Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Qupperneq 6
6
FfCttÍr / Fimmtudagur 15. febrúar 2007
Lögreglan:
Ætluðu að
handrukka
áfengi
Nokkur erill var hjá lögreglu í vik-
unni sem leið og þurfti lögreglan að
aðstoða nokkra heim eftir að við-
komandi höfðu komið við á öldur-
húsum bæjarins um helgina.
Tveir fengu að gista fangageymslu
lögreglu aðfaranótt sl. sunnudags
en þeir höfðu verið handteknir eftir
að hafa ruðst inn á heimili í þeim
tilgangi að ganga í skrokk á hús-
ráðendum.
Þeim tókst hins vegar ekki ætl-
unarverk sitt og gáfu þeir lögreglu
þá skýringu á hegðun sinni að hús-
ráðendur skulduðu þeim áfengis-
flösku og ætluðu þeir að innheimta
þá skuld.
Náttúruspjöll
Lögreglumenn í eftirliti tóku í
vikunni eftir hjólförum í hlíðum
Eldfells.
Hafði sá sem þarna var að verki
farið nokkrar ferðir upp hlíðar
Eldfells en ekki er vitað um hvar
þama var á ferð. Hvetur lögreglan
þá sem einhverjar upplýsingar hafa
um hver þama var á ferð að hafa
samband því þarna er um náttúm-
spjöll að ræða.
Tjón vegna reyks
Síðdegis á sunnudag var lögreglu
tilkynnt um reyk í íbúð í Folda-
hrauni og var slökkviliðið kallað út.
I Ijós kom að plastbakki á eldavél
hafði bráðnað, en talið var að
kviknað hafi óvart á eldavélahellu
með þessum afleiðingum.
Nokkurt tjón varð vegna reyks í
íbúðinni en engan sakaði.
Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf. 2006:
Tekjur jukust um 1400 milljónir
-Hagnaður 335 milljónir á móti 442 milljónum árið á undan
LOÐNAN er komin. Rekstrarhorfur á yfirstandandi rekstrarári eru góðar og að óbreyttu er iíklegt að
tekjur og afkoma verði með svipuðum hætti og á síðasta ári ef gengissveiflur krónunnar eru undanskildar.
Hagnaður af rekstri Vinnslustöðvar-
innar á síðasta ári var 335 milljónir
króna og dróst saman um 107
milljónir króna frá fyrra ári þegar
hann var 442 milljónir króna.
Heildartekjur félagsins voru 5.802
milljónir króna og jukust um 1.396
milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur
fiskvinnslu jukust um 47,1% en
tekjur útgerðar jukust um 25,5%.
Rekstrargjöld jukust um 13,7%.
Framlegð félagsins, hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði, nam
1.776 milljónum króna eða 30,6%
af tekjum og jókst um 910 milljónir
króna frá fyrra ári en þá var fram-
legðarhlutfall 19,7%.
Veltufé frá rekstri nam 1.548
milljónum króna á árinu og var
26,7% af rekstrartekjum. Veltufé
frá rekstri jókst um 89% frá fyrra
ári.
Afskriftir lækkuðu um 16 millj-
ónir króna frá fyrra ári og námu 344
milljónum króna.
Niðurstaða fjármagnsliða var nei-
kvæð um 889 milljónir króna.
Gengistap nam 796 milljónum
króna en á síðasta rekstrarári var
280 milljón króna gengishagnaður.
Tekjur Hugins ehf., hlutdeildar-
félags Vinnslustöðvarinnar, voru
640 milljónir króna og framlegð
þess á tímabilinu var 98 milljónir
króna. Tap félagsins eftir skatta
nam 233 milljónum króna, þar af
nam gengistap félagsins 203 millj-
ónum króna. Hlutdeild Vinnslu-
stöðvarinnar í tapi Hugins ehf. nam
112 milljónum króna á rekstrar-
árinu.
Gengið var frá kaupum á 49% hlut
félagsins About Fish ehf. í árslok og
af þeim ástæðum er ekki tekin hlut-
deild í afkomu þess. Rekstur fé-
lagsins gekk ágætlega, heildartekjur
voru tæpar 1.100 milljónir króna og
nam hagnaður eftir skatta tæpum 9
milljónum króna á árinu.
248 milljóna hagnaður á
fjórða ársfjórðungi
Á fjórða ársfjórðungi 2006, voru
tekjur 1.318 milljónir króna og
rekstrargjöld námu 720 milljónum
króna. Framlegð tímabilsins var því
598 milljónir króna en 248 milljón
króna hagnaður varð af rekstri
fjórðungsins. Tap var á rekstri fé-
lagsins á sama tímabili í fyrra að
fjárhæð 38 milljónir króna. Hlut-
deild félagsins í hagnaði hlut-
deildarfélagsins Hugins ehf. nam
um 32 milljónum króna á fjórð-
ungnum.
Rekstur Vinnslustöðvarinnar gekk
vel á haustmánuðum. Munar þar
mestu um að stutt var að sækja
síldarafla félagsins og var verulegur
hluti aflans unninn til bræðslu
sökum erfiðrar stöðu á mörkuðum
fyrir sfldarafurðir til manneldis.
Lfnahagur 1 árslok
Heildarskuldir og skuldbindingar
Vinnslustöðvarinnar hf. hækkuðu
um 676 milljónir króna frá upphafi
árs til ársloka og eru 6.708 milljónir
króna. Nettóskuldir eru 4.467
milljónir króna en þær voru 4.731
milljónir króna í lok síðasta árs og
lækkuðu því um 264 milljónir
króna.
Eigið fé lækkaði frá áramótum um
80 milljónir króna. Lækkun eigin
fjár stafar fyrst og fremst af út-
greiðslu arðs sem nam 445 millj-
ónum króna. Á móti hækkaði eigið
fé um hagnað ársins að upphæð 335
milljónir króna og 31 milljón króna
vegna mismunar á kaupum og út-
hlutun eigin bréfa til hluthafa.
Rekstrarhorfur 2007
Rekstrarhorfur á yfirstandandi
rekstrarári eru góðar og að óbreyttu
er líklegt að tekjur og afkoma verði
með svipuðum hætti og á síðasta ári
ef gengissveiflur krónunnar eru
undanskildar. Afurðaverð er í flest-
um tilvikum hátt og ber þar sérstak-
lega að nefna mjöl og lýsi þar sem
afurðaverð er í sögulegu hámarki.
Sveiflur á afurðaverði eru vel
þekktar innan sjávarútvegsins og
því vafasamt að gera ráð fyrir mjög
háu afurðaverði til lengri tíma. Þá
er mikill þrýstingur til hækkunar
ýmissa kostnaðarliða félagsins. Af
þeim sökum er vart hægt að gera ráð
fyrir öðru en að framlegð lækki á
árinu.
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar hf.
er ávallt verulega mótaður af áhrif-
um gengis íslenskrar krónu þar sem
nánast allar tekjur félagsins og
verulegur hluti skulda þess er í
erlendum myntum. I ár eru litlar
líkur á jafnmikilli veikingu krón-
unnar og á síðasta ári og því bendir
margt til þess að hagnaður félagsins
verði meiri í ár en á síðasta ári.
Ákveðið hefur verið að halda aðal-
fund félagsins föstudaginn 4. maí
2007 í Akógeshúsinu og hefst fund-
urinn kl. 16:00. Stjórn félagsins
gerir tillögu um að arðgreiðsla nemi
30%.
Magnús Kristinsson sér
ekki ástæðu til að setja
peninga í rannsóknir
vegna ganga:
Búið að
ákveða
Bakkafjöru
Nú liggur fyrir að farið verður í
gerð hafnar í Bakkafjóru og er
gert ráð fyrir fjármagni til verks-
ins í nýrri samgönguáætlun.
Ekki eru allir Eyjamenn sáttir
við þessa hugmynd og vilja frekar
sjá göng hér á milli.
I janúar var greint frá því að
útvegsmenn í Eyjum hefðu
ákveðið að leggja til 20 milljónir í
rannsóknir á því hvort mögulegt
sé að gera göng eða ekki.
Magnús Kristinsson var tilbúinn
að leggja til helminginn, 10
milljónir. Þegar haft var samband
við hann á þriðjudaginn sagðist
hann ekki sjá ástæðu til að halda
þessu til þrautar. „Það er búið að
ákveða að gera höfn í Bakkafjöru
eins vitlaust og það er. Það er
niðurstaða sem er öllum, sem að
koma, til skammar. Ég sé því ekki
ástæðu til þess að við höfum
meiri afskipti af þessu,“ sagði
Magnús.
Gangamenn eiga hauk í horni á
Morgunblaðin sem í leiðara í gær
segir: „I samgönguáætluninni er
gert ráð fyrir gerð ferjuhafnar á
Bakkafjöru og smíði nýrrar
Vestmannaeyjaferju. Vestmanna-
eyingar sjálfir hafa ekki gefið frá
sér vonina um jarðgöng milli
lands og Eyja. Greinilegt er að
skiptar skoðanir eru um kostnað
við gerð slíkra ganga og hag-
kvæmni þeirra.
Æskilegt er að þetta ágrein-
ingsefni verði gert upp þannig að
fyrir liggi skýrar upplýsingar um
hvort yfirleitt er hægt að leggja
göng undir hafsbotni þar og ef
það er hægt hvað þau mundu
kosta. Hér er um svo mikið
hagsmunamál fyrir Vestmannaey-
inga að ræða að sjálfsagt er að
setja eitthvert fjármagn í að skera
úr um þetta deiluefni."
Fréttatilkynning frá VG:
Öflugt
starf í
Eyjum
Vinstri græn í Vestmannaeyjum
hafa nú hafið öflugt málefnastarf
vegna kosninganna í vor. Miðviku-
daginn í síðustu viku var haldinn
annar fundurinn í fundaröð um
stefnumál. Atli Gíslason, sem
skipar 1. sæti listans í Suður-
kjördæmi og Rannveig Sigurðar-
dóttir, kosningastýra, voru gestir
fundarins.
Farið var yfir þau málefni sem
snerta Suðurkjördæmi og þá
sérstaklega Vestmannaeyjar. Þá var
einnig rætt um Landsfund Vinstri
grænna sem haldinn verður í lok
febrúar. Mikill hugur er í Vinstri
grænum í Vestmannaeyjum og
munu þeir senda 6 fulltrúa á lands-
fundinn.
Vinstri græn í Vestmannaeyjum
ætla sannarlega að leggja sitt af
mörkum til þess að hreyfingin
eignist fulltrúa á Alþingi eftir kosn-
ingarnar í vor. Næstu fundir í ofan-
greindri fundaröð verða haldnir 21.
febrúar, 7. mars og 21. mars nk. kl.
20:00 í Amardrangi (uppi).
Fréttatilkynning.
ALDÍS Gunnars-
dóttir, frambjóðandi
V-grænna í
Suðurkjördæmi með
nokkrum stuðn-
ingsmönnum í
Eyjum.