Reykjavík


Reykjavík - 25.10.2014, Síða 4

Reykjavík - 25.10.2014, Síða 4
4 25. Október 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Eflum sjálftraust og gleði Er eitthvað með öðrum hætti en við viljum í grunnskólanum? Hvaða einstaklingar virðast viðkvæmari en aðrir, hverjum þarf sérstaklega að hlúa að? Hverjir standa höllum fæti t.d. hvað varðar almenn samskipti og félagsleg tengsl? Eru ung- lingarnir okkar á kafi í tölvuleikjum og sýndarveruleika nútíma samskipta- miðla, eiga þeir fullt af vinum á Face- book en eru samt einmana og daprir? Þegar skólastjóri í grunnskóla í Reykjavík var nýlega spurður að því hvað honum væri efst í huga er tengdist velferð nemenda þá reyndist það vera vandi barna og unglinga sem væru að fara út í eða komin í neyslu fíkniefna. Vímuefna- og eiturlyfjaváin verður sífellt alvarlegri og það þarf ekki annað en að rýna smávegis í minningar- greinar um ungt fólk til að skynja alvar- leikann. Það hlýtur að eiga að vera eitt af forgangsverkefnum skólayfirvalda sem og foreldra að vinna að sem allra bestu úrbótum í þessum málaflokki og efla og styrkja unga fólkið okkar eftir því sem tök eru á. Til þess þarf auknar fjárveitingar til enn öflugri forvarna og uppbyggingar. Eitt besta forvarnarúrræðið hlýtur að vera að byggja upp vellíðan og gott sjálfstraust. Hér er ekki hægt að undanskilja heimilin þar sem for- eldrar bera ábyrgð á velferð og vellíðan barnanna. Þeir bera einnig ábyrgð á skólagöngu barnanna, bæði að börnin mæti í skólann og að þau sinni náminu sem skyldi. Við verðum að sinna unga fólkinu okkar betur. Við þurfum að sýna meiri áhuga á því sem þau hafa áhuga á. Við þurfum að læra að þegja og hlusta, leyfa þeim að tjá sig. Styrkja jákvæð samskipti, sjálfstraust þeirra, lífsgleði, félagsleg tengsl og annað sem ætla má að geti stuðlað að meiri vellíðan og sjálfsöryggi til þess að þau njóti sín betur og hæfileikar þeirra nýtist þeim betur í leik og starfi. Gerum okkar allra besta. Fréttir af hríðskotabyssum frá Noregi í hendur íslenskra lögreglumanna vekja skiljanlega athygli. Það er eins og þessar upplýsingar hafi ekki átt að ná til almennings. Hvers vegna hafa yfirvöld ekki upplýst um málið að fyrra bragði? Vopnin komu hingað í janúar. Fjölmiðlar hafa spurst fyrir í Noregi og hefur norski herinn upplýst hluta málsins. Í kjölfarið hafa Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri sent frá sér fréttatilkynningar. Ekki eru þó enn öll kurl komið til grafar. Þó hefur verið upplýst að byssurnar sem hingað komu eru 250, en ekki hundrað færri eins og greint var frá fyrr í vikunni. 150 munu þó vera ætlaðar lögreglunni. Fréttir fjölmiðla hafa að miklu leyti fjallað um hvort og þá hversu mikið hafi verið borgað fyrir vopnin. Fréttatilkynningar Gæslunnar og Ríkislögreglustjóra hafa enda sett þann þátt málsins í kastljós. Þetta er hins vegar aukaatriði. Málið snýst um okkar eigin samfélagsgerð. Viljum við að lögreglan sé vopnuð? Í blaðinu í dag er rifjuð upp umræða á Alþingi frá árinu 2006. Þar benti Eiríkur Jónsson, þá varaþingmaður Samfylkingarinnar, á að nauðsynlegt væri að Alþingi tæki þátt í ákvörðunum um þessa stefnu. „Það má hreinlega ekki gerast að slík aukin vígvæðing hér á landi laumi sér inn bakdyramegin án fullnægjandi umræðu á þjóðþinginu og í andstöðu við þjóðina.“ Þetta er hárrétt. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á leynilega vígvæðingu lögreglunnar. Nú kynnu yfirvöld að hafa einhver rök fyrir því að vígbúa lögreglu með þessum hætti. Þau hafa hins vegar ekki enn komið fram. Samkvæmt upplýsingum um vopnaeign lögreglu í skýrslu innanríkisráðherra frá 2012 átti íslenska lögreglan 60 sjálfvirk vopn, hríðskotabyssur. Flest þessara vopna hafa verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra, ekki hjá hinni almennu lögreglu. Rökstuðningur lögregluyfirvalda og annarra yfirvalda hefur verið tvíþættur. Hér sé verið að endurnýja vopnabúnað og að hann hafi fengist gefins frá Norðmönnum. Seinni röksemdin er ekki aðalatriði, eins og áður var nefnt, þótt auðvitað skipti það máli hvernig við forgangsröðum fjármunum. Ekki síst á tímum þar sem sífellt er skorið niður í almannaþjónustu og heilar starfsstéttir neyðast til að leggja niður vinnu til að fylgja eftir sanngjörnum kröfum. Hin fyrri röksemd kallar á annars konar svör. Lögreglan býr yfir 60 hríðskotabyssum. Er eðlilegt að kalla það endurnýjun þegar þeim er fjölgað í 150? Hér er stigið töluvert stærra skref. Það er verið að næstum þrefalda eign lögreglunnar á þessari tegund árásarvopna. Þótt kindabyssur eða álíka vopn hafi verið fyrir hendi í einhverjum lögreglubílum út um land, þá blasir við að hér er á ferðinni stefnubreyting, þegar skipta á þeim út fyrir sjálfvirk árásarvopn. Ríkislögreglustjóra virðist ekki finnast þetta stórt skref. Engu að síður er þetta áfangi á leið til aukinnar vígvæðingar lögreglu. Það er ekki einkamál lögreglunnar. Þetta er viðfangsefni samfélagsins alls. Umræðan hefur ekki farið fram. Hún gerir það núna eftir að upplýst var um mál sem leynd hvíldi yfir. Skiljanlegt er að yfirmenn lögreglunnar hugsi um öryggi sinna manna og borgaranna. Er aukin vígvæðing skynsamleg leið að því markmiði? Allt eins líklegt er að hún leiði til hins gagnstæða. Ingimar Karl Helgason Leiðari Ekki einkamál lögreglu Reykjavík vikublað 39. Tbl. 5. áRganguR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@ thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com. Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 50.000 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum í allar íbúðir í reykjavík. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi Erlu Hlynsdóttur blaða- manni í vil í vikunni, en hún var dæmd í Hæstarétti vegna ummæla sem hún hafði eftir viðmælanda sínum á prenti. Einu sinni var slíkt ákvæði í prentlögum að blaðamenn væru ábyrgir fyrir því sem viðmæl- endur þeirra sögðu. Því var breytt í nýlegum fjölmiðlalögum og eru viðmælendur blaðamanna nú ávallt ábyrgir orða sinna. En betur má ef duga skal, því sumir vilja geta fang- elsað fólk fyrir að iðka málfrelsi. Almannaró Lárus Páll Birgisson, Lalli sjúkraliði, var tekinn af lög- reglu í vikunni fyrir að standa á gangstétt í miðbæ Reykjavíkur, skammt frá sendiráði Bandaríkj- anna. Hann stóð kyrr í um tuttugu mínútur og hélt á skilti sem á stóð: „Elskum friðinn“. Tilefni lögreglu til handtökunnar var röskun á al- mannaró. Búsið Skoðanakönnun F r é t t a b l a ð s i n s sýnir að um 70 pró- sent landsmanna eru andvíg því að áfengi verði selt í almennum mat- vöruverslunum, en innan við þriðjungur fylgjandi. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort áhangendur málsins á Alþingi muni halda þessu „forgangsmáli“ sínu til streitu. Annars virðist flutn- ingsmaður málsins nú helst vilja ræða um byssur handa lögreglu á Útvarpi sögu. Reikni reikn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson upplýsti á dögunum að búið væri að reikna 94 prósent húsnæðislána vegna millifærslu skatttekna til sumra íslenskra heimila. Hin pró- sentin sex eru „flækjumál“, eins og vegna skilnaða, flutninga osfrv. Þessi sex prósent leggja sig á um fjögur þúsund íslenskra heimila. Ekki heldur forsætisráðherrann því á lofti. Ha?!!? S a m r á ð s n e f n d eft irl itsskyldra aðila vill fækka s t ar f smönnum Fjármálaeftirlits- ins. Einn af lær- dómum hrunsins var að fjármála- stofnanir geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér. Þær eru gríðarlega valdamiklar í samfélaginu og teygja anga sína langt út fyrir venjulega bankastarfsemi. Því þarf öflugt fjármálaeftirlit. Stjórnendur fjár- málafyrirtækja greiða sjálfum sér milljarða í laun. Það er áhugavert að samtök hins ofvaxna bankakerfis krefjist þess að venjulegt fólk verði rekið úr vinnunni. Í fréttumUmmæli með erindi: „Hér á landi hefur frjálshyggjan í framkvæmd leitt til aukinnar hringa- myndunar og samruna, hinir stóru hafa orðið stærri, á sama tíma og smá- fyrirtækin hafa blómstrað í löndunum í kringum okkur. Völd og áhrif í at- vinnulífi og stjórnkerfi hafa safnast á æ færri hendur rétt eins og kvót- inn.“ - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í umræðum á Alþingi 1993. VI KU BL AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190 Hvítskúraður Halldór Ásgrímsson lét slá sér upp á forsíðum hér um árið þegar íslenskir sprengjusérfræðingar fundu „ger- eyðinarvopn“ Saddams Husseins í írakskri eyðimörk, og kallaði „heims- atburð“. Var þar komin réttlæting fyrir stuðningi Íslands við innrás í landið. Allir vissu þá sem nú, að Bandaríkja- menn létu Saddam hafa efnavopn sem hann meðal annars notaði gegn eigin þegnum. Merkilegt að menn skuli nú láta eins og þetta komi á óvart. Kannski finna þeir til ábyrgðar gagn- vart ástandinu í landinu, en leiðin til að láta það í ljós er undarleg. Langþráð frí Eitt einkenni á fréttum vikunnar hefur verið að hvorki Vigdís Hauks- dóttir né Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir hafa haft sig í frammi. Vigdís mun vera í fríi, en Sveinbjörg leysir hana af á Alþingi og ræðir sýnilega lítt um moskur á þeim vettvangi. Misstu áhugann? Annars vakti athygli að í óundir- búnum fyrirspurnum á Alþingi á fimmtudag að enginn þingmaður sá ástæðu til að spyrja innanríkis- ráðherra út í hríðskotabyssur lög- reglunnar. Var þó Hanna Birna Krist- jánsdóttir ráðherra l ö g r e g l u m á l a þegar þessum vopnum var laumað hingað til lands frá Noregi. 2060 Geir H. Haarde sló nýjan tón í viðtali í vikunni þegar hann sýndi óvænta auðmýkt í viðtali við Ríkisútvarpið. Baðst hann afsökunar á ummælum sínum frá 1968, og sagðist skammast sín. Sé tekið mið af þessu má ætla að íslenska þjóðin verði að bíða til ársins 2060 þar til hann sýnir auðmýkt vegna mála sem tengjast hruninu og aðgerðarleysisstefnunni í aðdraganda þess. héðan og þaðan … Höfundur er Jóna Björg Sætran, M.Ed, menntun- arfræðingur og markþjálfi Varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Hlutafélagavæðing dregur úr upplýsingaflæði? Sjálfstæðismenn óánægðir Tryggja verður að uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur í OR og Orku náttúrunnar leiði ekki til minna gagnsæis og upplýsingagjafar til borgarstjórnar og borgarbúa, að mati stjórnkerfis- og lýðræðsráðs. Meirihluti ráðsins hefur beint þessu til borgarráðs Reykjavíkur. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, hefur átt frumkvæði að því að leynd verði aflétt af upplýsingum um orkuframleiðslu Orku náttúrunnar, en félagið var búið til fyrr á árinu með uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur og er hlutafélag í eigu OR. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina í stjórn- kerfis- og lýðræðisráði finnst lítið til samþykktar meirihlutans koma og lét bóka að leynd yrði ekki aflétt með því að vísa málinu til borgarráðs.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.