Reykjavík - 25.10.2014, Síða 12
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900
www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er
Flottar kökur
í afmælið
• Dóra og Diego
• Skylanders
• Bratz
• Spiderman
• Star Wars
• Hulk
• Disney prinsessur
• Monster High
• Tísku Barbie
• Litla hafmeyjan
• Strumparnir
og margt fleira
Skoðið úrvalið!
Iðnbúð 2 Garðabæ 565 8070
okkarbakari.is
facebook.com/okkarbakarí
25. Október 201412 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Vopnaburður lögreglu hefur verið ræddur á Alþingi:
„Nauðsynlegt að hinir þjóð-
kjörnu fulltrúar á Alþingi
komi að þeirri ákvörðun“
Það hefur vakið mikil viðbrögð úti í samfélaginu að upplýst var um að
lögreglan eignaðist 150 hríðskotabyssur. Fram hefur komið að rætt sé um
að slík vopn eigi að vera til taks í lögreglubílum. Allsherjarnefnd Alþingis
fjallaði um málið í vikunni og hefur verið óskað eftir sérstakri umræðu
um málið á Alþingi. Þessi mál hafa ekki mikið verið rædd undanfarin ár,
enda þótt starfsaðstæður og launakjör lögreglu sem og framkoma hennar
við almenna borgara, t.d. við einstakar handtökur og mótmæli hafi oft
verið rædd í samfélaginu, í blöðum og á bloggum.
Í nóvember árið 2006 fóru fram um-
ræður utan dagskrár á Alþingi, þar
sem vopnaburður lögreglumanna var
ræddur sérstaklega. Hér verða birtar
glefsur úr þeirri umræðu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Samfylkingu
„Burt séð frá um-
ræðunni um ör-
yggisbúnað lög-
reglumanna er ljóst
að fari lögreglan að
vopnbúast munu
glæpamennirnir
gera það líka. Það
skapar hættulegra og ofbeldisfyllra
samfélag í stað þess að veita borgur-
unum betri vernd, og menn verða að
horfast í augu við það. Menn verða
líka að svara því hvaða vanda auk-
inn vopnabúnaður lögreglu eigi að
leysa ef af slíku yrði. Hæstvirtur for-
seti. Það hefur komið fram, m.a. hjá
framkvæmdastjóra Landssambands
lögreglumanna, að landssambandið
er ekki meðmælt því að lögreglan
vopnist, til þess höfum við sérsveitina.
[…]Það er nauðsynlegt að hváttvirtir
þingmenn ræði það hér við þessa um-
ræðu og væntanlega nánar í störfum
þingsins í vetur hvort einhver vilji sé
fyrir því að fara inn á þessa braut hér
á landi, eða ekki, og hvaða aðgerðir
það kallar á eða hvort við viljum halda
í gildi þess — hið menningarlega og
siðferðislega gildi þess, vil ég halda
fram — að hafa vopnlausa lögreglu-
menn á Íslandi.“
Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki,
dómsmálaráðherra
„Það hefur lengi
verið ríkjandi
stefna íslensku
lögreglunnar að
l ö g r e g l u m e n n
séu óvopnaðir
við almenn lög-
gæslustörf og
hefur engin breyting orðið á þeirri
stefnu þrátt fyrir vaxandi fjölmiðla-
umræðu um alvarleg mál þar sem
lögregla hefur þurft að yfirbuga vopn-
aða einstaklinga. Það er skoðun mín
að ekki sé ástæða til að hverfa frá
þeirri meginstefnu að hin almenna
lögregla í landinu sé óvopnuð við
dagleg störf. Þessi mál eru reglulega
til umræðu hjá lögregluyfirvöldum
enda mikilvægt að lögreglan sé sjálf
lykilþátttakandi í umræðunni þar
sem um starfsöryggi lögreglumanna
er að ræða.“
Kolbrún Halldórsdóttir,
Vinstrihreyfingunni-grænu
framboði
„Ég er í sjálfu
sér ánægð með að
heyra hæstvirtan
dómsmálaráðherra
lýsa því hér yfir að
ekki sé ætlunin að
hverfa frá þeirri
meginreglu að lögreglan á Íslandi
sé óvopnuð við störf sín. Það skiptir
okkur verulegu máli að þeirri stefnu
sé framfylgt enda vitum við það af
rannsóknum sem gerðar hafa verið í
nágrannalöndum okkar að ef hin al-
menna lögregla býst vopnum er voðinn
vís. Þá kallar hún á meira ofbeldi. Það
hafa finnskar rannsóknir sýnt fram á og
Finnar hafa verið að gera átak hjá sér í
að reyna að minnka notkun skotvopna
hjá almennri lögreglu. Við erum því
algerlega með það á hreinu að það þarf
ekki og á ekki að að fara inn á þá braut.
Hins vegar skilur maður að lög-
reglan, sem í auknum mæli þarf að
takast á við ribbalda og ofbeldisseggi
við störf sín, þurfi á því að halda að
hafa einhvern öryggisbúnað til taks
hjá lögregluembættunum. Hér þarf að
sjálfsögðu að fara bil beggja í þessum
efnum. En það er auðvitað alveg klárt
að við höfum ákveðna sérstöðu sem við
þurfum að varðveita. Hin almenna lög-
gæsla á Íslandi á að fara fram án þess að
lögreglan þurfi að vera vopnum búin.“
Dagný Jónsdóttir,
Framsóknarflokki
„Varðandi vopna-
burð almennra
lögreglumanna þá
kalla þeir sjálfir
ekki eftir þeirri
breytingu. Lög-
reglumenn hafa
ekki haft frum-
kvæði að því og það er mikilvægt að
staðan haldist þannig að til þess þurfi
ekki að koma. Hvorki lögreglumenn
né glæpamenn almennt ganga með
skotvopn þó að auðvitað séu sorglegar
undantekningar á því, þ.e. í hópi glæpa-
manna. Það verður að haldast þannig.
Að sjálfsögðu er ekkert útilokað í
þessum málum og ef þetta mundi
þróast til verri vegar yrði að taka á því.“
Magnús Þór Hafsteinsson,
Frjálslynda flokknum
„Sérsveitin er góð
svo langt sem hún
nær en það má
spyrja sig hvort
hún dugi alltaf
til. Það má spyrja
þeirrar spurningar
hvort ástæða sé
til að vopn séu til staðar á lögreglu-
stöðvum víða um land sem grípa
mætti til eftir ákveðnum reglum ef í
harðbakkann slægi. Þarna er ég nátt-
úrlega fyrst og fremst að hugsa um
öryggi borgaranna og líka um öryggi
lögreglumanna. Að lögreglumenn geti
þá brugðist við aðstæðum sem kynnu
að koma upp með mjög skömmum fyr-
irvara og varið hendur sínar og um leið
varið borgarana. Ég ætla ekki hér og
nú að taka afstöðu til þess hvort þetta
eigi að gera en ég tel að við eigum að
skoða þessi mál með opnum huga. Við
verðum líka jafnframt að hafa í huga að
vopnaburður lögreglu mun sennilega
kalla á það að glæpamenn vígvæðist
einnig á móti. Þetta er því mjög erfitt
og vandmeðfarið mál.“
Eiríkur Jónsson,
Samfylkingu
„Það sem ég vil
hins vegar leggja
sérstaka áherslu
á er nauðsyn
þess að Alþingi
komi á einhvern
hátt að þessum
ákvörðunum af því
að Ísland hefur verið, a.m.k. lengst af,
friðsöm og vopnlaus þjóð og mikil
þjóðarsátt hefur ríkt um það. Ef ætl-
unin er að gera breytingar á þessu,
sem vel að merkja liggur fyrir tillaga
um, þá er nauðsynlegt að hinir þjóð-
kjörnu fulltrúar á Alþingi komi að
þeirri ákvörðun. Það má hreinlega ekki
gerast að slík aukin vígvæðing hér á
landi laumi sér inn bakdyramegin án
fullnægjandi umræðu á þjóðþinginu
og í andstöðu við þjóðina.“
Bjarni Benediktsson,
Sjálfstæðisflokki
„Við fylgjum þeirri
meginstefnu sem
ráðherrann hefur
kynnt hér að al-
menna lögreglan
sé ekki vopnuð.
Það er sama stefna
og fylgt er í Noregi
og Bretlandi til að mynda. Það stendur
ekki til að breyta því.“
Mynd: Wikimedia Commons.