafa sagt upp um 40 sjó-
mönnum á togaranum Þór Hf. 4. Skipið
er til sölu, samkvæmt upplýsingum frá
Stálskipum. Ýmsir hafa sýnt skipinu
áhuga, þar á meðal Síldarvinnslan í
Neskaupstað.
Stálskip hafa undanfarið gert út þetta
eina skip og eru með kvótamestu út-
gerðum landsins. Yfir einu prósenti alls
fiskveiðikvóta á Íslandsmiðum hefur
verið úthlutað til útgerðarinnar. Ætla
má að virði kvótans eins og sér sé í
kringum fimm milljarða króna.
Samherjamenn
á bak við tjöldin
Heimildir blaðsins herma að Síldar-
vinnslan í Neskaupsstað, sem er
stærstum hluta í eigu Samherja, hafi
sýnt skipinu áhuga og að einhverjar
þreifingar hafi átt sér stað. Þó hefur
ekki fengist staðfest að samið hafi
verið um sölu, formlega eða óformlega.
Blaðið hefur einnig fregnað að fleiri
útgerðarfyrirtæki en Síldarvinnslan/
Samherji hafi sýnt Þór Hf. 4 áhuga.
„Hlýtur að koma til álita“
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði kynnu
hins vegar að krefjast forkaupsréttar
á skipi og aflaheimildum. „Það hlýtur
að koma til álita hjá okkur að skoða
leiðir til þess að kvótinn og þessi út-
gerð verði áfram í bænum. Þetta eru
umsvif sem skipta máli,“ segir Guðrún
Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi Vinstri
grænna. Eftir því sem blaðið kemst
næst myndi bærinn seint hefja bæjar-
útgerð, en gæti, í krafti forkaupsréttar,
haft milligöngu um að útgerð og veiði-
heimildir haldist í bænum. Þetta hefur
hins vegar ekki verið rætt formlega í
stofnunum bæjarins.
Málaferli vegna
forkaupsréttar
Samkvæmt lögum hefur sveitarfélag
forkaupsrétt að skipum sem skráð eru
í sveitarfélaginu. Vestmannaeyjabær
á í málaferlum vegna kaupa Síldar-
vinnslunnar/ Samherja á útgerðinni
Bergur-Huginn. Sveitarfélagið krefst
þess að fá forkaupsrétt og vill halda
útgerð og veiðiheimildum í bænum, en
ekki hefur verið orðið við því.
Dýr kvóti
Samkvæmt upplýsingum frá Fiski-stofu hafa Stálskip fengið úthlutað
um 1,3 prósentum af heildarkvót-
anum á Íslandsmiðum. Þetta eru um
4.800 þorskígildistonn. Blaðið hafði
samband við Reyni Þorsteinsson hjá
Kvótamarkaðnum og fékk hjá honum
tölur yfir verð á aflaheimildum. Út
frá því má áætla virði kvótans í
einstökum tegundum sem Stálskip
fá úthlutað á togara sinn Þór Hf. 4.
Teknar eru saman upplýsingar um
verð á þeim tegundum þar sem Stál-
skip fá mestu úthlutað, en auk þeirra
hafa Stálskip einnig fengið úthlutað
kvóta í Grálúðu, Steinbít, Gulllaxi og
fleiri tegundum.
Tegund Kvóti verð á kg.
Úthlutað
magn kg. Samtals kr.
Þorskur 2.300 1.359.988 3.127.972.400
Ýsa 2.300 320.913 738.099.900
Ufsi 850 756.353 642.900.050
Karfi 900 1.655.842 1.490.257.800
Djúpkarfi 350 338.341 118.419.350
4.776.649.500
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.
Sigríður Friðjónsdóttir.
„Hrákasmíð“ Bjartar framtíðar
Frumvarp Bjartrar fram-tíðar um að leggja niður mannanafnanefnd leysir engan
vanda, að mati Eiríks Rögnvaldssonar,
prófessors í íslenskri málfræði við Há-
skóla Íslands.
Úrskurðir mannanafnanefndar
hafa oft verið umdeildir. Sam-
kvæmt frumvarpinu verður nefndin
lögð niður og kvaðir um ættarnöfn
felldar brott úr lögunum. Hlutverk
mannanafnanefndar verður flutt til
ráðherra samkvæmt frumvarpinu.
Frumvarpið hefur verið rætt á Al-
þingi og er nú í höndum allsherjar- og
menntamálanefndar þingsins.
Eiríkur tekur undir með þing-
mönnum Bjartar framtíðar um að
lög um mannanöfn séu gölluð, en
segir frumvarpið lýsa vanþekkingu.
„Það leysir engan vanda að leggja
mannanafnanefnd niður en halda
lögunum annars óbreyttum að veru-
legu leyti. Það er algerlega fráleitt að
ætla ráðherra að skera úr ágreinings-
málum.“ Þess utan tæki það fyrirkomu-
lag sem lagt er til í frumvarpinu tíma
frá ráðherra, sem auk þess hefði engar
forsendur til að skera úr málfræði-
legum vafamálum. Hann yrði að hafa
einhverja sér til ráðgjafar. „Þar væri
mannanafnanefnd komin inn aftur
bakdyramegin,“ segir Eiríkur. Ekki
verði séð að menn verði neinu bættari
við það. „Þar fyrir utan er frumvarp
Bjartrar framtíðar hrákasmíð og ef það
yrði samþykkt yrðu lög um mannanöfn
full af innri mótsögnum.“
Eiríkur rögnvaldsson.
Hallgrímur Helgason.
Kápa bókarinnar í ítölsku þýð-
ingunni.
„Geturðu sagt þeim að þetta er mjög erfitt,“ sagði sorphirðumaður frá reykja-
víkurborg, þar sem hann ásamt félögum sínum sótti hátíðarsorpið í glerhálku
og snjó um síðustu helgi og bað ljósmyndara blaðsins fyrir þessum skilaboðum
til lesenda. nokkuð hefur borið á svellbunkum á stéttum og tröppum í tíðarfari
síðustu daga. Það gerir ekki aðeins sorphirðumönnum erfitt fyrir, heldur einnig
póst- og blaðburðarfólki sem og öðrum gangandi vegfarendum.