Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Side 6
6 Fréttir / Fimmtuda.gur 9. mars 2006 Á föstudaginn fóru full- trúar Siglingastofnunar, bæjarfulltrúar og hafn- arstjórnarmenn í sigl- ingu með Lóðsinum að Bakkafjöru þar sem gert er róð fyrir að byggð verði ferjuhöfn fyrir Vestmannaeyjar, sé það mögulegt. Veður var einstaklega gott og nónast sléttur sjór. Siglingin tók um hálftíma en fyrst var komið að öldudufli sem er á 25 faðma dýpi utan við hlið í rifi sem sand- urinn myndar rétt utan við ströndina. Af þess- ari ferð er ómögulegt að segja til um hvort hafnargerð á þessum stað er möguleg en vissulega er það fýsi- legur kostur að ekki taki nema hálftíma að komast upp á fasta- landið. GÍSLI Viggósson hjá Siglingastofnun fylgist með dýpi á dýptarmæli Lóðsins. Stefán Jónasson, bæjarfulltrúi, fylgist með. ELLIÐI í túrnum með fjöruna í baksýn. Elliði Vignisson bæjarfulltrúi Metnaðarfullt verkefni Elliði Vignisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra sem fóru með Lóðsinum upp að Bakkafjöru á föstudaginn en komst ekki á kynningarfund Siglinga- stofnunnar um kvöldið. „Því miður komst ég ekki en ég fór á kynninguna í höfuðstöðvum Siglingastofnunar á laugardeginum sem var keimlík kynningunni fyrir bæjarfulltrúa fyrir skömmu. Það sem stendur upp úr að mínu mati er að okkar fremstu fræðimenn á sviði hafnargerðar telja að þetta sé ekki bara möguleiki, heldur mjög spenn- andi og nærtækur. Frátafir vegna veðurs eru innan þeirra marka sem maður hefur verið að horfa til og kostnaður vegna verkefnisins vel ásættanlegur. Svo spillir ekki fyrir hversu lítinn tíma það tekur að ráðast t þessar miklu samgöngubætur. Það er gott að fá heilbrigða umræðu um þessi mál og eðlilegt að ekki séu allir á eitt sáttir hvað svona stórvirka aðgerð varðar. Ég tel nú samt að við verðum að leggja trúnað á mál þeirra manna sem hafa hannað og smíðað hafnir á íslandi síðustu ár og áratugi." Elliði sagði jafnframt að það væri mikilvægt að slá ekkert út af borðinu í þessum efnum. Við verðum að passa okkur í allri um- ræðu um samgöngur, í öðru orðinu erum við að kvarta yfir að það sé ekki unnið nógu fáglega að útreikn- ingum varðandi jarðgöng og þau afgreidd út af borðinu með böl- sýnum niðurstöðum um mikinn kostnað og í hinu viljum við ekki hlusta á rök lærðra manna varðandi Bakkafjöru vegna þess að þau séu of jákvæð og því ekki raunsæ." Elliði sagði að þrátt fyrir að hafa skoðað líkan Siglingastofnunar af ferjulaginu hefði komið á óvart í siglingunni á föstudaginn hversu ofboðslegt mannvirki verið væri að tala um. „Þeir sögðu að nú værum við um það bil þar sem hafnar- mynnið myndi byija og mér fannst við vera svo rosalega langt úti ennþá enda á mynnið að verða um 600 metra út í sjó. Þetta verkefni er alveg feykilega metnaðarfullt hjá Siglingastofnun og miklu hefur verið til tjaldað." Elliði 'sagði að umræðan um samgöngumál mætti ekki bara snúast um á hvaða máta er best fyrir okkur að komast með fjölskylduna til Reykjavíkur í frí, þótt auðvitað skipti það miklu. „Þetta snýst ekki síður um möguleika Vestmannaeyja í heild sinni. Okkar stóra vandamál er einhæft atvinnulíf og þröngir möguleikar til vaxtar. Það getur reynst okkur gríðarlega mikilvægt að komast í tengsl við vaxtarsvæði hér hinum megin við hafið.“ Hann sagðist vera bjartsýnn á framhaldið varðandi framtíðar- skipan samgöngumála við Eyjar eins og framtíð Vestmannaeyja í heild sinni. „Ég held mig við samþykktir bæjarstjórnar í þeim efnum. Fyrst eru það jarðgöng, svo Bakkafjara og loks nýr Herjólfur. Þetta held ég að sé rétt forgangsröðun. Ég tel að við eigum að halda öllum dyrum opnum því eitt truflar ekki annað, enn sem komið er alla vega. Krafan er að innan skamms verði tekin ákvörðun um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar og þá verða allar forsendur að liggja fyrir.“ Stefán Jónasson bæjarfulltrúi: Ferjulægi er okkar sóknarfæri Stefán Jónasson bæjarfulltrúi lýsti yfir ákveðnum efasemdum um Bakkafjöru á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu og sagðist hafa þær upplýsingar, sem hann byggði mat sitt á, frá sjómönnum. Hann sagði að eftir kynningar Siglingastofnunar á málinu hafi viðhorf hans breyst til muna gagn- vart ferjuhöfn í Bakkafjöru. „Ég hef aldrei verið á sjó og hef því þurft að stóla á aðra sem hafa meiri þekkingu á þeim efnum sem um ræðir. Aftur á móti hafa Gísli Viggósson og hans menn náð að sannfæra mig um að þetta sé möguleiki og Gísli hefur til að mynda útskýrt mjög nákvæmlega hvernig þeir hyggjast byggja upp varnargarðana," sagði Stefán. Frekari rannsókna er þörf, bætti hann við og vonaðist að ráðist yrði í þær fljótlega. Aðspurður um fundinn á föstudaginn sagði Stefán að hann haft verið fróðlegur. „Þær spurningar sem komu fram sneru allar að þeim atriðum sem efa- semdir hafa verið um og það var mjög gott að þær komu fram. Mér fannst Gísli svara þeim mjög vel og líklega hefur hann náð að sannfæra marga sem voru beggja blands fyrir fundinn." Stefán spyr sig að því hvers vegna ekki eigi að trúa þeim sem vinna við það daginn út og daginn inn að hanna mannvirki á við það sem nú um ræðir. „Síðan verðum við að spyrja okkur að því hvers vegna við eigum ekki að taka mark á skipstjóranum frá Grindavík." Aðspurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í ferðinni með Lóðsinum yfir álinn sagði hann svo ekki vera. „Helst kannski hvað þetta var stutt ferð. Maður var varla búinn að taka augun af Eyjununt þegar maður var kominn yfir en það verður lfka að taka það fram að það var algjör blíða á leiðinni. Þetta var bara skemmti- legur útsýnistúr." Stefán sagði jafnframt að það yrði að treysta á fræðimenn í þessu. „Þetta er hægt, það er ekki spum- ÖLDUMÆLIRINN vaggaði ró- lega á nánast sléttum sjónum. ing og ég er bjartsýnn á þetta, miðað við hvemig lagt er upp með þetta í dag. Það sem skiptir mestu máli er að það sem við þurfum í dag er breytingar á samgöngumáta. Við vitum alveg að nýr Herjólfur í Þorlákshöfn verður engin sam- göngubylting fyrir okkur, við vitum hvað við höfum þar og varðandi jarðgöng þá er það nú bara svo að ef sá sem ætlar sér að borga brúsann, það er ríkissjóður, er ekki tilbúinn í það, þá verðum við að stoppa. Sóknarfæri okkar í dag er ferjulægi í Bakkafjöru.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.