Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Síða 15
Frcttif / Fimmtudagur 15. febrúar 2007
15
|PHL deild kvenna: ÍBV - Fram 20:22, Valur - ÍBV 38:21
Sautján marka tap fyrir Val á útivelli
„Einbeitum okkur núna að bikarleiknum," segir Einar Jónsson, þjálfari
Valentina Radu, sem hér er í leik gegn Val fyrr í vetur hefur leikið sínn
síðasta leik með IBV og sömuleiðis markvörðurinn Branca Javonovic.
íslandsmeistarar ÍBV töpuðu með
sautján mörkum gegn Val þegar
liðin mættust á heimavelli
Valsstúlkna á þriðjudaginn. Loka-
tölur urðu 38:21, ótrúlegur munur
og líklega eitt stærsta tap IBV hin
síðari ár. Yfirburðir Vals voru
algjörir, liðið skoraði fyrstu níu
mörk leiksins og voru yfir í hálfleik
20:8.
Einar Jónsson, þjálfari ÍBV hafði
ekki mikið að segja um leikinn.
„Þetta var náttúrulega bara búið í
fyrri hálfleik og í raun áttum við
aldrei möguleika. Þær komast strax
níu mörkum yfir, spiluðu mjög góða
vöm og keyrðu stíft á hraðaupp-
hlaupum. A meðan vorum við ekki
að spila neina vöm og því fór sem
fór. Það er í raun fátt gott að segja
um leikinn en ef það er eitthvað þá
var það markvarslan því þær Heiða
og Ecaterina vörðu vel miðað við
aðstæður.“
Næsti leikur ÍBV er næstkomandi
þriðjudag þegar ÍBV tekur á móti
Gróttu í undanúrslitum bikarkeppn-
innar. Miðað við þessi úrslit,
hvernig leggst leikurinn í þjálf-
arann? „Hann leggst bara vel í mig.
Við verðum á heimavelli og höfum
unnið þær áður í vetur. Við komum
til með að reyna að gleyma Vals-
leiknum sem fyrst og einbeita okkur
að bikarleiknum. Ungu stelpurnar
eru líka búnar að fá nokkuð margar
mínútur í síðustu leikjum, búnar að
gera sín mistök og liðið verður bara
betra héðan í frá. En ég lofa því að
við gefumst ekkert upp fyrirfram,"
sagði Einar.
Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 13,
Pavla Nevarilova 3, Sæunn
Magnúsdóttir 2, Sædís Magnús-
dóttir 1, Elísa Viðarsdóttir 1, Sara
Sigurðardóttir 1.
Ungu stelpurnar í stórum
hlutverkum
Á laugardaginn tóku Eyjastúlkur á
móti Fram en fyrir leikinn var IBV í
fimmta sæti deildarinnar og Fram í
því sjötta. Með sigri hefðu
Eyjastúlkur enn haft von um að
komast upp á meðal fjögurra efstu
liða deildarinnar en aðeins munaði
einu stigi á IBV og Haukum, sem
eru í fjórða sæti. Hins vegar voru
það Framstúlkur sem höfðu betur,
voru yfir 11:12 í hálfleik og unnu að
lokum 20:22 í mjög svo bragðdau-
fum leik.
Skrautfjaðrirnar hafa verið að
reytast af liði IBV að undanfömu,
skyttan Valentina Radu og mark-
vörðurinn Branca Javonovic vom
ekki með og hornamaðurinn Renata
Kári Horvath er aðeins skugginn af
sjálfum sér vegna veikinda.
Leikmannahópur IBV er vægast
sagt mjög þunnur en í leiknum léku
þrír leikmenn úr unglingaflokki
stórt hlutverk hjá fslandsmeist-
urunum og einn leikmaður úr fjórða
flokki. ^
Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 6/1,
Hekla Hannesdóttir 4, Sæunn
Magnúsdóttir 4, Pavla Nevarilova 3,
Renata Horvath 1, Elísa Viðarsdóttir
1, Sædís Magnúsdóttir I.
Varin skot: Ecaterina Dzkukeva
15/1.
Valentina og Branca á
heimleið
Það vakti athygli í leik ÍBV og Fram
í DHL deild kvenna að örvhenta
skyttan Valentina Radu sat á meðal
áhorfenda og Branca Javonovic var
ekki á leikskýrslu. Valentina hefur
ekki þótt standa undir væntingum
og hefur verið ákveðið að rifta
samningi við hana. Valentina lék
þrettán leiki með ÍBV og skoraði í
þeim 50 mörk.
Branca er hins vegar meidd og
ekki útlit fyrir að hún muni ná sér
áður en leiktíðinni lýkur. Því var
sömuleiðis komist að samkomulagi
við hana um að rifta samningnum.
Hlynur Sigmarsson, formaður
handknattleiksdeildar IBV sagði
báða leikmennina meidda. „Branca
bauðst til þess að rifta samningnum
þar sem hún gengur ekki heil til
skógar en við ákváðum að gera slíkt
hið sama við Valentinu."
Þar með hafa þrír leikmenn yfir-
gefið herbúðir ÍBV en Andrea Löw
fór frá liðinu í desember. Hlynur
segir þó ekki útilokað að leikmenn
komi í stað þeirra sem nú fóru.
„Við höfum verið að reyna að fá tvo
leikmenn til okkar og ég á von á því
að það mál skýrist fyrir helgi,“
sagði Hlynur.
1. deild karla: ÍBV - Afturelding 33:34
Baráttan verður um
annað sætið
Karlalið ÍBV tapaði á heimavelli
gegn Aftureldingu í uppgjöri topp-
liða l. deildar um helgina.
Afturelding hefur haft talsverða
yfirburði í vetur og hefur ekki tapað
leik en fram að leiknum höfðu
Eyjamenn ekki tapað leik eftir
áramót. Lokatölur urðu hins vegar
33:34 eftir jafnan og spennandi leik.
Yfirleitt skildi ekki meira en eitt
mark liðin að en í hálfleik var jafnt
15:15. Framan af síðari hálfleik var
jafnt á öllum tölum en Bjarki
Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar
tók þá til þess ráðs að skipta sjálfum
sér inn á. Fljótlega eftir það náðu
gestirnir undirtökunum og náðu
mest þriggja marka forystu. Sigur
Aftureldingar var að lokum nokkuð
öruggur þó aðeins munaði einu
marki í lokin.
Þar með er ljóst að Afturelding er
nánast örugg með efsta sætið en
Eyjamenn hafa alla möguleika á að
halda öðru sæti deildarinnar.
Mörk IBV: Sigurður Bragason
15/5, Grétar Þór Eyþórsson 6,
Leifur Jóhannesson 4, Remigijus
Cepulis 4, Sindri Haraldsson 2,
Eyþór Björgvinsson 1, Erlingur
Richardsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Amarsson
10/1, Friðrik Sigmarsson 1.
Körfubolti
Héldu sæti í B-riðli
Um helgina fór fram fjölliðamót í
körfubolta í Eyjum fyrir sjöunda
flokk karla. Um var að ræða
keppni í B-riðli Islandsmótsins en
auk IBV vom Grindavík, Haukar,
ÍR og Breiðablik í riðlinum.
Fyrri daginn mættu Eyjamenn
tveimur sterkustu liðunum, Grinda-
vík og ÍR. Leikurinn gegn Grind-
víkingum var jafn og spennandi allt
þar til í síðasta leikhluta að Grind-
xvíkingar sigu framúr. Sömu sögu
var að segja af leiknum gegn IR en
þrátt fyrir töpin tvö voru strákarnir
nokkuð bjartsýnir á að halda sæti
sínu í riðlinum. Talið var að bar-
áttan um fallið yrði milli ÍBV og
Hauka en þau mættust í fyrsta leik
sunnudagsins. Eyjapeyjar mættu
full værukærir til leiks, sýndu litla
baráttu og fór svo að Haukar unnu.
Það var því ekkert annað en sigur
sem kom til greina gegn Breiðablik
og Eyjapeyjar sýndu loks sitt rétt
andlit og unnu öruggan sigur á
annars ágætu liði Breiðabliks.
Þar með héldu strákarnir sæti sínu
í B-riðlinum, enduðu í þriðja sæti
sem telst mjög góður árangur enda
eru flestir strákarnir með litla
reynslu af körfubolta. Stigahæstir
hjá ÍBV voru þeir Tómas Orri með
37 stig, Aron Valtýsson með 25 stig
og Halldór Páll með tíu. Úrslit
leikja ÍBV urðu þessi: ÍBV-
Grindavík 21-34, ÍBV-ÍR 28-46,
ÍBV-Haukar 28-37, ÍBV-Breiðablik
39-21.
Tillaga KFS
samþykkt
Á ársþingi KSÍ, sem fram fór á
laugardaginn var samþykkt álykt-
unartillaga KFS er varðaði
breytingar á bikarkeppninni. Nú
koma öll úrvalsdeildarlið inn í
keppnina í 24 liða úrslitum, fyrir
utan þau fjögur sem leika í
Evrópukeppninni en þau koma
inn í keppnina í 16 liða úrslitum.
í greinargerð sem fylgdi tillög-
unni kom fram að litlar líkur
væru á að litlu liðin mættu þeim
stóru við núverandi fyrirkomu-
lag.
Þá voru þeir Jóhannes Ólafsson
og Einar Friðþjófsson endur-
kjömir í stjóm KSÍ.
Hópfimleikar
Flestar stelpurnar að stíga sín fyrstu skref
Átta stelpur frá Rán keppti á byij-
endamóti í hópfimleikum 3. febrúar
síðastliðinn á Selfossi. Alls tóku
ellefu lið þátt í mótinu og urðu
okkar stelpur í þriðja sæti.
Um helgina kepptu svo tíu stelpur
frá Rán á Unglingamóti í hópfim-
leikum en keppt var eftir alþjóða-
reglum. Ránarstúlkur enduðu í
sjötta sæti af átta liðum. Flestar
stelpumar í liðum Ránar em að
stíga sín fyrstu skref í hópfim-
leikum. Keppt er í þremur greinum
dansi, æftngum á dýnu og trampo-
línstökkum með og án hests.
Á myndinni er lið Ránar í
Unglingamótinu.
íþróttir
Fjórði flokkur
í undanúrslit
A-lið fjórða flokks kvenna komst
í undanúrslit bikarkeppninnar um
helgina. Stelpurnar léku gegn
Víking í átta liða úrslitum í
Eyjum og unnu auðveldan sigur
21:12 en staðan í hálfleik var 7:7.
I undanúrslitum fengu stelpurnar
heimaleik gegn HK en ekki
liggur fyrir hvenær leikurinn fer
fram.
Mörk ÍBV: Elísa 6, Lovísa 4,
Aníta 4, Saga 3, Eva 3, Andrea
1.
B-liðið lék tvo leiki um helg-
ina. Fyrst var leikið gegn Gróttu
og unnu Eyjastúlkur 12:28 en
daginn eftir unnu stelpurnar HK
15:27. Markahæstar voru þær
Ama með fjórtán mörk, Bylgja
með tólf og Sandra með ellefu.
Sigur hjá
þriðja flokki
Annar flokkur karla lék tvívegis
gegn Aftureldingu um helgina. í
fyrri leik liðanna, sem fram fór á
laugardag skömmu eftir leik
meistarallokksliðanna, áttu Eyja-
menn fá svör við leik gestanna.
Staðan í hálfleik var 6:18 en
lokatölur urðu 18:36. Síðari
leikurinn var mun betri af hálfu
ÍBV, staðan í hálfleik var 9:12 en
lokatölur urðu 19:23.
Markahæstir um helgina voru
þeir Grétar Stefánsson með sjö
mörk og þeir Daði Magnússon
og Sævald Hallgrímsson skoruðu
fimm.
Þriðja flokkslið félaganna léku
sömuleiðis um hclgina. Eyja-
menn voru einu marki yfir í
hálfleik 13:12 og unnu að lokum
með tveimur mörkum, 26:24.
Mörk ÍBV: Kristinn Amarsson 8,
Brynjar Karl Óskarsson 5, Bragi
Magnússon 5, Þórhallur Friðriks-
son 5, Vignir Stefánsson 2,
Haraldur Pálsson I.
Framundan
Laugardagur 17. febrúar
Kl. 13.30 HK-ÍBV
Unglingaflokkur kvenna.
Kl. 16.00 ÍBV-Afturelding 4.
flokkur karla AB.
Kl. 16.30 ÍBV-UMFH 2. deild
karla, körfubolti.
KI. 16.45 FH2-ÍBV
Unglingaflokkur karla.
Sunnudagur 18. febrúar
Kl. 9.00 Afturelding-ÍBV
Unglingaflokkur karla.
Kl. 10.00 Stjarnan-ÍBV
Unglingaflokkur kvenna.
Kl. 10.00 ÍBV-Afturelding
4. flokkur karla AB.
Kl. 11.00 ÍBV-UMFH 2. deild
karla, körfubolti.
Kl. 14.00 Haukar2-ÍBV 1. deild
karla.
Kl. 14:00 Breiðablik-ÍBV
Deildarbikar karla, Fífunni.
Þriðjudagur 20. febrúar
Kl. 19.00 ÍBV-Grótta SS bikar
kvenna.