Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar2007
„Umboðsmaðurinn fékk fyrir-
spurn frá ÍBV og í kjölfarið talaði
ég við systur mína. Hún sagði mér
að ÍBV væri með gott lið, væru
meistarar og mælti með því að ég
kæmi hingað," segir Branca en þær
systur hafa alla tíð haldið góðu
sambandi sín á milli og tala helst
ekki minna saman en einu sinni á
dag. Áhorfendur í Eyjum hafa líka
séð Jelenu oftar en einu sinni á
áhorfendapöllunum í Eyjum, jafn-
vel þó systir hennar sé ekki að
spila.
En hvemig leist þeim stöllum á
Vestmannaeyjar við komuna?
„Þegar ég kom hingað í ágúst 2005
var hitastigið þokkalegt. Reyndar
var bara fimmtán gráðu hiti en á
sama tíma var þrjátíu stiga hiti
heima þannig að ég fór úr sumar-
veðri og í hálfgert haustveður þótt
enn væri sumar,“ segir Pavla.
„En héma er mjög fallegt, fjöll
allt í kring og eldfjallið hér og
hraunið er allt mjög nýtt fyrir mér.
Þetta er auðvitað allt öðruvísi en í
Prag sem er stórborg með fullt af
fólki en á móti kemur að hér er
vinsamlegra samfélag. Þar er lfka
stórhættuleg umferðarmenning en
hér labbar maður um allt á innan
við fimm mínútum. Fólkið hérna
er líka mjög vinsamlegt, heilsar
mér á götu úti þannig að mér líður
mjög vel héma.“
Branca tekur undir þetta og segist
aldrei hafa lent í því áður að fólk
komi að máli við hana úti á götu
úti, ekki einu sinni í Danmörku.
„Ég þekki þetta ekki og þetta
þekkist ekki í stórborgum Evrópu.
Þegar ég var í Danmörku var varla
yrt á mann en svo kemur maður
hingað og það em allir tilbúnir að
spjalla við mann og heilsa manni
úti á götu. Jafnvel fólk sem maður
hefur ekki séð áður,“ bætir Branca
við en hún segist hafa kynnt sér
aðstæður á Islandi áður en hún
kom hingað.
„Jelena var dugleg að benda mér
á, t.d. eldfjallið hérna og ýmislegt
svoleiðis þannig að ég vissi að
hverju ég gekk þegar ég kom. Svo
lék ein af mínum betri vinkonum
héma fyrir nokkrum ámm, Tamara
Mandzic," en Tamara lék með ÍBV
tímabilið 2000 til 2001 við góðan
orðstír.
Þær segja það hins vegar ekki
hafa verið erfitt að venjast aðstæð-
um hér eins og t.d. ferðalögum í
leiki. „Mér finnst ekki gaman að
ferðast með bátnum, betra að
fljúga," segir Pavla. „Okkur finnst
samt ekkert erfitt að ferðast svona í
útileiki en þetta er samt frekar
óhentugt, að eyða kannski heilum
degi í ferðalag fyrir einn leik,“
bætir Branca við. „En svona er
þetta bara og við tökum því,“ bætir
hún við.
Harðari handbolti á
íslandi
Báðar em þær á því að íslenskur
handbolti sé á uppleið en Pavla
segir handboltann hér hafa ýmis-
legt fram yfir þann tékkneska.
„Hér er t.d. varnarleikurinn mun
harðari, mikið um brot en svona
vamarvinna þekkist varla heima.
Svo finnst mér líka meiri hraði hér
en í tékkneska boltanum."
Branca hefur mun meiri reynslu
úr alþjóðlegum handbolta og því
forvitnilegt að vita hvað henni
finnst um handboltann hér á ís-
landi. „Ég held að kvennahand-
boltinn hérna, og kannski helst
íslenska landsliðið, sé á uppleið.
Mér finnst það reyndar nokkuð
merkilegt í landi sem hefur ekki
fleiri íbúa. Ég meina, það ætti ekki
að vera mikið mál að finna fjórtán
stelpur til að spila handbolta í borg
sem telur milljónir. En að halda úti
heilli deild í landi sem telur 300
þúsund. Það finnst mér merkilegt.
Og líka að karlaliðið skuli ná svona
merkilegum árangri er ekki síður
athyglisvert."
Þeir sem fylgjast með handbolt-
anum hafa væntanlega tekið eftir
því að árangur ÍBV liðsins það sem
af er þessu tímabili hefur líklega
ekki verið jafn slakur í ein sjö ár.
Reyndar er liðið í undanúrslitum
bikarkeppninnar en þegar þetta er
skrifað er það aðeins fjarlægur
möguleiki að Islandsmeistaralið
ÍBV verji titil sinn. En í hverju
liggur munurinn?
„Á síðasta ári voru fleiri Islend-
ingar í liðinu og þær voru eldri en
þær sem nú eru. Stelpumar núna
eru reynslulitlar en í fyrra voru t.d.
Ingibjörg, Eva og Ragna Karen
sem spiluðu stórt hlutverk í liðinu.
Svo er hópurinn minni núna en í
fyrra, færri leikmenn en ungu
stelpumar fá góða reynslu núna.“
Og Pavla segir möguleika IBV í
undanúrslitum bikarkeppninnar
gegn Gróttu vera jafna. „Við
unnum þær héma síðast og ég held
að við getum alveg gert það aftur.
Þá vorum við heppnar og það þarf
heppni.“
„Ég er ekki sammála að við
höfum verið heppnar gegn Gróttu,"
skýtur Branca inn í. „Svona er
handbolti. Stundum skilur bara
eitt mark að og það skiptir ekki
máli hvort sigurmarkið kemur
þrjátíu sekúndum eða þremur fyrir
leikslok. Maður skapar sér sína
eigin heppni en við getum alveg
unnið Gróttu," segir hinn leik-
reyndi markvörður ÍBV.
Þegar talið berst að framtíðinni
kemur í ljós að það er óljóst hjá
þeim báðum. „Mig langar að
stofna fjölskyldu og ég veit ekki
hversu lengi ég kem til með að
spila handbolta," segir Pavla en
útilokar ekki að spila eitt ár í
viðbót. Branca segist hins vegar
taka aðeins eitt tímabil fyrir í einu
og skal engan undra, enda verður
hún 36 ára í apríl. „Ég svara engu
enda veit ég ekki hvað tekur við
næst. Þú getur spurt mig í sumar,"
segir Branca að lokum.
Stefnum á að komast upp
-segir Gintaras Savukynas, þjálfari karlaliðsins
GITARAS segir að sér líði nokkuð vel í Vestmannaeyjum, hér sé rólegt og gott að vera. Hann
segir hins vegar IBV líða nokkuð fyrir samgöngur. „Það er eins með yngri flokkana sem ég þjál-
fa, 2. flokk og unglingaflokk. Þessi lið voru kannski að spila þrjá eða fjóra leiki hvort um sig
fyrir áramót vegna þess að það var alltaf verið að fresta leikjum. Svo hrúgast allir leikirnir
saman á stuttum tíma og það er vonlaus staða fyrir leikmenn og þjálfara. Sem dæmi get ég nefnt
að núna um helgina léku nokkrir strákar fjóra leiki, þar af einn mjög erfiðan meistaraflokksleik
og sama dag Iéku strákarnir í öðrum flokki.
Gintaras Savukynas hefur séð um
þjálfun karlaliðs IBV í vetur en
þessi litháenski þjálfari hóf störf
hjá félaginu nú í haust. Árangur
IBV var þokkalegur fyrir áramót en
liðið hefur heldur betur hrokkið í
gang eftir áramót og hefur nú
aðeins tapað einum leik. Auk þess
er liðið í öðru sæti 1. deilarinnar,
þremur stigum á undan FH sem er
í þriðja sæti. Tvö efstu liðin
komast upp í úrvalsdeild í vor.
Gintaras var þó þekktastur fyrir
afrek sín inni á handboltavellinum
frekar en utan hans því hér á árum
áður lék hann við góðan orðstír
með Aftureldingu og síðar hálft
tímabil með Gróttu. Áður fyrr lék
hann með Granitas Kaunas, fyrst í
gömlu, sovésku 2. deildinni en eftir
að þau urðu að engu lék hann
áfram með liðinu í litháensku
deildinni. Gintaras kom einnig við
í Noregi í einn vetur þegar hann
lék með Kristianssand. Meiðsli
bundu hins vegar enda á feril hans
þegar hann lék með Gróttu og þá
sneri hann sér að þjálfun.
„Ég tók við Viking Malt
Panevezys í Litháen strax eftir að
ég kom heim frá Gróttu. Ég hafði
komist að samkomulagi um að rifta
samningi mínum þar vegna meiðsla
sem ég hafði orðið fyrir og ég vissi
að ég gæti ekki náð mér nógu
fljótt. Eftir stuttar viðræður við
forráðamenn Viking Malt þá var
ákveðið að ég tæki við liðinu í
febrúar og myndi stýra því út tíma-
bilið. Árangurinn var góður,
reyndar náðum við ekki neinu af
toppsætunum en liðið bætti sig
mikið og því var komist að sam-
komulagi um að ég myndi halda
áfram.
Ég stýrði liðinu í tvö ár til við-
bótar. Fyrra árið urðum við bikar-
meistarar og enduðum í öðru sæti í
litháensku deildinni en síðara árið
urðum við litháenskir meistarar og
töpuðum bikarúrslitaleiknum mjög
naumlega,“
Eins og sjá má virtist Gintaras
vera með liðið í góðum málum en
af hveiju að skipta og koma til
ÍBV?
„Hlynur Sigmarsson, formaður
IBV, hafði samband og við
ræddum saman. Ég tel það hollt
fyrir þjálfara að taka að sér mis-
munandi verkefni við mismunandi
aðstæður. Það er rétt, mér gekk vel
með Viking Malt en ég vildi sækja
mér reynslu og ég vissi nokkurn
veginn að hverju ég gengi hér.
Hlynur sagði mér að liðið væri
ungt með nokkra reynslubolta, eins
og Erling Richardsson, Sigurð
Bragason og fleiri og að liðið væri
í 2. deild. Það var því ekkert sem
kom mér á óvart.“
En ertu ánægður með stöðu liðsins
eins og hún er núna og þá á ég ekki
bara við stöðuna í deildinni?
„Já, mjög svo. Fyrir tímabilið þá
stefndum við á að vera í öðru af
tveimur efstu sætum deildarinnar
og þar erum við núna. Liðið sjálft
er farið að spila mjög vel, sérstak-
lega eftir að nokkrir reynsluboltar
bættust við eins og Sindri Har-
aldsson, Sigþór Friðriksson og
landi minn Remigijus Cepulis.
Allir hafa þeir aukið breiddina og
styrkt liðið mikið. Hins vegar
verður fólk að vera þolinmótt. Við
byggjum ekki upp meistaralið á
nokkrum mánuðum, það verður að
gefa þessum strákum tíma til að
þroskast."
Gintaras segir að sér líði nokkuð
vel í Vestmannaeyjum, hér sé rólegt
og gott að vera. Hann segir hins
vegar IBV líða nokkuð fyrir
samgöngur. „Það er eins með
yngri flokkana sem ég þjálfa, 2.
flokk og unglingaflokk. Þessi lið
voru kannski að spila þrjá eða fjóra
leiki hvort um sig fyrir áramót
vegna þess að það var alltaf verið
að fresta leikjum. Svo hrúgast allir
leikirnir saman á stuttum tíma og
það er vonlaus staða fyrir leikmenn
og þjálfara. Sem dæmi get ég
nefnt að núna um helgina léku
nokkrir strákar fjóra leiki, þar af
einn mjög erfiðan meistara-
flokksleik og sama dag léku
strákarnir í öðrum flokki. Sumir
þeirra voru orðnir ansi þreyttir í
lokin," sagði Gintaras.
„Ferðalögin geta líka verið mjög
erfið og langdregin en við búum
við þetta og reynum að gera það
besta úr því sem við höfum.“
Þú sagðir áðan að markmiðið
fyrir tímabilið hafi verið að komast
upp í úrvalsdeild. Er ÍBV með
nógu góðan mannskap til að spila
þar í dag?
„Nei. Það þyrfti að styrkja liðið
eitthvað ef við ætlum að tefla fram
liði í efstu deild. Við erum hins
vegar með mjög efnilegt lið og
stefnum ótrauðir upp í úrvals-
deild.“
Hvað með samanburðinn á lit-
háenskum handbolta og íslenskum?
„Handboltinn er í raun mjög
svipaður hér og í Litháen. Það er
kannski helst að hann sé harðari í
Litháen en annars finnst mér hand-
boltinn vera að þróast víðast hvar í
sömu átt. Núna sjáum við mun
meira af mörkum en áður. Það
voru t.d. sjaldan skoruð yfir þrjátíu
mörk í sovésku deildinni en núna
skora lið varla minna en um og yfir
þrjátíu mörk.“
Þegar þjálfarinn er spurður út í
það hvort hann geti hugsað sér að
vera áfram þjálfari ÍBV, verður
hann sposkur á svip. „Það er eitt-
hvað sem ekki á heima í blöðunum
heldur er það einungis milli mín og
stjómar ÍBV. Þegar náðst hefur
samkomulag verður það gert opin-
bert,“ sagði Gintaras að lokum.
julius @ eyjafrettir. is