Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 10
10
Frcttif / Fimmtudasur 9. mars 2006
Hjalti Jónsson og Linda Björk Olafsdóttir hafa búið í Danmörku og stunda nám þar.
Hann lauk nýlega MSc prófi í sálarfræði og Linda leggur stund á BA nám í næringar- og
heilsufræði - í viðtali við Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur segir Hjalti frá námi sínu þar sem
hann hefur frábærum árangri, talar um lífið í Danaveldi og horfir heim til Eyja
Hjalti Jónsson og Linda
Björk Olafsdóttir hafa
búið í Danmörku undan-
farin ór, nónar tiltekið í
þorpi sem heitir Hjortshoj
og er staðsett rétt fyrir
norðan Arósa. Hjalti
lauk nýlega MSc prófi í
sólarfræði og Linda legg-
ur stund ó BA nóm í
næringar- og heilsufræði
en er nú í fæðingarorlofi
þar sem yngri sonur
þeirra fæddist 23. júlí sl.
og hefur honum verið
gefið nafnið Olafur Dan.
Só eldri Jón Jökull verður
5 ára í apríl.
Það hefur því verið nóg
að gera hjó fjölskyldunni í
Hjortshoj. Hjalti starfar nú
sem klínískur sólfræðingur
við sjúkrahús en þess mó
geta að hann lauk MSc
prófi með fróbærum
órangri og fékk hæstu
mögulegu einkunn fyrir
lokaritgerðina. Hæsta
einkunn er einungis gefin
fyrir ritgerðir sem taldar
eru uppfylla allar þær
kröfur sem gerðar eru og
gott betur en það. Það er
því spennandi að spyrja
Hjalta út í nómið,
framtíðina, veruna í Dan-
mörku og í hvaða Ijósi
hann sér Eyjarnar núna.
FJÖLSKYLDAN, Linda Björk með Ólaf Dan, Jón Jökull og Hjalti.
Heimaklettur fer ekkert
-Það er það eina sem ég get verið viss um, allt annað veltur á íbúunum og samstöðu þeirra á milli
Lífíð 1 Danmörku
Hver var ástœðan fyrir því að þið
ýluttuð út ?
-Haustið 2003 stefndi ég á fram-
haldsnám í sálfræði og Lindu lang-
aði í nám tengt heilsu- og nær-
ingarfræði. Aður en við kynntumst
höfðum við bæði búið erlendis í
skemmri tfma og langaði okkur að
prufa það aftur saman. Þegar við
komumst að því að þær náms-
greinar sem við leituðum að voru
báðar kenndar við Arósaháskóla
var ekkert annað í stöðunni en að
drífa sig út til Danmerkur.
Hvernig líkar ykkur úti?
-Okkur hefur líkað mjög vel hér úti
allt frá fyrsta degi enda þrífast
börnin vel og við ánægð í námi og
starfi.
Er lífið á einhvern hátt frábrugðið
því sem gerist hér heima og
hvernig ef svo er?
-Fyrir okkur er lífið hér úti frá-
brugðið lífinu heima að því leyti að
allt þar til nýlega, vorum við bæði
námsmenn hér úti en á Islandi
vorum við annaðhvort bæði í vinnu
eða aðeins ég í námi. Sem náms-
menn með sveigjanlegan vinnutíma
fannst okkur óneitanlega skapast
meira svigrúm fyrir fjölskyldulífið.
Nú er ég reyndar tiltölulega nýbyrj-
aður að vinna í fullu starfi og
verður gaman að sjá hvort það
kemur til með að breyta lffsmynstri
okkar mikið. Að vísu er aðeins 37
tíma vinnuvika og sveigjanlegur
vinnutími svo hingað til hefur það
verið mjög fjölskylduvænn vinnu-
tími. Eins og sjá má þá er fjöl-
skyldulífið í hávegum haft hjá
okkur, enda er hugarfarið gagnvart
fjölskyldulífi eitt af því sem okkur
líkar hvað best við hér úti og
hversu mikilvægt það er að at-
vinnan bitni ekki á mikilvægasta
þætti lífsins sem fjölskyldulífið er.
Eru Danir líkir eða ólíkir
Islendingum ?
-Breytileiki manna er svo mikill að
mér þykir alltaf mjög varasamt að
setja heila þjóð undir sama hatt og
alhæfa út frá því. Ef ég er tilneydd-
ur til að nefna eitthvað ákveðið þá
er það mín tilfinning, ef við lítum á
hlutina í víðara samhengi, þá verð-
um við á Islandi fyrir meiri áhrif-
um frá Bandaríkjunum en frændur
okkar Danir. Hvort það sé jákvæð
eða neikvæð þróun ætla ég ekki að
leggja mat mitt á hér en með þess-
um amerísku áhrifum tel ég fylgja
meðal annars meira lífsgæðakapp-
hlaup, meiri samkeppni og djarfari
viðskiptahætti. Gagnvart þessunt
þáttum eru Danir mun afslappaðri
en Islendingar.
Tala dönsku við Dani
Var ekkert mál að komast inn í
dönskuna?
-Tungumálanám getur að mínu
mati verið ævilangt ferli, það er
bara spurning hversu hátt þú setur
markið og á þetta bæði við um
móðurmálið sem og önnur
tungumál sem lærast á lífsleiðinni.
Allt frá fyrsta degi vorum við
Linda staðráðin í að ná góðum
tökum á málinu bæði til að komast
betur inn í þjóðfélagið sem og til
að auka möguleikann á að fá at-
vinnu að námi loknu. 1 stað þess að
fara í tungumálaskóla ákvað ég frá
upphafi að einbeita mér að því að
komast í eins mikið samband við
innfædda og mögulegt var. Eg setti
mér einfaldlega það markmið að
tala dönsku við Dani í minnst
klukkutíma á hverjum degi, helst
meira. Ég byrjaði því í sjálfboða-
vinnu á kaffihúsi fyrir fólk með
geðræn vandamál, tók að mér að
heimsækja eldra fólk á elliheimili
bæjarins, tók fram fótboltaskóna á
ný og spilaði með fótboltaliði
bæjarins. Allt þetta hjálpaði til við
að ná tökum á tungumálinu. Á
meðan við Linda höfðum mikið
fyrir að ná tökum á málinu hafði
eldri strákurinn okkar, sem þá var
tveggja og hálfs árs gamall, ekkert
fyrir þessu og var hann fljótlega
farinn að leiðrétta foreldra sína og
gerir enn.
Námið og vinnan
Þú varst að Ijúka prófi í sálfrœði,
MSc gráðu, og fékkst hœstu
mögulegu einkunn fyrir lokarit-
gerðina þína. I livaða skóla varstu
og hvernig líkaði þér?
-Ég hóf mastersnám við sál-
fræðideild Árósaháskóla haustið
2003 og lauk því í janúar síðast-
liðnunt. Helsti kosturinn við námið
hér úti finnst mér vera hversu
praktískt námið hefur verið ásamt
því að hér er meira frjálsræði í
náminu en ég vandist í Háskóla
Islands. Það lýsir sér best í þvf að
hér er mikið lagt upp úr sjálf-
stæðum vinnubrögðum og náms-
manninum sjálfum að miklu leyti
treyst fyrir sínu námi. Vissulega
getur það verið ókostur fyrir suma
þar sem aðhaldið er minna, en
þegar fólk er komið á þetta
námsstig þykir mér eðlilegt að sýna
námsmanninum þetta traust.
Voru fleiri Islendingar í skólanum
og eru ekki margir Islendingar í
nágrenni við ykkur?
-Samkvæmt óstaðfestum heimild-
um hef ég heyrt að það séu um 800
Islendingar á Árósasvæðinu enda
er ekki ósjaldan sem maður mætir
Islendingi í miðbæ Árósa. I mínu
námi vorum við 14 sem byrjuðum
á sama tíma og vissulega var tölu-
verður samgangur innan þessa hóps
og er enn, þó stærsti hlutinn sé
fluttur aftur heim til íslands. í þess-
um hópi vorum við öll mjög
meðvituð um að einangra okkur
ekki frá hinum nemendum
árgangsins og reyndum því að
dreifa okkur á meðal þeirra Dana
og Norðmanna sem þarna voru.
Ári eftir að við fluttum hingað
vorum við svo heppin að Sighvatur
bróðir flutti hingað til náms ásamt
fjölskyldu sinni. Á þeint tíma flutti
líka vinur minn, Birgir Stefánsson
hingað út en hann er núna fluttur
aftur heim. Árið þar á eftir fjölgaði
enn meira í íslenska vinahópnum
hér úti en þá flutti annar vinur
minn, Sæþór Orri Guðjónsson og
vinkona Éindu, Thelma
Gunnarsdóttir, ásamt fjölskyldum
sínum hingað út. Þar að auki flutti