Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 18
18
FfCttÍr / Fimmtudagur 9. mars 2006
LANDAEIRK.TA
Fimmtudagur 9. mars
KI. 10:00 Mömmumorgunn í
Fræðslustofu. Prestar.
Kl. 20:00 Kór Landakirkju,
æfing. Kórstjóri.
Sunnudagur 12. mars
Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í
Landakirkju. Gulur dagur í
sunnudagaskólanum, litur sólar,
ljóss og lífs. Biblíusaga, brúðu-
leikrit og barnasálmar. Barna-
fræðarar og prestar kirkjunnar.
Kl. 11:00 Kirkjuprakkarar hefja
stund sína í sunnudagaskólanum
en ganga svo til dagskrár í
Fræðslustofu. Ingveldur og Vala.
Kl. 12:30 TTT f Fræðslustofu. Fer
ekki að styttast í mót? Vala og
Ingveldur.
Kl. 14:00 Messa í Landakirkju.
Fermingarbörn lesa ritningar-
lestra. Frásagan af kanversku
konunni í Mattheusarguðspjalli er
guðspjall dagsins. Kór Landa-
kirkju syngur undir stjórn
Guðmundar H Guðjónssonar.
Gengið verður að borði Drottins.
Prestur sr. Þorvaldur Víðisson.
Mánudagur 13. mars
Kl. 19:00 Tólf spora vinna.
Umsjónarfólk.
Kl. 20:00 Tensing í KFUM&K
heimilinu. Hulda og Hjördís.
Þriðjudagur 14. mars
Kl. 15:30 Fermingarfræðsla.
Heimsókn frá Tollgæslunni. Allir
mæti á þessum tíma. Fræðslu-
stund í kirkjunni.
Miðvikudagur 15. mars
Kl. 15:10 Litlir lærisveinar,
kóræfmg. Kórstjórar.
Kl. 16:00 Stúlknakór Landa-
kirkju, kóræfing. Kórstjórar.
Kl. 20:00 Tólf spor, andlegt ferða-
lag. Lokaðir hópar.
Umsjónarfólk.
Viötalstímar presta kirkjunnar
eru þriöjudaga til föstudaga kl.
11-12 og á öðrum tímum eftir
samkomulagi. Sími prests á vakt
er 488-1508.
Hyítasunnu-
KERKJAN
Fimmtudagur 9. mars
Kl. 19:00 ALFA námskeiðið.
Föstudagur 10. mars
Kl. 20:00 Unglingakvöld Alls
konar leikir og spil og auðvitað
skemmtilegir krakkar. Allir ung-
lingar velkomnir.
Laugardagur 11. mars
Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar-
stund.
Sunnudagur 12. mars
Kl. 14:00 SAMKOMA Lofgjörð
og fyrirbænir. Samskot tekin til
Lindarinnar í tilefni afmælis þeirra.
Starf fyrir yngstu börnin meðan á
samkomu stendur. Kaffi og spjall
eftir samkomu. Allir hjartanlega
velkomnir.
Bœnastundir á morgnana kl. 7:00
Aðventkirkjan
Föstudagur
Kl. 20:00 Söngstund og bænasam-
koma.
Laugardagur
Kl. 10:30 Biblíurannsókn.
BlBLÍAJSrTALAB
Sími
481-1585
Handknattleikur kvenna: ÍBV 22 - Valur 18
Eyjakonur eiga ágæta möguleika
á íslandsmeistaratitlinum
-eftir
IBV heldur í vonina um titil með
góðum sigri á Val í DHL-deild
kvenna á laugardaginn. Valur var
fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar
og IB V í því þriðja en með sigrinum
færðust Eyjastúlkur upp í annað
sætið á meðan Valur féll í þriðja.
Lokatölur urðu 22:18 eftir að staðan
í hálfleik hafði verið 12:6. ÍBV er
nú aðeins einu stigi á eftir nýkrýnd-
um bikarmeisturum Hauka, sem eru
í efsta sæti og stefnir allt í æsi-
spennandi lokabaráttu í íslandsmót-
inu.
Úrslit í íslandsmótinu ráðast að
þessu sinni í hefðbundinni deildar-
keppni, engin úrslitakeppni er,
þannig að það lið sem nær flestum
stigum að loknum þeim fjórum
umferðum sem eftir eru, verður
Islandsmeistari. Hér má sjá þá leiki
sem efstu fjögur liðin eiga eftir en
öll eiga þau möguleika á Islands-
meistaratitli:
Haukar:
Stjarnan Haukar
Haukar Víkingur
Valur Haukar
Haukar KA/Þór
Valur:
Fram Valur
Valur Haukar
Stjarnan Valur
ÍBV:
KA/Þór ÍBV
ÍBV FH
ÍBV Grótta
HK ÍBV
Stjarnan:
Stjarnan Haukar
sigurinn á Valskonum á laugardaginn
Grótta Stjaman
Víkingur Stjarnan
Stjaman Valur
Staðan í deildinni er þannig að
Haukar og Valur eru í efsta sæti með
24 stig en Valur hefur leikið einum
leik meira. IBV er í þriðja sæti einu
stigi þar á eftir og hefur leikið 14
leiki eins og Haukar og í fjórða sæti
er Stjarnan, tveimur stigum á eftir
toppliðunum eftir fjórtán leiki.
Toppliðin, þrjú, að ÍBV undan-
skildu, eiga öll eftir innbyrðisviður-
eignir og eiga Haukar eftir að leika
bæði gegn Val og Stjömunni á úti-
velli. Til að Valur og Stjaman haldi
í vonina um Islandsmeistaratitil
verða þau að vinna Hauka í þessum
leikjum. Á meðan þarf ÍBV einung-
is að klára sína leiki sem em allir
gegn liðum sem ÍBV ætti að vinna
en erfiðasti leikurinn verður án efa
síðasti leikurinn gegn HK á útivelli.
Að öllu jöfnu ætti ÍBV að vinna
þessa fjóra leiki og þegar þessar
forsendur eru hafðar í huga á ÍBV
ágætis möguleika á íslandsmeist-
aratitlinum. Það er hins vegar borð-
liggjandi að Eyjastúlkur þurfa að
vinna þessa fjóra leiki sem eftir eru.
Haukum dugir hins vegar að vinna
sína leiki til að tryggja sér
Islandsmeistaratitilinn.
Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 13/5,
Simona Vintila 4, Ingibjörg Jóns-
dóttir 2, Renata Horvath 1, Ragna
Karen Sigurðardóttir 1, Ester
Oskarsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Grecu 20/1.
Viðurnefnin hans Sigurgeirs á Kaffi Kró:
Frábær skemmtun og upprifjun
-á þessum sérstæða hluta af sögu Eyjanna
Á fimmtudag í síðustu viku var
uppákoma í Kaffi Kró, í tilefni þess
að 100 ár eru liðin frá upphafi
vélvæðingar bátaflotans í Eyjum.
Efni kvöldsins tengdist raunar ekki
beint þeirri vélvæðingu nema í
tímasetningu. Sigurgeir Jónsson í
Gvendarhúsi hefur á undanfömum
árum verið að safna saman viður-
nefnum sem Eyjamönnum hafa
verið gefin gegnum tíðina og þarna
flutti hann erindi um tilurð
viðurnefna almennt og fjallaði síðan
um 70 þeirra ásamt því að rifja upp
söguna sem liggur að baki þeirra.
Sigurgeir sagði að á þremur árum
væri hann búinn að safna saman rétt
tæplega 400 viðurnefnum sem er
talsverður fjöldi í ekki stærra bæjar-
félagi.
Elstu viðumefnin em frá landnámi
en þessi siður, að gefa viðurnefni, er
ævagamall og þekktur áður en land-
nám hófst. Sigurgeir segir að á
þeim tíma hafi viðurnefni ekki endi-
lega þurft að vera í niðrandi
merkingu en nú til dags séu flest
viðurnefni af þeim toga. Áður fyrr
voru viðumefni gefin til aðgrein-
ingar frá öðrum, til að forðast
rugling, en nú sé tilefnið oftast
annað.
I safni Sigurgeirs eru einungis
hrein og klár viðurnefni, t.d. em
gælunöfn ekki þar, ekki heldur ef
menn eru kenndir við heimili sitt
eða báta, né heldur þegar menn eru
kenndir við mæður sínar eða föður-
nafnið stytt. Þá em þar ekki heldur
SIGURGEIR hefur lagt mikla vinnu í leit sinni að viðurnefnum og
uppruna þeirra.
viðurnefni sem gefm hafa verið í
þröngum kunningjahópi og em því
lítt þekkt.
Sigurgeir segist leggja áherslu á að
koma með söguna bak við viður-
nefnið, aftur á móti sé sjaldnast
greint frá fullu nafni viðkomandi, sé
enda stundum viðkvæmt mál.
Sem dæmi um vel þekkt viðurnefni
í Eyjum má nefna „Siggi Vídó“.
Margir halda að það viðurnefni sé
tilkomið vegna knattspymu en Siggi
var um árabil markvörður hjá Þór.
Rétta skýringin er hins vegar sú að
Siggi var ættaður frá Víðivöllum og
var af félögum sínum kallaður Siggi
Víðó, sem síðan breyttist í Vídó.
Þama er dæmi um viðumefni sem
ekki er niðrandi merkingar eins og
sést á því að afkomendur Sigga nota
þetta viðurnefni sem eins konar
ættarnafn.
I lok þessa fyrirlestrar varpaði
Sigurgeir fram nokkrum viður-
nefnum sem hann sagðist ekki hafa
neina skýringu á. Gestir á Kaffi
Kró, sem vom um þrjátíu talsins,
kunnu skýringu á nokkmm þeirra,
auk þess að koma með nokkur til
viðbótar, þannig að enn bættist í
safnið þetta kvöld.
Þetta var hin ánægjulegasta kvöld-
stund og greinilegt að gestir nutu
þess vel að rifja upp minningar frá
gamalli tíð sem tengjast þessum
hluta af menningarsögu Eyja, þó
svo að þetta sé vandmeðfarið og
stundum viðkvæmt efni eins og
Sigurgeir benti réttilega á.