Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 9. mrs 2006 15 Þegar sköpunargáfan nýtur sín Árshátíðirnar í Barnaskólanum haf'a í mörg ár verið meðal bestu skemmtana sem undirritaður sækir. Fer þar saman kraftur og hugmyndaflug unga fólksins sem fær að njóta sín án þess að reynt sé að hefta það á nokkurn hátt. Það eru áttundu, níundu og tíundu bekkingar sem bera hitann og þungann af skemmtuninni sem er með hefð- bundnum minnum karla og kvenna og nemenda sem kennararnir sjá um. Reyndar eru kennarar að koma meira inn í hátíðina með leikþáttum og viðurkenningum sem þeir veita skjól- stæðingum sínum fyrir hin ýmsu afrek. Allt er þetta á léttu nótunum og má segja að þarna fái kennarar tækifæri til að svara skotum sem þeir fá á sig frá nemendum. Hápunkturinn er svo kabarett neni- cnda sem samanstendur af stuttum leikþáttum, söng, dansi og skrautlegum búningum. Auðvitað er þetta misjafnt að gæðum en krafturinn og glcðin bætir það upp þannig að úr verður frábær skérhmtun. Hvergi fannst niér þeim takast betur upp en í draunmum um að komast á ball í Framhaldsskólanum. Bæði var aðdragandinn og ballið sjálft hreint frábært. Það er ekki auðvelt að bera saman þessar skemmtanir á milli ára nema hvað mér finnst mctnaðurinn vaxa með hverju árinu. Auðvitað nota krakkarnir lög og atriði úr sjónvarpi í þessum kabarett sínum en það er gert á þcirra forsendum og útfærslan er þeirra. Eflaust hefur stemmningin verið ljúf- sár í hugum sumra því þarna var verið að halda síðustu árshátíð Barnaskóla Vestmannaeyja sem á næsta skólaári verður ásamt Hamarsskóla Grunnskóli Vestmannaeyja. Þetta á ekki síst við Hjálmfríði Sveinsdóttur skólastjóra sem senn lætur af störfum. Vitur maður sagði einhvern tímann, góðar minningar eru það besta sem þú getur gefið börn- um og þær verða til á árshátíðum Barnaskólans. Það er ekki ónýtt vega- nesti út f lífið að fá tækifæri til að skapa og flytja eitthvað sem kemur til með að lifa í minningunni. Um leið myndast vinabönd sem aldrei slitna sem skiptir ekki minna máli. Um leið og ég þakka Hjálmfríði, nemendum hennar og starfsfólki fyrir frábæra skemmtun þetta þriðjudagskvöld hlýt ég að óska þess að árshátíðir í nýjum skóla verði haldnar af sama metnaði, við þurfum öll á því að halda. » Ómar Garðarsson. Hjalti Pálsson, ein af stjörnum kvöldsins, ÞÆR Sara Dögg og Elísabet fluttu minni drengja og gerðu það með glæsibrag. les minni stúlkna. ÞEIIVI varð tíðrætt um hyskið á móti, KENNARARNIR Hulda Líney, Ágústa og Hanna áttu glæsilega innkomu. ALLIR voru klæddir í sitt fínasta púss sem setti skemmti legan svip á kvöldið. FLOTTIR kroppar. ÞAU voru mörg sem komu að árshátíðinni og öll áttu þau skilið kröftugt lófatak sem þau fengu að sýningunni lokinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.