Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Síða 1
33. árg. / 10. tbl. / Vestmannaeyjum 9. mars 2006 / Verð kr. 200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is rENTRUM s. 481-1 630 Leikfélagið og Framhaldsskólinn: Nunnulíf Leikfélag Vestmannaeyja æfir nú leikritið Nunnulíf en það verður frumsýnt 18. mars. Laufey Brá Jónsdóttir leikstýrir verkinu sem einkennist af söng og gleði en leikritið er sett upp í samvinnu við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum. Ásta Steinunn Ástþórsdóttir, gjaldkeri LV, sagði leikgerðina setta upp eftir fyrstu kvikmynd- inni um Sister Act. „Við kjósum að kalla leikgerðina Nunnulíf en að þessu verki koma á milli 25 til 30 leikarar, þar af eru 14 til 15 í nunnuhlutverkum og 7 til 8 í karlhlutverkum. Leikstjóri er Laufey Brá Jónsdóttir og Helga Jónsdóttir hefur æft „nunnukór" með leik- urum. Þetta er í þriðja skipti sem hún aðstoðar okkur og það skiptir miklu máli því hún er metnaðar- full. Hún kemur til með að styrkja kórinn mikið því verkið byggist mikið á söng og söngatriðum. Þetta er mjög lífleg sýning sem fjallar um konu sem er í hálf- gerðri vitnavemd í klaustri og hefur vægast sagt mikil áhrif á líf nunnanna.“ Ásta Steinunn sagði leikara hafa sótt leiklistarnámskeið eftir áramótin og að Nunnulíf sé unnið í samvinnu við FIV. „Hópurinn er búinn að æfa í átta vikur og á endanum smellur þetta allt saman með hugmyndaflugi og þraut- seigju. Meirihluti leikara er ungt fólk en við emm alltaf að leita að eldra fólki því við viljum hækka meðalaldurinn í leikhúsinu. Það er eins og eldra fólk sé feimnara við að koma til liðs við okkur en við viljum endilega fá fólk á öllum aldri. Því meiri breidd því betra, “ sagði Ásta Steinunn. Fimm í Ungfrú Suðurland Á föstudaginn verður haldin á Selfossi keppnin um Ungfrú Suðurland og eiga Eyjamenn fimm fulltrúa í keppninni að þessu sinni. Eyjastúlkur náðu frábærum árangri í fyrra þegar þær röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Nú er spum- ing hvað verður en keppendur frá Eyjum em: Birgitta Osk Rúnars- dóttir, Irena Lilja Haraldsdóttir, Kristín Alda Jónsdóttir, Sara Sigurðardóttir og Sigrún Bjama- dóttir. BAKKAFJÖRULEIÐANGUR Lóðsins. EKKI var langt í fjöruna þegar komið var á þann stað sem ferjuhöfnin verður. Eyjólfur Guðjónsson kannaði aðstæður við Bakkafjöru Hann er ennþá efins Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Gullbergi VE, hefur lýst yfir sínum efasemdum um ferjulægi í Bakka- fjöru en hefur kynnt sér málið ítar- lega á síðustu misserum. Hann var einn þeirra sem fór með Lóðsinum í síðustu viku að kanna aðstæður. Áður hafði hann heimsótt höfuð- stöðvar Siglingastofnunar ásamt bæjarfulltrúum, þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum á Suður- landi þar sem líkan stofnunarinnar var kynnt sem og skýrsla um ferju- lægi í Bakkafjöru. „Eg er ennþá efins. Það á eftir að gera heilmiklar rannsóknir áður en menn geta sagt eitthvað ákveðið. Eg efast í sjálfu sér ekki um að þetta sé hægt en tel að þetta sé spurning um frátafir og kostnað. Þeir lögðu af stað með kostnað upp á 3,8 til 4,2 milljarða. Eins gefa þeir sér for- sendur um stærð, breidd og djúp- ristu skips en djúpristan er það sem takmarkar þetta." Aðspurður um ferðina með Lóðsinum sagði Eyjólfur að þetta hafi verið skemmtisigling í góðu veðri. „Eg hefði persónulega viljað fara í verra veðri og sjá aðstæður þá. Eg er sannfærður um að þá hefðum við ekki farið svona innarlega eins og við gerðurn." Eyjólfur sagði að það hafi komið sér á óvart að mælingar sýndu að aðeins var 4,2 metra dýpi niður á sandrifið. „Það er alveg Ijóst að ef þessar mælingar verða viðvarandi þá geta menn einfaldlega gleymt þessu. Þá eru allar hinar rann- sóknirnar til einskis." Dýptarmælingar hafa ekki farið fram eins oft og samningar Siglingastofnunnar við Vestmanna- eyjahöfn kveða á um og ljóst að þær tafir munu seinka verkefninu um- talsvert. í gögnum Siglingastofn- unar er gert ráð fyrir sex til sjö metra dýpi niður á rifið. Hann gerir einnig athugasemdir við mælingar Sigurbjörns Guðmunds- sonar skipstjóra úr Grindavík. „Hann var alltaf þama í blíðu og eina athugasemdin sem hann gerir er að það hafi verið þungur sjór að sunnan á svæðinu. Það em að mínu viti engin vísindi. Þarna em oft suðvestan sex til sjö vindstig og meira þannig að það kemur engum á óvart. Þá er spurning hvort menn sitja í sínum flugvélastólum í þrjá tíma til Þorlákshafnar eða snúi við aftur til Eyja og komist ekki leiðar sinnar.“ Eyjólfur er ósáttur við umræðuna um samgöngumál Eyjamanna og telur hana mjög dapra. „Maður heyrir það að áætlanir og rann- sóknir vegna Bakkafjöru hafí kostað 80 milljónir og ef það er rétt að það sé búið að eyða tuttugu milljónum í rannsóknir á göngum til þess að blása þau út af borðinu þá finnst mér það einfaldlega ekki rétt. Það var lagt af stað með þrjá valkosti, göng, ferjulægi og nýjan Herjólf." Honum finnst ekki eðlilegt að það komi fyrst skýrsla upp á jarðgöng sem kosta 38 milljarða og síðan er sú tala einfaldlega tvöfölduð í annarri skýrslu. „Menn voru volgir eftir fyrri skýrsluna um að þetta væri þjóðhagslega hagkvæmt, sam- kvæmt útreikningum og þegar það liggur fyrir er pöntuð ný skýrsla, talan tvöfölduð og það talið duga til að þagga niður í Eyjamönnum. Menn hljóta að minnsta kosti að þurfa að klára rannsóknir áður en menn flauta hlutina af.“ Skemmtun sem aldrei klikkar Þær gerast ekki betri skemmt- anirnar í Eyjum en árshátíðir grunnskólanna. | BLS. 14 og 15 Frábær | BLS. IQog 11 námsárangur Hjalti Jónsson hefur náð góðum árangri í sálfræðinámi í Dan- mörku. TM-Öryggi fyrir fjölskylduna www.tmhf.is Sameinaðu allar tryggingar á einfaldan og hagkvæman hátt. 'TM ÖRYGGI Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 g sprautun 25 Réttingar o Sími 481 15. Aætlun Landsflugs gildir til 15. mai frá RVK frá VEY mán-fös 07:30 08:05 mán/mið-sun 12:00 12:45 mán-sun 16:45 17:30 Kynntu þér nettilboðin á www.flugfelag.is f Landsflug ® 481 3300 / 570 3030

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.