Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Side 13
Fréttir / Fimmtudasur 9. mars 2006
13
Fiskistofa í Eyjum:
Hlynur for-
stöðumaður
Hlynur Sigmarsson í Sparisjóðnum
hefur verið ráðinn forstöðumaður
Fiskistofu í Eyjum.
Hlynur hefur sagt upp starfi sínu í
Sparisjóði Vestmannaeyja og mun
hefja störf í nýju útibúi Fiskistofu á
næstu vikum. Hlynur sagði í sam-
tali við Fréttir að honum hafi
fundist vera kominn tími á að
spreyta sig á nýjum verkefnum.
„Maður er að vera gamall og ég
var hvattur af félaga mínum að
skoða auglýsinguna og mér fannst
þetta starf passa vel við mig. Eg
fann fyrir þörf til að takast á við ný
verkefni og vissi að ef ég ætlaði að
prófa eitthvað nýtt þá var það nú
eða aldrei. Eg er búinn vera í átta ár
í Sparisjóðnum og þetta er búinn að
vera góður tími þannig að héðan fer
ég sáttur."
Nú ertu búinn að starfa lengi fyrir
IBV, hefur þessi breyting einhver
áhrif á þau störf?
„Eg ætla ekki að hætta því alveg
strax. Hugsanlega þegar fjárhags-
staðan er komin í lag þá fer maður
kannski að hugsa um að hætta. Við
skuldum svolítið núna en ég sé
fram á að við verðum komin réttu
megin við núllið í síðasta lagi eftir
ár. Eg ætla mér að klára það mál og
svo fer ég kannski að draga mig í
hlé.“
Grímur Gíslason um ákvörðun bæjarstjórnar um byggingu knattspyrnuhúss:
Að pissa í skóinn sinn?
-Ekki liggur fyrir hvar á að skera niður áður en ákvörðun er tekin um byggingu
hússins og ekki hugsað til framtíðar með byggingunni
Samþykkt
bæjarstjómar
um byggingu
knattspyrnuhúss
vakti í meira
lagi sagt
blendnar til-
finningar hjá
mér. Ekki það
að ég sé á móti
byggingu knatt-
spyrnuhúss en aðferðafræðin við
ákvarðanatökuna líkar mér ekki.
Finnst mér vera byrjað á öfugum
enda og upplagið sé að finna leið
til að losna undan þrýstingi mjög
ákveðins þrýstihóps í aðdraganda
kosninga.
Eg hef einhvern veginn á tilfinn-
ingunni, vegna þess hvernig
samþykktin er úr garði gerð, að
bæjarstjórn sé að leita leiða til að
kaupa sér frið. Ætlunin sé að láta
það verða hlutskipti ÍBV að kikna
undan ábyrgðinni sem sett verður á
félagið með ákvörðun um bygging-
una eða þá að upp rísi mótmæla-
alda annars staðar vegna niður-
skurðar sem koma á til í mála-
flokknum íþrótta- og æskulýðsmál.
Það sé meginástæðan fyrir því að
byrjað er á öfugum enda á málinu.
Þá er ég langt í frá að vera hrifinn
af þeirri bráðabirgðalausn sem
felst í byggingu þess tjaldhúss sem
stefnan hefur verið sett á og einnig
ilnnst mér forkastanlegt af bæjar-
stjórn að ætla sér að semja beint
við einn aðila um fjármögnun og
byggingu hússins í stað þess að
leita til fleiri aðila og ná hugsan-
lega fram hagstæðari samningum.
Fyrst á að ákvarða niðurskurð
og síðan taka afstöðu til bygginar
hússins?
Ef ég hef skilið samþykkt bæjar-
stjómar rétt þá felur hún í sér að
verði farið í byggingu knattspyrnu-
hússins þá eigi að skera niður árleg
fjárframlög til íþrótta- og æsku-
lýðsmála um sömu upphæð og
áætlaður kostnaður bæjarins af
rekstri hússins verður.
Einhvers staðar vemr að klípa
verulega til að ná þeim milljónum
sem til þarf og líklegt er að það
Um leið og samþykkt var
að ganga til samninga um
byggingu hússins var
bæjarstjóra falið að koma
með tillögur um niðurskurð
í málaflokknum til jafns við
kostnaðarauka bæjarins
vegna knattspyrnuhússins.
Auðvitað er þarna byrjað á
öfugum enda. Rétt hefði
verið að fyrir lægju tillögur
um niðurskurð áður en af-
staða var tekin til bygg-
ingar hússins, þannig að
bæjarstjórn gæti tekið
afstöðu til málsins í heild
sinni og fyrir lægi sam-
komulag við ÍBV um
niðurskurð á framlögum til
félagsins.
muni þá bitna á annari íþróttastarf-
semi og íþróttamannvirkjum. IBV
verður væntanlega stillt upp við
vegg þar sem þeir verða að
samþykkja ákvörðun um skerð-
ingar á fjárframlögum til félagsins,
komi til byggingar knattspyrnu-
hússins.
Dæmigerð niðurstaða stjórnmála-
manna sem vilja losna við að taka
af skarið og taka erfiða ákvörðun
undir pressu frá þrýstihóp.
Um leið og samþykkt var að
ganga til samninga um byggingu
hússins var bæjarstjóra falið að
koma með tillögur um niðurskurð í
málaflokknum til jafns við kostn-
aðarauka bæjarins vegna knatt-
spyrnuhússins. Auðvitað er þarna
byrjað á öfugum enda. Rétt hefði
verið að fyrir lægju tillögur um
niðurskurð áður en afstaða var
tekin til byggingar hússins, þannig
að bæjarstjórn gæti tekið afstöðu til
málsins í heild sinni og fyrir lægi
samkomulag við IBV um niður-
skurð á framlögum til félagsins.
Eg velti upp þeim spurningum,
hvar á að skera niður? A að skera
niður í framlögum til íþrótta-
hússins? Á að skera niður fjármagn
til framkvæmda við sundlaug? Á
að skera niður framlög til golf-
klúbbsins? Á að skera niður fram-
lög til skátastarfsemi eða annarra
æskulýðsmála? Allir falla þessir
liðir undir málaflokkinn íþrótta- og
æskulýðsmál og því eiga þessar
spurningar rétt á sér í ljósi
afgreiðslu bæjarstjórnar á málinu.
Ef byggja á knattspyrnuhús, á að
gera það af myndarskap og dug
Það er mín skoðun að ef ráðast á í
byggingu knattspyrnuhúss þá á að
gera það af myndarskap og dug.
Byggja til framtíðar með trú á
blómlegt líf og uppbyggingu
byggðar í Vestmannaeyjum til
langrar framtíðar.
Bráðabirgðalausnir hafa aldrei
gefist vel og verða yfirleitt kostn-
aðarsamari þegar upp er staðið. Eg
minni enn á byggingar
Þórsheimilis, Týsheimilis og
íþróttasalarins við Tysheimilið sem
byggt var á sínum tíma í ákveðnu
fljótræði án þess að horft væri til
framtíðar. Eg er viss um að í dag
geta fiestir verið sammála um að
þeim fjármunum sem settir voru í
þessar bygingar hefði mátt verja
betur fyrir íþróttahreyfinguna.
Ljóst er að koma mun að því að
keppnistímabil í úrvalsdeild
knattspyrnu verður lengt og ekki er
ólfklegt að þá verði krafa um að
löglegir keppnisvellir í knatt-
spyrnuhöllum verði nauðsynlegir
þeim liðum sem spila í úrvalsdeild.
Ljóst er að það tjaldhús sem stefnt
er á nú mun ekki uppfylla þær
kröfur enda stærð þess ekki nema
u.þ.b. hálfur knattspyrnuvöllur og
hvað mun gerast þá. Auðvitað
verður settur þrýstingur á að
byggja þurfi annað hús í fullri
stærð og þá munu menn klóra sér í
höfðinu yfir því af hverju þeir voru
að eyða fjármunum í tjaldhúsið.
Hefur alltaf verið skammgóður
vermir að pissa í skóinn sinn
Ef á annað borð er vilji og geta til
að fara út í fjárfestingu í knatt-
spyrnuhúsi þá eiga menn að skoða
hvort ekki er möguleiki á að gera
það af alvöru og byggja knatt-
spyrnuhöll sem nýtast mun til
langrar framtíðar. Knattspymuhöll í
fullri stærð myndi opna ýmsa
möguleika til að laða að íþrótta-
félög til æfinga og keppni og þar
sem IBV hefur gríðarlega reynslu í
mótshaldi stórra móta má eflaust
nýta slíkt hús stærstan part ársins
til einhvers konar mótshalda auk
ýmissa annarra möguleika sem
slikt hús myndi opna í Eyjum.
Það hefur löngum verið betra ráð
að fara í ullarsokka í frostinu en að
pissa í skóinn sinn, jafnvel þó að
það sé kostnaðarsamara og meiri
fyrirhöfn að fara í sokkana. Ég
óttast að bærinn muni pissa í
skóinn nteð byggingu tjaldhússins.
Bygging þess verði skammgóður
vermir og betra sé því að skella sér
í ullarsokkana strax og byggja
alvöru knattspyrnuhöll ellegar
harka af sér kuldann og vera kalt á
tánum örlítið lengur.
Otrúlegt að semja beint við
Fasteign í stað þess að bjóða út
Ákvörðun bæjarstjómar að ætla sér
að semja beint við Fasteign, komi
til byggingar hússins er ótrúleg.
Mörg önnur félög standa í bygg-
ingum og rekstrarleigum á ýmiss
konar mannvirkjum og tækjum,
t.a.m. knattspyrnuhúsum og því
væri eðlilegt að leita til fieiri en
eins aðila til að ná fram sem
hagstæðustum samningum fyrir
bæjarfélagið. Ákvörðun um að
semja beint við einn aðila getur
ekki verið vænlegasta leiðin f þeim
efnum.
Vert og skynsamlegt að taka
málið upp að nýju
Ákvörðun bæjarstjórnar er óskyn-
samleg og illa ígmnduð á allan hátt
og því vert og skynsamlegt að taka
málið upp og vinna að því á eðli-
legan og skynsamlegan hátt. Hugsa
stórt og hugsa til framtíðar en ekki
hugsa um að kaupa sér stundarfrið
í aðdraganda bæjarstjórnarkosn-
inga. Slík vinnubrögð hafa aldrei
gefist vel og mörg spor hræða í
þeim efnum. Það vita Vest-
mannaeyingar mæta vel.
Grímur Gíslason
ísfélagið:
Loðnuvertíð
formlega
lokið
Loðnuvertíð er nú formlega lokið
og tókst liðsheild ísfélagsins mjög
vel upp við nýtingu á afiaheimil-
dum og hráefni.
Síðustu loðnulandanir voru úr
Antares VE og frystiskipinu
Guðmundi VE. Nánari samantekt á
aflabrögðum vertíðarinnar verður
birt bráðlega. Heimaey VElandaði
í gær um 130 körum eftir tæplega 5
daga útiveru og var haldið aftur til
veiða um miðnætti í gær.
Verið er að landa úr Snorra
Sturlusyni VE 28. Aflaverðmætið í
veiðiferðinni var um 75 milljónir
króna. Áætlað er að Snorri haldi
aftur til veiða næstkomandi föstu-
dag.
Nú þegar loðnuvertíð er lokið
fækkar verkefnum uppsjávarskipa
félagsins. Guðmundur VE hélt af
stað til Póllands þar sem hann
verður lengdur um 12,5 metra, auk
fleiri endurbóta. Guðmundur er
væntanlegur til Eyja aftur fyrir sjó-
mannadag.
Sigurður VE reyndist dýrmætur á
yfirstandandi vertíð en hann er
kominn aftur í stæðið sitt inni í
Friðarhöfn. Álsey VE var gerð klár
fyrir kolmunnaveiðar í síðustu viku
og hélt til kolmunnaveiða fyrir ves-
tan Irland s.l. sunnudag.
Affréttavef ísfélagsins.
GUÐMUNDUR VE er á leið til
Póllands í lengingu.
Spurt er:
Hvers
vegna
býrðu í
Eyjum?
Óskar Þór Kristjánsson
Ég veit ekki, það er bara svo gott
að vera hérna. Engin traffík og
ekkert stress eins og f Reykjavík.
Hér er falleg náttúra og gott
mannlíf.
yilhjalmur Stefansson
Ég get ekki hugsað mér að búa
annars staðar og vil hvergi annars
staðar vera. Ef ég fer til
Reykjavfkur þá vil ég helst fara
heim daginn eftir.
Steinunn Einarsdóttir
Bara af því mér líkar það svo vel.
Mér finnst Eyjar hafa allt til að
bera. Þó ég sé fædd og uppalin í
Reykjavík þá gæti ég ekki hugsað
mér að búa þar. Það segi ég af
hjartans einlægni.