Reykjavík


Reykjavík - 11.01.2014, Side 10

Reykjavík - 11.01.2014, Side 10
10 11. janúar 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Norrænt popp og plötusnúðar: Nýr vettvangur fyrir tónlistarfólk og tónlistarpekúlanta Nordic Playlist er nýr vett-vangur á vegum Nordic Music Export (NOMEX) þar sem ný tónlist frá fimm Norður- löndum er kynnt. Í hverri viku verða tvö lög með tónlist frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð valin saman á tíu laga lista sem birtur verður á síðunni endurgjaldslaust fyrir hlustendur. Verkefnið var sett á lagg- irnar með það fyrir augum að styrkja norrænt tónlistarlíf og auðvelda tón- listaráhugafólki að komast í tengsl við nýtt efni. Listunum má streyma bæði af síðu Nordic Playlist (nordicplaylist. com) og af tónlistarveitum samstarfs- aðilanna Spotify, Deezer og WiMP. Fyrsti listinn er samsettur af ritstjóra Nordic Playlist, Francine Gorman, og verða þeir framvegis valdir af tónlist- armönnum og öðru fagfólki úr tónlist- ariðnaðinum. Plötusnúðar njóta sín Á síðunni er sérstakur hluti tileinkaður plötusnúðum. Þar fá norrænir skífu- þeytar að setja saman og hljóðblanda lagalista að eigin vali sem streymt er af síðunni. Danski plötusnúðurinn Kasper Bjørke er fyrstur til leiks, en hann hefur getið sér gott orð innan raftónlistarheimsins og er í hópi virt- ustu plötusnúða á Norðulöndunum. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fram- kvæmdastjóri Nordic Music Export segir Bjørke hafa sýnt verkefninu áhuga frá því síðastliðið haust. „Hug- myndin um að hafa plötusnúð fæddist hjá vefhönnuðinum okkar, Slobodan, og vegna þess hve áhugasamur Kaper hafði verið settum við okkur í sam- band við hann til þess að útfæra hug- myndina nánar.“ Á lagalista Bjørke má einna helst finna nýlega danstónlist, einkum tónlist sem hann leikur mkið á klúbbum um þessar mundir. Plötu- snúður vikunnar velur svo þann næsta til þess að taka við keflinu og valdi Bjørke hinn íslenska DJ Sexy Lazer (Jón Atli Helgason) til þess að leggja fram sína lagablöndu. Ekki aðeins streymi Auk þess að streyma vikulegum lagalistum frá tónlistarpekúlöntum og plötusnúðum verður einnig lögð áhersla á að fjalla um tónlist og þá einkum að vekja athygli á ungu og áhugaverðu tónlistarfólki. Sem dæmi má nefna að í hverri viku verður lag með nýjum og spennandi tónlistar- mönnum eða hljómsveitum kynnt sérstaklega auk þess sem listar yfir vinsælustu tónlistina í hverju landi fyrir sig verða kynntir. 25 ÁR Heimsent: 1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald · Nautakjöt í kungpaósósu · Kjúklingur í sataysósu · Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu · Núðlur með grænmeti Söngskólinn í Reykjavík Í byrjun janúar verða inntökupróf í örfá skólapláss sem losna: 13. janúar byrja 7 vikna söngnámskeið: SÖNGNÁMSKEIÐ • Unglingadeild yngri 11-13 ára • Unglingadeild eldri 14 -15 ára • Almenn tónlistardeild Grunn-/ Mið-/ Framhaldsnám • Háskóladeild Einsöngs-/ Söngkennaranám • fyrir áhugafólk á öllum aldri • kennt utan venjulegs vinnutíma • raddbeiting / túlkun / tónfræði Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10–16 alla virka daga• www.songskolinn.is SÖNGNÁM menningin Helga Þórey Jónsdóttir Ekki missa af ... ...leikritinu Stóru börnin – ást til sölu sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld. Sýningin hefur fengið mikla athygli og jákvæða dóma, en þar er tekist á við spurningar um ástina og gildi hennar. Í verkinu er sagt frá miðaldra smið, Kristjáni, sem kemur í hús Mömmu í leit að ást sem hann er tilbúinn til að borga fyrir. Móðurást. Mamma elskar hann og annast fyrir ákveðna upphæð, eins og önnur stór börn. Lab loki sýnir verkið í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Lilja Sig- urðardóttir skrifaði verkið. Sýningin í kvöld er sú síðasta sem hefur verið auglýst. ...sýningunni Dagar undrabarns- ins eru á enda í gallerí Þoku, Lauga- vegi 25. Þar greina myndlistarkonan Rakel McMahon og ljóðskáldið Berg- þóra Snæbjörnsdóttir samfélagið út frá sjónarhóli einstaklingsins, einveru innan þess og fáránleika. Þær skoða einnig flökt milli einkalífs og gægju- þarfar, hrifningar og blætis, minnis og fortíðarþrár. Sýningin stendur frá klukkan 16:00 til 18:00 og hefst á gjörningi. ...kvikmyndinni Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Myndin er hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og hefur unnið til verðlauna, meðal annars á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokyo. Hross í oss er sýnd í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld. ...tónleikum gítarleikarans Hilm- ars Jenssonar í tónlistar- og menn- ingarhúsinu Mengi að Óðinsgötu 2. Hann hefur útskrifaðist frá tónlistar- skóla FÍH árið 1987 og lauk BM gráðu frá Berklee College of Music. Hilmar hefur leikið með tríói sínu TYFT í 35 löndum og hefur hljóðritað með fjölda tónlistarmanna um heim allan. anna Hildur Hildibrandsdóttir Kasper Bjørke

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.