Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Qupperneq 7
Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar 2007 7 m EINAR Sigurfinnsson var í sex mánuði í Breiðuvík og lét vel af vistinni. INGI Einarsson var líka í sex mánuði og segir að þar hafi verið lærðir og góðir kennarar. Hér er hann með konu sinni, Birnu Valgerði. Eyjapeyjarnir Einar Sigurfmnsson og Ingi Einarsson voru í Breiðuvík: Létu vel af dvölinni -Þóttu latir í skóla sem gæti verið ástæða þess að þeir voru sendir vestur - Umræðan hefur komið Inga verulega á óvart Mikil umræða hefur verið um vistheimilið á Breiðuvík í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur. Menn, sem þar dvöldu, lýsa hrylli- legum aðbúnaði og misþyrmingum sem þeir urðu fyrir sem drengir og virðist sem ekkert eftirlit hafi verið með starf- seminni. Tveir strákar frá Eyjum dvöldu á heimilinu á Breiðavík um sex mánaða tíma og komu þangað í febrúar 1953. Það voru Einar heitinn Sigurfinnsson og Ingi Einarsson, kenndur við Götu, en þeir eru báðir fæddir 1940 og fermdust báðir í Breiðavík. Ingi býr nú í Reykjavík en hefur ekkert nema gott að segja um þann tíma sem hann dvaldi á heimilinu. Var gott heimili Einar Sigurfmnsson lést í maí 2004 en Sigurfmnur, bróðir hans, segir að Einar hafi almennt látið vel af vistinni í Breiðavík. „Einar og Ingi voru sendir til Breiðavíkur en þetta var upphaflega sveitaheimili. Eg hef upplýsingar um að þetta hafi verið gott heimili og gott starfsfólk þann tíma sem Einar dvaldi þarna. Strákamir sinntu almennum sveitastörfum og eitthvað sóttu þeir sjó en á þessum tíma vom tíu strákar á heimilinu. Um vorið þegar Einar var þarna kom Bergsveinn Skúlason í af- leysingar og þess má geta að eftir hann liggja bækur og greinar um ýmsan fróðleik og þá aðallega um Breiðfirskar sagnir. Þegar hann fór frá Breiðavík, tók hann Einar með sér en Bergsveinn var bóndi á Ögri, frekar en Múla á Snæfellsnesi. Einar var hjá honum í vinnu- mennsku um tíma.“ Sigurftnnur segist ekki geta fullyrt hver ástæðan var fyrir því að Einar var sendur á Breiðavík en sagðist vita að Einar hafi verið latur að læra á þessum tíma. „Eg lenti í mjög slæmu slysi 1948 en þá var ég fjögurra ára og þurfti mikið að vera á spítala. Foreldrar mínir skiptust á að vaka yfir mér og mér var vart hugað líf. Ég þurfti í framhaldinu að fara í margar aðgerðir t.d. þegar ég var átta ára. Eg held að Einar hafi því þurft að bjarga sér svolítið sjálfur á þessum tíma og ég veit að hann þótti svo- lítið ódæll, var kannski ekki mikið að grúska í skólabókum. Ég man að það var talað um að hann hafi hent skólatöskunni undir tröpp- umar þegar hann kom heim úr skólanum og síðan lá leiðin beint niður á bryggju. Mamma fór vestur þegar Einar var fermdur og hún talaði um að það haft verið erfið ferð. En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá er Breiðavík mjög afskekkt og hún talaði um að þangað haft þurft að fara á hestum. Þegar Einar kom heim aftur fór hann að blóta Bakkus en þeirra leiðir skildu 1979. Einar var aldrei vondur með víni og alltaf minn ljúfi, góði bróðir,“ sagði Sigurfmnur að lokum. Vildi frekar vera 1 fiski en skóla Ingi Einarsson var á Breiðavík á sama tíma og Einar og segir þetta hafa verið venjulegt sveitaheimili. „Þama vom lærðir og góðir kennarar og fólkið sem vann þarna, var úr sveitinni og þá var byggð á Hvallátrum. Við vorum sendir vestur í febrúar 1953 og okkur sagt að við yrðum þama í tvö ár. Við vomm bara krakkar og fólkið á staðnum sá fljótlega að við Einar áttum ekki heima þama. Njáll, kennarinn minn, hjálpaði mér að skrifa bréf heim þar sem staða mín var skýrð og það er örugglega til í gögnum hjá Vestmannaeyjabæ. Ég fékk aldrei neitt svar frá barnaverndar- nefnd, en þetta varð ábyggilega til þess að ég komst heim aftur eftir sex mánuði á Breiðavík." Ingi segir einu ástæðuna fyrir því, að hann var sendur í burtu til Breiðavíkur, vera að hann vildi ekki vera í skólanum. „Ég vildi vinna í fiski, og það var ástæðan og ég er að því leyti ósáttur við að hafa verið sendur í burtu. En þarna voru góðir kennarar og við lærðum heilmikið. Um sumarið kom Bergsveinn Skúlason sem okkur líkaði mjög vel við. Einar fór svo með honum enda var Einar duglegur að vinna. Trúlega var hann samt lokaðri og dulari en ég.“ Ingi segist lika muna vel eftir Ársæli vitaverði á Hvallátrum sem hafi verið frábær maður sem strák- amir hafi alveg dýrkað. „Þarna voru góðir kennarar og gott starfs- fólk. Ég hef ekki nema góða sögu að segja frá þessu heimili sem byrjaði vel en ég veit ekkert hvað gerðist eftir að við vorum þarna. Ætli það haft ekki verið spamaðar- ráðstafanir hjá ríkinu, þá fer þetta allt í vitleysu. Þessi umræða um Breiðavík hefur komið mér mjög á óvart og greini- legt að það hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis. Það er sorglegt," sagði Ingi þegar hann var spurður út í tímann sem hann dvaldi á Breiðavík. Gudbjorg @ eyjafrettir. is Af vettvangi bæjarins: Dagfor- eldrar óskast -Vilt þú njóta dagsins með litlum börnum? I Vestmannaeyjum er þörf fyrir fleiri dagforeldra í heimahúsum til að gæta yngstu Vestmanna- eyinganna. Ef til vill er það eitt- hvað fyrir þig? Starf sem dag- foreldri í heimahúsum felur í sér spennandi og kreíjandi verkefni með litlum bömum. Fyrir hverja? Til að gerast dagforeldri þarft þú að hafa rika ábyrgðartilfmningu og geta veitt bömunum góða um- önnun, öryggi og hlýju. Þú þarft ekki að hafa aðra menntun en námskeið fyrir dagforeldra og taka þátt í skyndihjálpamám- skeiðum og öðrum námskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni. Sjálfstæð vinna Sem dagforeldri starfar þú sem sjálfstæður verktaki, en starfsleyfi og eftirlit er í höndum leikskóla- fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Sparnaður Sem dagforeldri gætir þú barna á þínu eigin heimili og sparar þér þannig tíma og peninga við að koma eigin bömum í gæslu. Tími fyrir eigin börn Sem dagforeldri skapar þú þér atvinnu, sem gefur þér möguleika á að verja meiri tíma með eigin börnum um leið og þú hefur tekjur af að gæta bama annarra. Leyfi er veitt fyrir allt að fjórum bömum fyrsta árið og fimmta baminu eftir eitt ár, þar með eru talin eigin börn undir grunn- skólaaldri. Námskeið fyrir starfandi og nýja dagforeldra hefst 28. febrúar og stendur til 4. apríl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Þjónustumiðstöð Vm: Eyjatré á lægsta tilboðið Tilboð í framkvæmdir vegna útveggjaklæðningar o.fl. á hús- næði Þjónustumiðstöðvar Vest- mannaeyja að Heiðarvegi 14, voru opnuð þriðjudaginn 13. febrúar. Þrjú tilboð bárust, það lægsta frá Eyjatré ehf. að upphæð 2.997.142,- kr. sem er 96,35% af kostnaðaráætlun, frá JR verk- tökum að upphæð 4.592.570,- kr, eða 147,64% af kostnaðaráætlun og frá Steina og Olla ehf., að upphæð 7.124.300,- kr. sem er 229,02% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3.110.730,- kr..

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.