Reykjavík - 11.01.2014, Qupperneq 11
Við tökum að okkur öll verkefni sem snúa að viðhaldi húsa. Við gerum föst verðtilboð
Þakviðgerðir
Þakrennur
Niðurfallsrör
Þakjárn
Þakkflassningar
Þakgluggar
Þakleki
Þakmálun
Gluggaskipti
Almennt viðhald húsa
Fagleg þjónusta
Næstu skref
Hafðu samband
Við mætum á svæðið
Við gerum úttekt á verkinu FRÍTT
Við gerum þér fast verðtilboð þar sem við á
Við klárum verkið með vönduðum vinnubrögðum
Þú býður vinunum í heimsókn að sjá flotta húsið
Rennur og Niðurföll slf. - www.rennur.is - rennur@rennur.is - Sími: 694-8448
Sanngjörn verð
S: 694-8448
rennur@rennur.is
Skipholti 70 • Sími 553 0003
Nýr Fiskur daglega!
Eðal áhöld
í eldhúsið
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS
ZWILLING HNÍFAR
Tilvalin gjöf frá afa og ömmu
1111. janúar 2013 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
2014 – árið sem
Sushi sló í gegn
Heilssoðin þverskorin ýsa var einn algengasti hvunns-dagsmatur á Íslandi fyrir
ekkert alltof mörgum árum. Nú sést
hún varla á borðum hjá venjulegum
barnafjölskyldum. Ekki að það sé sér-
stök eftirsjá að ofsoðnum mat. Hitt er
verra að samhliða brotthvarfi ofsoðnu
ýsunar af borðum landsmanna hefur
heldur dregið úr fiskneyslu. Mötuneyti
grunnskólanna virðast reyndar standa
sig þokkalega í að gefa krökkum fisk,
en síðan ekki söguna meir. Nú er svo
komið að ungt fólk lítur varla við fiski.
Þetta má lesa út úr rannsóknum Matís.
Fiskátið nútímavætt
Matís hefur gert nokkrarar rannsóknir
á fiskneyslu Íslendinga og viðhorfa
fólks til neyslu á fiski. Sú nýjasta var
gerð í fyrra, en því miður eru niður-
stöðurnar ekki enn aðgengilegar. Hins
vegar kemur fram í rannsóknarsmýrlu
frá 2011 að Íslendingar borði fisk sem
aðalrétt að meðaltali tvisvar í viku,
oftast ferskan. Flestir telja fisk enda
hollan og góðan. Ekki má minna vera
samkvæmt manneldismarkmiðum.
Ýsa er vinsælust en þorskur í öðru
sæti. Helmingur landsmanna tekur lýsi
daglega. Nú hefur reyndar verið boðuð
verðhækkun á þeim ágæta vökva, sem
er miður.
Önnur hver fiskmáltíð er borðuð
utan heimilis, í mötuneytum eða á
veitingastöðum. Það virðist hins vegar
vera skýr fylgni á milli þess hversu
mikið foreldrar borða af fiski og hversu
börnin eru gefin fyrir þennan holla og
góða mat. En jafnvel þótt ungt borði
ekki nóg af fiski, jókst neysla þessa hóps
frá 2006 til 2011. Matís hleypti af stokk-
unum átaki síðasta haust sem heitir
Fisk í dag. Það er vel, og í tengslum
við það er haldið úti heimasíðu, gerðar
rannsóknir og jafnvel sjónvarpsþættir.
Reynslan utan úr heimi sýnir okkur
hins vegar að eina leiðin til að auka
fiskneyslu er að nútímavæða hana.
Íslenskt sushi á
heimsmælikvarða
Hvernig nútímavæðir maður
fiskneyslu? Jú, með því að fleygja
þverskornu ofsoðnu ýsunni á
ruslahauga sögunnar og tileinka sér
þær eldunaraðferðir sem bestar eru
annars staðar. Þetta hefur sem betur fer
gerst hér á landi, en betur má ef duga
skal. Það er ekki ofsögum sagt að við
búum að besta hráefni í heimi. Hér er
mikið og gott aðgengi að fjölbreyttu og
fersku sjávarfangi. Rannsóknir Matís
benda til þess að unga fólkið vilji frekar
tilbúna rétti, saltfisk og ekki síst sushi.
Sushi hefur farið mikla sigurför
um heiminn síðustu þrjátíu ár, allt frá
því bandarískir kokkar af japönskum
ættum sóttu þessa matreiðsluhefð til
lands forfeðranna. Nánar verður farið
yfir uppruna og þróun sushi í þessu
blaði síðar. Frá Kaliforníu hefur þessi
matargerð breiðst út um Bandaríkin
og Evrópu. Sushi hefur náð nokkurri
fótfestu hér og nokkrir frábærir sus-
hi-veitingastaðir eru á höfuðbrogar-
svæðinu og á Akureyri. Íslenskt sushi
er á heimsmælikvarða, enda hráefnið
einstakt og nokkrir frábærir fagmenn
úr hópi íslenskra matreiðslumanna
hafa tekið það upp á sína arma.
Einfalt að gera sushi
En eftir stendur samt sem áður að ís-
lensk ungmenni borða ekki nógan fisk
– að því er virðist að hluta til af því þau
læra það ekki heima hjá sér. Við vitum
hins vegar að sushi er vinsælt en það
þykir kannski dálítið dýrt að borða oft á
veitingastöðum. Hvað er þá til ráða? Jú,
það liggur í augum uppi að auka þarf
sushigerð á heimilum. En fólk virðist
mikla fyrir sér að gera sushi heima. Það
sýna erlendar rannsóknir. En reynsla
annara þjóða sýnir að fiskneysla hefur
aukist þar sem sushi hefur orðið vin-
sæll heimilismatur – sérstaklega hjá
ungu fólki.
Hér er pínulítið leyndarmál: Það er
ekkert sérstaklega flókið að gera sushi
heima hjá sér. Til eru alls kyns tæki
og græjur sem gera þetta auðvelt og
einfalt! Matís ætti því að huga sérstak-
lega að því að fá fólk til að gera sushi
heima í átaki sínu til að auka fiskneyslu
ungmenna. Ef börn læra að gera sushi
á einfaldan hátt í heimahúsum, er
það þekking sem þau taka með sér
út í lífið. Matís ætti að setja sushigerð
í heimahúsum í öndvegi í sínu átaki
til að auka fiskneyslu. Til þess að ná
því markmiði að auka fiskneyslu ung-
menna á þessu ári þarf árið 2014 að
verða í sögubókum árið sem sushi sló
í gegn!
Ábendingar,
góð ráð og
uppskriftir
Ábendingar frá lesendum Reykjavíkur um hvaðeina sem
tengist mat eru vel þegnar. Verið
óhrædd við að hafa samband, hvort
sem um er að ræða skemmtilega
siði, reynslusögur af veitingastöðum
eða úr verslunum, ábendingar um
sniðuga matvöru, ræktun eða fram-
leiðslu. Endilega sendið okkur línu
á netfangið svavar@islenskurmatur.
is. Góðar uppskriftir eru líka vel
þegnar.
matarsÍða svavars
Svavar Halldórsson
svavar@islenskurmatur.is