Reykjavík


Reykjavík - 11.01.2014, Qupperneq 14

Reykjavík - 11.01.2014, Qupperneq 14
FJARNÁM Skráning á vorönn stendur til 14. janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam 14 11. janúar 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Einkaviðtal við Gro Harlem Brundtland: Jafnréttið verðmætara en olían Jafnrétti kynjanna skilar meiru til þjóðarbúsins í Noregi heldur en allur olíuiðnaðurinn samanlagt. „Rannsóknir sýna að framlag kvenna hér er mikið. Raunar svo mikið að þátttaka kvenna í atvinnu- og efnahagslífinu, bara þátttakan sem er umfram meðaltal annars staðar, hefur meiri áhrif á þjóðarframleiðsluna í Noregi, en sem nemur gervöllum olíuiðnaðinum,“ segir Gro Harlem Brundtland, fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs. Reykjavík vikublað átti einkavið- tal við hana á ráðstefnu sem nýlega var haldin í Osló, Women, Power and Politics, en í fyrra voru 100 ár liðin frá því að norskar konur fengu kosningarétt. Brundtland flutti ræðu á ráðstefnunni sem hlaut afar góðar viðtökur og mikið lófaklapp. Brundtland segir að jafnrétt kynj- anna snerist ekki aðeins um mann- réttindi, heldur sýndi þetta dæmi, og raunar mörg önnur, að jafnrétti væri ekki síður mikilvægt efnahagsmál. Hún nefndi einnig önnur ríki. Ef atvinnuþátttaka bandarískra kvenna yrði á við atvinnuþátttöku karla, þá myndi þjóðarframleiðsla Bandaríkj- anna aukast um 5 prósent. Sambæri- legt hlutfall í Japan yrði 9 prósent, og 12 prósent í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Brundtland segir að breytingar verði ekki yfir nótt. Hún rifjar upp stöðu mála um miðja tuttugustu öld. Þá hafi blasað við norskum stúlkum að verða húsmæður. „Þær fengu meira að segja færri tíma í stærðfræði en strákar, en á móti lærðu þær að elda mat. Að verða heimavinnandi húsmóðir var það sem ætlast var til af stúlkum.“ Óttast bakslag Þetta hafi nú breyst, en það hafi ekki gerst baráttulaust. Hún hafi nú áhyggjur af bakslagi í jafnréttisbarátt- unni. „Stelpur og strákar halda kannski að þau geti gleymt jafnrétti kynjanna. Það sé búið að ná því og ekki þurfi að hugsa meira um það. En þetta er hættulegt hugarfar,“ segir Gro Harlem Brundtland. „Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar og vinna að jafnrétti,“ segir hún og bætir við, að þótt margir áfangar hafi náðst í Noregi, sé jafn- rétti kynjanna ekki náð. Enn fremur séu vísbendingar um að kynbundinn launamunur fari vaxandi. Gro Harlem Brundtland nefnir að margt hafi verið gert til að bæta stöðu kynjanna. Það hafi þurft mark- mið, löggjöf og pólitískan vilja til að fylgja þessu eftir. Jafnréttið komi ekki af sjálfu sér. Hún bendir meðal annars á lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og rúmt fæðingarorlof. „Atvinnuþátttaka norskra kvenna er með því mesta sem þekkist og á sama tíma er fæðingar- tíðni í Noregi einnig ein sú hæsta í Evrópu. Það á ekki að setja konur í þá stöðu að þurfa að velja hvort þær vilji starfsframa eða eignast börn. Þetta er sameiginlegt verkefni karla og kvenna. Við höfum efni á því. Ekki vegna olíunnar, heldur vegna þess að slík stefna eykur atvinnuþátttökuna og bætir samfélagið. Nú fara 90 prósent norskra karla í fæðingarorlof. Þetta hefur í för með sér að stjórnendur fyrirtækja líta sömu augum á karla og konur þegar kemur að barneignum.“ utan úr heimi PIPA R \ TBW A • SÍA • 1337 73 Skíðaskóli um helgar kl. 11–15. Brettaskóli Bláfjalla og Mint Snow um helgar kl. 10:30–14:30. Nýtt í vetur: Byrjendakennsla fyrir fullorðna – mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Skráning og nánari upplýsingar á skidasvaedi.is Það er aldrei of seint að byrja! Gro Harlem Brundtland varð fyrsta konan til að gegna embætti forsætis- ráðherra í Noregi. Hún myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1981, en hún var formaður Verkamannaflokks- ins. Þetta vakti heimsathygli. Það vakti ekki síður athygli þegar hún myndaði sína aðra ríkisstjórn, þar sem átta af átján ráðherrum voru konur, en slíkt var fordæmalaust þá, um miðjan níunda áratuginn. Brundtland varð forsætisráðherra þrisvar, en hún lét af embætti árið 1996. Þá hætti hún formlegum af- skiptum af stjórnmálum í Noregi og varð sérstakur sendimaður hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hún hefur jafn- framt setið í „öldungaráði“ heimsins ásamt mönnum á borð við Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela, fyrrverandi for- seta Suður-Afríku. Ráðstefnan Women, Power and Politics var haldin í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að norskar konur hlutu kosningarétt. Á ráð- stefnunni í Osló voru haldin fjöl- mörg erindi og mjög fróðlegar umræður urðu um ýmis efni og úr mörgum heimshlutum, jafnt Noregi sem Nepal. Fjallað hefur verið um marga fleti jafnréttisbaráttunnar, bæði stjórnmálaþátttöku, kynbundið ofbeldi, áhrif fjármálakreppunnar, kynjakvóta og margt fleira. Meðal þátttakenda í ráðstefnunni voru Shirin Ebadi, handhafi frið- arverðlauna Nóbels, Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja- Sjálands og margar fleiri. Shirin Ebadi er handhafi friðarverð- launa nóbels. Hún er frá Íran en er landflótta. Hún fjallaði meðal annars um karlaveldið í Íran, þar sem femínistar hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að krefj- ast sjálfsagðra réttinda. Hún lýsti því hvernig íslam er notað til að réttlæta völd karla yfir konum. Þeir túlki Kóraninn sér í hag. En konur geti líka virkjað andstöðu sína í gegnum trúarbrögðin. Ítarlegt viðtal við Shirin Ebadi verður birt hér í blaðinu á næstunni. radhika Balakrishnan er doktor í hag- fræði og starfar í Bandaríkjunum. Hún fjallaði um áhrif fjármálakreppunnar á ráðstefnunni. Hún lítur á hlutina í víðu samhengi. Hún segir að efna- hagsstefna ríkja verði að grund- vallast á mannréttindum. Áherslan þurfi að vera á að breyta kerfinu sem veldur kreppunni og misskiptingu. niðurskurðarstefnan sem nú tíðkast í mörgum Evrópuríkjum sem viðbragð við kreppunni sé mistök. Með niður- skurði í opinberri þjónustu sé dregið úr réttindum og vegið að almenningi. Bæði körlum og konum.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.