Reykjavík - 25.10.2014, Síða 8
8 25. Október 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
hverfin Í borginni LaugardaLur
Formaður Hverfisráðs Laugardals telur að íbúar mættu kjósa ráðið beint:
Hverfisráðin mega
vera sjálfstæðari
Heiðar Ingi Svansson, formaður Hverfisráðs Laugardals telur að hverfisráð
eigi að hafa meira stefnumótunarhlutverk en nú er og að íbúar megi koma
með beinni hætti að skipan ráðanna, en að þau séu valin af borgarstjórn.
„Ég tel að það þurfi að endurskoða
og endurmeta hlutverk og tilgang
hverfisráða almennt. Og ég tel að við í
Hverfisráði Laugardals eigum að eiga
samtal við önnur Hverfisráð í Borginni
um það og nýta okkar reynslu til að
koma að þeirri stefnumótunarvinnu,“
segir Heiðar Ingi spurður um helstu
verkefni ráðsins.
Hverfið er heldur stórt, enda þótt
það sé kennt við Laugardalinn einan og
fyrir aðra borgarbúa vekur nafnið helst
hugrenningartengsl við dalinn sjálfan,
þekkt íþróttamannvirki og Fjölskyldu-
og húsdýragarðinn. Hins vegar nær
hverfið yfir töluvert mikla byggð og má
nefna Tún og Teiga, Læki og Lauganes,
Sund, Heima og Voga auk Skeifunnar.
Heiðar Ingi Svansson sat í hverfis-
ráðinu á síðasta kjörtímabili einnig,
en hann er fulltrúi Bjartar framtíðar.
Um helstu verkefni ráðsins í hverf-
inu segir hann að þau tengist vænan-
lega sjálfum Laugardalnum, skipulagi
hans og framtíðarsýn. „Ekki bara varð-
andi byggð meðfram Suðurlandsbraut
heldur líka varðandi framtíðarnýtingu
á dalnum sjálfum m.a. hversu mikill
hluti af dalnum eigi að vera lokaður
inní Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
og hversu mikið eigi að vera opinn
svæði osfrv.“
Mikilvægt að nýta
hverfisskipulagið
„Það er verið að vinna Hverfisskipulag
fyrir Laugadalinn en á síðasta kjör-
tímabili voru drög að því kynnt fyrir
okkur. Það er mjög mikilvægt að nýta
það tækifæri sem að það skipulags-
stig gefur til að koma ábendingum og
athugasemdum varðandi þetta á fram-
færi. Einnig var verið að kynna fyrir
okkur stöðu mála varðandi skipulag
á nýju hverfi í kringum Elliðavog sem
nefnist Vogabyggð. Það verður mjög
spennandi fyrir okkur að koma að
málum varðandi þá uppbyggingu.“
Töluverð áhrif hverfisráða
„Þrátt fyrir að Hverfisráð hafi sam-
kvæmt núverandi fyrirkomulagi, lítil
formleg völd þá getum við haft tölu-
verð áhrif. Þannig tel ég að það sé
mjög mikilvægt að Hverfisráðið sé
með í ákvarðantatöku og stefnumótun
varðandi margskonar mál en ekki síst
er mikilvægt að sinna því hlutverki að
miðla upplýsingum til íbúanna. Að
vera einskonar tengiliður á milli stjórn-
sýslu Borgarinnar og íbúanna í hverf-
inu. Hverfisráðið á að vekja athygli íbú-
anna á ýmsum hverfistengdum málum
sem eru til meðferðar hjá borginni og
leggja sitt af mörkum til að upplýsa
íbúanna, fræða og leita álits þeirra.
Varðandi Laugardalinn sjálfan virð-
ist það t.d. vera ansi rík krafa íbúanna
að meira heldur en minna svæði af
honum eigi að vera opið grænt svæði
með ýmiskonar afþreyingu fyrir fjöl-
skyldufólk. Þannig tel ég að okkur
beri að setja spurningarmerki við allar
hugmyndir sem að ganga gegn þeirri
megin stefnu.“
Aukið íbúalýðræði
„Þarna verðum við að taka mið af því
hvað gert var á síðasta kjörtímabili
því að það er of stutt liðið á núverandi
kjörtímabil til að hægt sé að tilgreina
einhver verkefni þar,“ segir Heiðar Ingi,
spurður um verkefni sem hverfaráðið
hefur tekið þátt í. „En utan við það að
miðla upplýsingum til íbúanna og veita
umsagnir um fjölmörg hverfatengd
mál þá finnst mér ekkert eitt verkefni
standa upp úr. Heldur er þetta fjöldi
minni verkefna sem skipta kannski
mun meira máli fyrir fólkið í hverfinu
heldur en eru ekki stór í samhengi við
Borgina í heild. Þetta þurfa heldur ekki
að vera verkefni sem að Hverfisráðið
sjálft átti hugmyndina að heldur miklu
frekara hefur það verið mikilvægara að
greiða götu íbúanna um ýmis mál sem
að þeir vilja koma í framkvæmd. Þess
vegna tel ég að verkefnið Betra Hverfi
þar sem að íbúunum sjálfum var gefin
kostur á því forgangsraða ýmis verk-
efnum sé mikilvægasta skref í áttina
að auknu íbúalýðræði sem tekið hefur
verið í mörg ár. Þar gegnir Hverfisráðið
lykilhlutverki og getur m.a. sjálft bætt
við verkefnum sem íbúarnir hafa ekki
komið fram með sjálfir.“
Dæmi um verkefni
Heiðar Ingi bætir því við að ráðið hafi
einnig mikilvægu hlutverki að gegna
við að kynna mál og upplýsa íbúa „um
verkefnin og kosninguna m.a. hafa
verið haldnir íbúafundir t.d. sérstakir
hugmyndafundir þar sem leitað hefur
verið að nýjum verkefnum. Sem dæmi
um allan fjöldan af minni verkefnum
sem að komið hafa út úr þessu eru
t.d. göngustígur um Laugarnestanga,
stjörnuskoðunarskilti, heilsustígar
og frisbígolfvöllur í Laugardalnum,
margskonar bætt úrræði varðandi
umferðaröryggismál t.d. bætt lýsing
við gangbrautir, lækkun hámarks-
hraða osfrv. Einng hefur Hverfisráðið
í gegnum forvarnarsjóð úthlutað
styrkjum í margskonar verkefni sem
snerta bætta lýðheilsu og forvarnir
gagnvart börnum og unglingum t.d.
varðandi munntóbaksnotkun í íshokkí,
sjálflýsandi hjólreiðavesti fyrir nem-
endur í 1. bekk og ýmiskonar fræðslu
á vegum foreldrafélaga í skólum hverf-
isins.“
Mikilvægt fyrir fólk
Heiðar Ingi nefnir eitt dæmi sérstak-
lega sem hann sé ánægður með að hrint
hafi verið í framkvæmd. „Persónulega
er ég stoltastur af einu verkefni en það
er að hafa komið því í gegn að laga
gangstétt nálægt Hrafnistu þar sem
gamalt fólk hafði verið að detta og slasa
sig vegna ósléttar gangstéttar þar sem
að hellur stóðu uppúr. Sérstaklega var
þetta afar varhugavert varðandi fólk
með göngugrindur. Þetta mál reyndist
vera töluvert flókið m.a. vegna hita-
veitulagna sem að Orkuveitan ber
ábyrgð á voru þarna undir. Búið var að
kvarta um þetta í mörg ár en aðkoma
Hverfisráðsins gerði útslagið með að
þetta var loksins framkvæmd. Lítið mál
í stóru samhengi en gríðarlega mikil-
vægt fyrir ákveðinn hóp.“
Unnið að sátt
Heiðar Ingi segir að skiptar skoð-
anir séu meðal hverfisráðsfulltrúa
um ýmis mál. „En almennt vinnum
við eftir þeirra meginreglu að ná sátt
um afstöðu í sem flestum málum og
eyðum þ. a. l oft drjúgum tíma til
að tala okkur niður á sameiginlega
niðurstöðu og hlusta á ólík sjónarmið
hvors annars.“
Meira mannlíf
- Hvaða verkefni í hverfinu viltu sjá
framkvæmt næst, og hvers vegna?
„Ég myndi vilja sá niðurstöðu í
viðræður sem hafa átt sér stað á milli
á milli Reita og Borgarinnar varð-
andi uppbyggingu á mannlífstorgi
á horni Hrísateigs og Laugalækjar.
Þarna hefur myndast mjög mikil-
vægur verslunarkjarni fyrir hverfið
með Frú Laugu, Pylsumeistaranum
og Ísbúðinni í fararbroddi. Þar sem
að lóðin er einkalóð getur Borgin
ekki komið beint að þessari upp-
byggingu nema með samkomulagi
við fasteignaeiganda og rekstraraðila.
Þarna hefur Hverfisráðið gegnt lyk-
ilhlutverki og verkefnið er mikil-
vægt vegna þess að þetta hafa verið
ítrekaðar óskir íbúanna sem komið
hafa fram m.a. í Betri Hverfi og á
íbúafundum.“
Íbúar hafi meira
um málin að segja
Heiðar Ingi segir enga spurningu um
það í sínum huga að íbúar eigi að hafa
meira um hverfið sitt að segja:
„Ég tel að það sé afar mikilvægt að
halda áfram og þróa íbúalýðræði enn
frekar út frá Betri Hverfi verkefninu
og nýta sér reynsluna af því til að
útvíkka það og stækka.
- Hvernig viltu koma því til leiðar?
„M.a. með því að efla Hverfisráð
enn frekar, gera þau sjálfstæðari og
að þau hafi meira vægi varðandi
stefnumótun um málefni hverfisins.
Þau þurfa að koma fyrr að málum og
eiga meiri þátt í að móta stefnuna
heldur en að vera umsagnaraðilar um
mál sem þegar er búið að ákveða eða
setja í farveg. Um leið þarf að tengja
Hverfisráðin betur íbúum hverfsins
og veita þeim beinaa aðild að þeim
t.d. með því að ákveðnir fulltrúar
eða jafnvel formaður verði kosnir
af íbúunum með beinni kosningu
frekar en að þeir séu tilnefndur af
Borgarstjórn.“
Íbúasamtök Laugardalsins hafa verið ákaflega virk í sínu starfi og undanfarin ár staðið fyrir gríðarlega vel sóttum
útimarkaði. Þessi mynd er af markaðnum í fyrra.
„Ég tel að það sé afar mikilvægt að halda áfram og þróa íbúðalýðræði,“ segir
Heiðar Ingi Svansson, formaður Hverfisráðs Laugardals.