Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 2
2 FERMINGAR 2008 / Fimmtudagur 20. mars 2008 ALLTAF FARIÐ í LEIKI í FERMINGAR- VEISLUM í MINNI FJÖLSKYLDU :: SEGIR HALLDÓR HALLGRÍMSSON, STARFSMAÐUR LANDAKIRKJU Halldór Hallgrímsson er umsjónarmaður með kirkjunni og kirkjugarðinum. Hann femdist árið 1971 og segir að fermingarfræðslan hafi farið fram í sjálfri kirkjunni enda ekki um safnaðarheimili að ræða á þeim tíma. „Þetta var stór árgangur, eitthvað rúmlega hundrað krakkar," segir Halldór. „Og þeir séra Þorsteinn Lúther og séra Jóhann Hlíðar, sem sáu um undirbúninginn, skiptu þessu bróðurlega á milli sín." Halldór segir hálfgerða skömm frá því að segja að ekki sitji mikið eftir frá þeim tímum. Áhuginn hefði mátt vera meiri. „Reyndar hef ég alltaf verið trúaður og það má segja að ég hafi alist upp með kirkjunni. Afi var meðhjálpari í 31 ár, Jóhann Hlíðar heimilisvinur og Þorsteinn Lúther bjó á móti okkur á Heiðarveginum. En það verður að segjast eins og er,að fræðslan þótti okkur heldur þurr og bragðdauf. Það hefur sem beturfer breyst með lifandi fræðslu og bættri aðstöðu." Fermt var á hvítasunnunni, eins og svo oft í Eyjum, þann 11. maí, á lokadaginn. Halldór segir að þá hafi allur hópurinn hrúgast saman uppi í turnherbergi kirkjunnar til að klæðast kyrtlunum og búa sig undir athöfnina. „Það er ótrúlegt að þetta skyldi allt ganga svona vel öll þessi ár í þessum þrengslum, því að þetta voru oft stórir hópar, um þrjátíu krakkar," segir hann. Hópnum var raðað eftir stærð fer- mingarbarnanna, þeir stærstu fyrstir. „Ég man að við Gylfi Garðars. vorum aftastir enda minn- stir í hópnum. Það eru ekki margir prestar sem ná bæði að skíra og ferma sama barnið en því náði séra Jóhann, hann var sóknarprestur hér frá 1956 til 1972 og afgreiddi þetta hvort tveggja bæði hjá mér og fleirum í þessum hópi." Halldór segir að veislan hafi verið haldin heima á Heiðarveginum, öllu snúið við í húsinu og stólar ogborð fengin að láni úr næstu húsum. „Það var alltaf farið í alls kyns leiki í fermingarveislum í minni stórfjölskyldu. Þau Unnur Guðjóns og Gaui Manga sáu um að stjórna því og allir tóku þátt í þessu, bæði börn og fullorðnir. Þetta var mikið fjör," segir Halldór sem segist hafa fengið einhver býsn af fermingarskeytum og gjöfum. „Ég man eftir gullúri frá pabba og mömmu sem þótti flott í þá daga, myndavél, svefnpoka og fleiru. „Daginn eftir var svo farið í fermingarmyndatöku til Óskars Björgvinssonar og þar var þessi myndarlegi ný-fullorðni drengur myndaður í bak og fýrir," segir Halldór að lokum. ÞAÐ VAR SJÁLFSAGT MÁL AÐ FYLGJA KRISTI SEM LEIÐTOGA LÍFSINS, OG ÞÓTTI EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ RÆÐA ÞAÐ NEITT NÁNAR, ::SEGIR GUÐNÝ 6JARNADÖTTIR Guðný fermdist á hvítasunnu- dag, þann 17. maí 1964, frá Reykholtskirkju í Borgarfirði og það var séra Einar Guðnason, sóknarprestur, sem sá um athöfnina. „Við vorum sjö fermingarbörn, fjórar stúlkur og þrír drengir," segir Guðný. Tíminn, sem fór í fermingarfræðsluna, var ekki langur, sirka hálfur mánuður í maí en þá var skólinn búinn. „Það var talað um að„ganga til prestsins" og það í orðsins fylltu merkingu, því að ég man eftir að hafa farið gang- andi til fræðslunnar og þurft að vaða yfir Reykjadalsá. Við vorum tvær saman,frá sitt hvorum bænum, sem fylgdumst að en stundum var við keyrðar. Hjá prestinum lærðum við ritningar- vers, sálma og bænir og einnig spjallaði séra Einar við okkur um lífið og tilveruna." Guðný segir að yfirleitt hafi þau komið saman í kirkjunni sem er timþurkirkja frá því um 1887. „En ef frú Anna var ekki heima,fengum við að vera í stássstofunni á prests- setrinu. Prestheimilið er í minning- unni eins og safn sérstakra hluta, mikið af póleruðum húsgögnum, þykkum gólfteppum og myndum á veggjum, og hafði yfir sér einhverja dulúð. En foreldrar mínir voru kirkjuræknir og oft fór ég með þeim til kirkju og síðan var kaffiboð á prestsetrinu. Prestsfrúin, sem alltaf var ávörpuð„Frú Anna", gekk þá á milli gesta, skenkti kaffi úr silfurkönnu og bað fólk um að gjöra svo vel og bætti alltaf við fyrir aftan: „Og það er meira frammi." Hún var með silfurgrátt hár og ákaflega virðuleg eldri dama í minningunni." Frænka Guðnýjar, sem var saumakona,dvaldi nokkra daga á heimilinu fyrir ferminguna. „Hún saumaði á mig fermingarkjól,sem sagt módelkjól," segir Guðný. „Hann var úr gráyrjóttu efni, sniðið var í Charlestonstíl og um mittið var bundið mjótt leðurbelti. Ég var í hvítum,támjóum og hælaháum skóm. Hárgreiðslan var bara„natur- al" en í hárið var sett hvít gervinelli- ka." Guðný segir að hvítasunnan hafi yfirleitt verið í miðjum sauðburði þannig að ekki hafi verið neinn tími fyrir eitthvert vesen í undirbúningi, annað en að allt hafi verið mjög hreint og fínt. „Fermingarveislan var haldin heima á Kjalvararstöðum. Kaffi og kökur sem mamma sá um að baka. Gestirnir voru nánasta fjölskylda og nágrannar. Fermingarúrið var hin klassíska fermingargjöf og auk þess fékk ég kommóðu frá foreldrum mínum. Annars voru skartgripa- skrín, hálsfestar og undirpils, sem voru kölluð„skjört", vinsælar fermingargjafir og eignaðist ég þó nokkur slík. Það tíðkaðist einnig að gefa peninga en var ekki orðið algengt. Eina fermingargjöfin sem ég á ennþá, er Nýja testamentið sem ég fékk frá frænku minni sem saumaði kjólinn." Guðný segist ekki minnast þess að það hafi verið sérstök umræða um trúarupplifun fermingarinnar. „Ferming var hluti af því að játa skírnina og vera tekinn í kristinna manna tölu. Það var sjálfsagt mál að fylgja Kristi sem leiðtoga lífsins og þótti ekki ástæða til að ræða það neitt nánar. Bænir og náunga- kærleikur var innræting í uppeldi foreldra minna í sveitinni og ekki síst að taka málstað þeirra sem minna máttu sín. Ég held að þessi sjálfsagði hluti af kristnu uppeldi hafi dugað mér vel og séjafngildur í dag og fyrir 44 árum," sagði Guðný Bjarnadóttir að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.