Reykjavík


Reykjavík - 25.10.2014, Síða 10

Reykjavík - 25.10.2014, Síða 10
10 25. Október 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Upplýsingafulltrúi norska hersins: Sagði upplýsingar um vopnaviðskipti vera afskipti af íslenskum innanríkismálum Tvær sendingar af vopnum fóru frá Noregi til Íslands á árunum 2013 og 2014. Þetta kemur fram í gögnum norsku Hagstofunar um útflutning frá landinu. Fyrsta sendingin er skráð í júní árið 2013 en samkvæmt gögnunum var þar um að ræða tíu stykki. Í janúar árið 2014 fór svo önnur sending vopna frá Noregi til Íslands, þá 250 stykki. Séu tölurnar réttar er því um að ræða 260 eintök af sjálfvirkum vopnum til hernaðarnota. Á fimmtudag kom fram að norski herinn hefði selt Landhelgisgæslunni 250 MP5 hríðskotabyssur en ekki gefið 150 eins og fulltrúar íslenskra yfirvalda höfðu áður haldið fram. Samningur um söluna var undirritaður í desem- ber. Þessar upplýsingar komu frá Dag Aamont, upplýsingafulltrúa norska hersins. Hann hafði áður í samtali við Reykjavík vikublað neitað að veita þessar upplýsingar og bar við að í því fælust afskipti af íslenskum innanrík- ismálum. 50 þúsund stykkið Í tollagögnum kemur fram að verð- mæti hvers vopns séu um um fimmtíu þúsund íslenskar krónur en verðmæti hvers vopns er skráð 3000 norskar krónur, það eru 55 þúsund kr, í fyrri sendingunni en 2500 norskar krónur, 45 þúsund krónur, í þeirri seinni. Væntanleg skýring á þessum mun er flutningur og úrvinnsla við flutning leggst ofan á verðgildi vörunar sem flutt er milli landa. Seinni sendinginn inniheldur margfalt magn vopna en sú fyrri sem lækkar kostnaðinn hlutfalls- lega. Kostaðurinn við þetta gæti hafa numið á bilinu 11-14 milljónir króna miðað við gengi norsku krónunnar í vikunni. Norska Hagstofan skráir um leið þyngd flutninganna í gagnagrunn sinn. Þar vekur athygli að nánast enginn munur er á þyngd sendinganna þrátt fyrir margfalt fleiri vopn í þeirri seinni. Nic Marsh, hjá Friðarrannsóknarstofn- uninni í Oslo, fer fyrir NISAT-verk- efni stofnunarinnar sem meðal annars rekur gagnagrunn yfir löglega vopna- flutninga og sölu í heiminum, sagði við Reykjavík vikublað, að gögn um þyngd væru afar óáreiðanleg og taldi líklegt að þar væri skýringin á þeim litla mun sem er á þyngt sendinganna. „Reynslan hefur sýnt okkur að þyngdartölurnar eru afar óáreiðnalegar,“ segir Nic og bætti við að setja yrði fyrirvara á málið enda ójóst hvort þyngdarupp- lýsingarnar væru rangar þótt reynslan sýndi að þær upplýsingarnar væru oft óáreiðanlegar. Íslenskt mál „Ég er meðvitaður um málið og hef heyrt af skrifum á Íslandi en ég verð að vísa þér til Íslenskra yfirvalda,“ sagði Dag Aamoth, ofursti í norska hernum og starfsmaður upplýsingadeildar, um innflutning norskra og íslenskra yfirvalda á hríðskotabyssum norska hersins þegar Reykjavík vikublað ræddi við hann á miðvikudag. - Ég er að biðja þig um að skýra hvernig norski herinn tekur svona ákvarðanir en ekki segja frá hlið íslenskra yfirvalda. „Ég skil spurninguna en þú fékkst upplýsingar um að við höfum gefið Íslenskum yfirvöldum 150 byssur, ekki frá mér. Ég er ekki viss hvaðan þú hefur þær upplýsingar. Sem sagt; varðandi upplýsingar um byssur hjá íslenskum yfirvöldum þá verð ég að benda þér á íslensk yfirvöld. Það væri undarlegt ef norsk stofnun veitti upplýsingar á stöðu innanríkismála á Íslandi.“ Dag taldi sér því ekki fært um að svara spurningum Reykjavíkur vikublaðs þar sem norski herinn gæti ekki skipt sér af innanríkismálum Íslands. Dag sendi svo frá sér yfirlýsingu daginn eftir, þar sem greint er frá heldur fleiri norskum hríðskotabyssum en íslensk yfirvöld höfðu upplýst um, eins og segir hér að framan. Upplýsingatregða - Sumir myndu telja það töluvert meiri afskipti af innri málum Íslands að gefa yfirvöldum 150 vopn en að svara spurn- ingum um hvernig slík ákvörðun var tekin á ykkar enda. „Þú ert að halda því fram að einhver hafi tekið þessa ákvörðun. Ég veit hins vegar ekki hver gaf þér þessar upplýs- ingar,“ svarar Dag sem taldi sig ekki geta tjáð sig um eintök mál. - Almenn spurning; hvað gerir norski herinn við afgangshríðskotabyssur? „Það fer eftir tegund vopnanna; fer reyndar algjörlega eftir því. Sumu er eytt en annað er nýtt hér innanlands í Noregi, til að mynda hjá lögreglunni.“ - Aftur almenn spurning; þekkir þú dæmi þess að vopn hafi verið seld, gefin eða afhent til erlends ríkis? „Ég yrði að athuga það sérstaklega en ef þú ert að tala almennt um her- gögn þá er svarið já. Almennt talað þá hefur þetta gerst en ég er ekki með smáatriðin fyrir framan mig. Ég veit til þess að við seldum skip til annara Evrópulanda. Þannig að já, það gerist að norsk hergögn séu seld eða afhent til annara landa.“ - Þekkir þú atvik þar sem Noregur hefur afhent búnað til Íslands? „Aftur þá tek ég fram að ég get ekki tjáð mig um Ísland. Þú verður að leita svara frá Íslenskum yfirvöldum til að fá slíkar upplýsingar.“ Hergagnahneykslið Í Noregi er afar ströng löggjöf um útflutning og sölu á búnaði og þjón- ustu, sem nýta má við hernað, á átaka- svæði. Þess vegna er hernum óheimilt að selja notaðan eða afgangsbúnað til landa og svæða þar sem átök blossa eða gætu blossað. Fyrr í sumar kom norska blaðið Dagbladet upp um ýmsar brotalamir í vopnasölumálum norska hersins. Norsk herskip, sem seld höfðu verið bresku skúffufyrirtæki, enduðu í höndum Government Ekpemupolo, nígerísks vígamanns Þess skal getið að skipin voru seld án vopna. Þau voru þó notuð við ofbeldisverk Ekpemupolo. Alla tíð síðan hefur Dagbladet fjallað um hergagnasölu norska hersins og ítrekað hefur komið í ljós að norski herinn fór framhjá reglunum með því að selja evrópskum fyrirtækjum búnað - oft án þess að kanna sérstaklega lög- mæti fyrirtækjanna - sem seldu búnað- inn svo til landa og svæða sem norska hernum var ekki heimilt að selja. Sendinefndin norska Árið 2013 kom hingað til lands sendinefnd leidd af Harald Sunde, þáverandi yfirmanni Norska hersins. Sendinefndin kom á vegum utanríkis- ráðuneytisins og kannaði meðal annars aðstöðu lögreglu og landhelgisgæslu. Nefndin var á landinu frá 24. júní - 27. júní árið 2013. Seinna átti Har- ald eftir að dragast persónulega inn í vopnasöluhneykslið er Dagbladet greindi frá því að Harald Sunde hefði persónulega átt þátt í sölu norska her- skipsin KNM Horten til bandarísks einkafyrirtækis sem starfar í Líbíu. Skætingur og rangar upplýsingar Íslensk yfirvöld hafa ekki veitt greinar- góðar upplýsingar um málið á undan- förnum dögum. Raunar hafa svör rík- isstjórnarinnar verið á þá leið að þaga yfir upplýsingum sem hún býr yfir eða gantast á Facebook. Forsætisráðherra taldið málið þannig svo léttvægt að í stað þess að leita svara og opna fyrir gögn um ákvörðunina skrifaði hann stöðufærslu á Facebook með orðaleik um skotárásir. Þá hefur upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar líka nýtt sér samfelagsmiðilinn til að gera lítið úr málinu og gantast með að hingað til hafi mátt skjóta Reykvíkinga en nú þegar mögulega eigi að skjóta fólk af landsbyggðinni þá brjálist allt. Upplýs- ingafulltrúi ríkisstjórnarinnar er póli- tískur starfsmaður ríkisstjórnarinnar. Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stiga+húsa+teppi Mikið úrval og litaval! Sérverslun með teppi og parket Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Úttekt Vopnaður á keflavíkurflugvelli. Norskur hermaður vopnaður MP5- hríðskotabyssu á keflavíkurflugvelli. Mynd: Torbjørn Kjosvold / FORSVARETS MEDIEARKIV

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.