Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 9. mars 2006 EYIAMAÐUR VIKUNNAR Væri til í kaffi og kleinur með Jesú Árshátíðir gmnnskólanna fóm fram í síðustu viku og að vanda voru skemmtiatriðin gríðarlega vel heppnuð. Einn drengur var meira áberandi en aðrir í Bamaskólanum og má segja að hann hafi verið allt í öllu þar og sló rækilega í gegn. Það var Hjalti Pálsson og er hann Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Hjalti „Enok“ Pálsson. Fæðingardagur: 3. febrúar á því herrans ári 1990. Fæðingarstaður: 3. hæð í Sjúkra- húsi Vestmannaeyja (fæðingardeild). Fjöiskylda: Mútta, Pabbi og tvö systkini. Draumabfllinn: Eitthver kaggi sem virkar sem veiðistöng á tjeddl- ingamar. Uppáhaldsmatur: Eitthvað með góðu bragði t.d. hamborgarahryggur Versti matur: Klárlega allt sem pabba finnst gott. Uppáhaldsvefsíða: Ætli það sé ekki fotbolti.net og b2.is. Hjalti Pálsson er Eyjamaður vikunnar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gleðisveit Guttorms og Arctic Monkeys. Aðaláhugamál: Bútasaumur, Knapadráttur og Traktorar. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkyns- sögunni: Jim Carrey og það væri ekki amalegt að komast í kaffi og kleinur með Jesú. Fallcgasti staður sem þú hefur komið á: Herbergið mitt (minnir mann óneitanlega mikið á tjemóbyl á góðum sumardegi). Ertu hjátrúarfullur? Thjaaa... svona stundum. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: ÍBV, Man Utd. Og Axel Jóhann í fótbolta, það er fátt skemmtilegra en að horfa á hann. Stundar þú einhverja íþrótt: Handbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi voða lítið á sjónvarp en ætli það séu ekki bara fréttir og íþróttir. Hvernig fannst þér árshátíðin heppnast? Bara unaðslega. Hvað tók undirbúningurinn langan tíma? Um það bil viku. Hvað stóð upp úr? Leikritið sem var mjög gott þetta árið. Eitthvað að lokum: Gauti....það er líf eftir meistaradeildina. N 1 x?- n/v t p y " y MATGÆÐINGUR VIKUNNAR Kjúklingaréttur og frönsk súkkulaðikaka Irís, kœrar þakkir fyrir úskorunina. Eg œtla að bjáða upp á mjög einjaldan, fljótlegan og góðan kjúklingarétt. Þar sem þessi réttur er svo léttur í maga er nauðsynlegt að liajá eftirrétt og fylgir því með uppskrift af franskri súkkulaði- köku. Auðveldur og fljótlegur kjúklingaréttur Kjúklingabringur Rucola salat Tómatar Rauðlaukur Mangó ávöxtur Instant núðlur Möndluflögur (má sleppa) Sesamfræ Olívuolía Soyasósa Basalmic edik Sykur Sweet hot chillicósa Byrjið á að setja rucola grænmeti í botnáformi. Skerið niður tómata og rauðlauk og setjið ytlr. Því næst er mango ávöxtur skorinn í bita og settur yfír. Látið bíða. Kryddlögur: 1/2 bolli olía 1/4 bolli basalmic edik 2 msk. sykur 2 msk. soyasósa Þetta er soðið í potti í 1 mínútu og hrært vel í á meðan, síðan kælt. Setjið olíu á pönnu og hitið. Því næst eru settar instant núðlur (t.d.úr súpupakka) án krydds á pönnuna og steiktar létt. Næst em settar möndlufíögur og þær steiktar með. Að síðustu er bætt út í sesamfræi og það látið vera stutta stund. Þetta er kælt og kryddlögurinn settur út í þetta þegar það hefur kólnað. Hellt yfir grænmetið. Kjúklingabringur skomar í strimla og léttsteiktar á pönnu. Sweet hot chillisósu er hellt yfir. Kjúklingurinn er færður af pönnunni og dreift yfir grænmetið. Rétturinn er kaldur að hluta, aðeins kjúklingastrimlamir ofan á eru heitir. Borið fram með hrísgrjónum, brauði og vel kældu hvítvíni að eigin smekk. Frönsk súkkulaðikaka Botn: 2 dl sykur 200 gr smjör 200 gr suðusúkkulaði 1 dl hveiti 4 stk. egg Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveiti saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel Rut Haraldsdóttir er matgæðingur vikunnar smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170 gráður í 30 mínútur. Súkkulaðibráð (má sleppa og strá þá flórsykri yfír kökuna) 150 gr suðusúkkulaði 70 gr smjör 2 msk. síróp Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott að bera hana fram með rjóma eða ís og jafnvel betjum. Ég ætla að halda áskoruninni innan saumaklúbbsins og varpa henni alla leið norður til Akureyrar til hennar Heggu Þórhalls sauniaklúhbsvinkonu. Ég veit af eigin raun að hún verður ekki í nokkrum vandræðum með þetta. Gamla myndin Ekki eru til neinar upp- lýsingar um myndina hér til hliðar á Ljós- myndasafni bæjarins en þeim sem hafa upplýs- ingar er bent á netfangið: ljosmyndasafn@vest- mannaeyjar.is. Eins er hægt að hringja inn upplýsingar í síma 481- 1184. Atthagaspil tileinkað sögu Vestmannaeyja Astrid Öm Aðalsteinsson hefur verið í Eyjum undanfama daga að kynna fyrirhugaða útgáfu sína á átthagaspili með spurningum frá Vestmanna- eyjum. Segir hún að viðbrögð fyrirtækja séu oftast góð og vonast hún til að ná nógu mörgum með sér í verkefnið til þess að það geti farið af stað á fullum krafti. Átthagaspilið hefur áður komið út l'yrir Vopnaíjörð og Hérað og ætlunin að þriðja spumingaboxið verði tengt Vestmannaeyjum. Fleiri staðir eru í vinnslu, til dæmis Hafnarfjörður. Astrid segir spilið unnið nær alfarið af Vestmannaeyingum og hefur hún fengið þá Daníel Steingrímsson og Sigurgeir Jónsson með sér í lið. Hún þarf fyrirtækin í bænum með sér í verkefnið og í staðinn em spil tengd fyrirtækjunum ásamt lógói og jafnvel ljósmyndum. Spilið er byggt upp á spumingum úr sögu sveitafélagsins og lil að mynda verða spurningar hér tengdar Tyrkjaráninu og Heima- eyjargosinu. Hún segir það draum sinn að fá enn fleiri aðila inn í spilið með sér en til þess þurfi hún að virkja heimamenn á hverjum stað. „Ég er sjálf lesblind. Ég sé allt í myndum og fæ þannig hugmyndir. Þessi hugmynd kviknaði þannig og ég fór af stað á Vopnafirði og síðan hefur þetta stækkað hægt og rólega. Nú vilja Vopnfirðingar til dæmis fara að fá nýjar spumingar þar sem þessar em orðnar nokkurra ára gamlar," sagði Astrid og bætti við að hugmyndin væri jafnvel þar að tengja þetta skólastarfinu en það væri ekki enn komið í framkvæmd. Hún segir spilið ASTRID með spilið góða sem allir Eyjamenn ættu að hafa gaman af. seljast vel á Vopnafirði og á Héraði og eigi von á því að Eyjamenn taki því einnig vel. „Ég hef fengið heimamenn til að skrifa allan textann og vonandi verður í framtíðinni hægt að uppfæra spurningamar reglulega. Þetta er dýrt í framleiðslu, leikspjaldið sjálft er fjöldaframleitt enda sama spjald fyrir alla spumingaflokka en spumingar fyrir hvert hérað eða hvem stað em prentaðar í minna upplagi." a döfinni í vikunni föstudagur Hljómsveitin Vítamín á Lundanum. föstudagur Úrslit í Tvistmótinu í billjard í Kiwanis. laugardagur Hljómsveitin Vítamín á Lundanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.