Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 8
8 FERMINGAR 2008 / Fimmtudagur 20. mars 2008 HEF ALDREI SEÐ ANNAN EINS DRÁPSSVIP Á HENNI MÓÐUR MINNI :: SEGIR ÓSVALDUR FREYR GUÐJÓNSSON, SEM FERMDIST FYRIR 30 ÁRUM. r----------------------\ Ósvaldur Freyr Guðjónsson fermdist í Landakirkju á hvíta- sunnudag 1978. Fermingarhópurinn var stór það ár, rúmlega hundrað börn og Ósvaldur segir að átta þeirra séu látin. Ósvaldur var í öðrum hóp- num sem séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson fermdi en þessum fjölmenna árgangi var skipt niður í fjóra hópa. „Fermingarfötin voru bæði ný og notuð," segir Ósvaldur. „Jakkinn var sá sami og Óli Týr, bróðir minn hafði notað árið áður,flottur brúnn flauelsjakki sem ég var alveg sáttur við. Svo fékk ég nýjar buxur, skyrtu og skó en slaufan var líka frá árinu áður." Ósvaldur segist hafa kviðið þvf mest í athöfninni í kirkjunni að eiga að ganga inn við hliðina á stelpu sem var stærri en hann. „Það var Ragna Garðars, hún var höfðinu hærri en ég, enda var ég einn af þeim minnstu í árgangnum. í dag hefur þetta snúist við, ég er höfðinu hærri en hún. Svo man ég það að árið áður, þegar Óli Týr fermdist, þá sagði hann jáið svo hátt að það glumdi um alla kirkjuna og gott ef ekki út um alla Eyju. Ég var ákveðinn í að svara líka hátt og snjallt en ég held að ég hafi ekki slegið honum við." Veislan var haldin heima á Túngötunni hjá foreldrunum, Hólmfríði og Gauja í Gíslholti, matarveisla þar sem fjölskylda og vinir sáu um allan undirbúning. „( minningunni finnst mér eins og það hafi verið hundrað manns í henni," segir Ósvaldur. „Mamma segir að það geti ekki verið, það hafi kannski verið fimmtíu manns. En svo var haldin önnur veisla daginn eftir fyrir nágrannanna." Ósvaldur segist muna að hann hafi fengið 206 heillaskeyti. „Og af þeim kannaðist ég líklega við þrjátíu. Svo man ég að ég fékk rosaflott úr frá ömmu og stórkostlega myndavél með flasskubbum frá Sollu frænku. En aðalgjöfin var samt trompetinn. Hjalli heitinn Guðna, sem var með skólalúðrasveitina, hafði pantað trompeta handa okkur þremur peyjum og það voru engin smáhljóðfæri. Kostuðu 120 þúsund krónur stykkið, sem var óhemju fé. Pabbi og mamma gáfu mér40 þúsund upp í hann. Þetta var toppurinn í trompetum á þessum tíma og ég man að á Landsmóti lúðrasveita árið eftir voru Reykjavíkurkarlarnir gulir og grænir af öfund og skildu ekkert í því að einhverjir strákahvolpar í Vestmannaeyjum skyldu vera með dýrustu hljóðfæri sem til voru á markaðnum." Ósvaldur segist halda að þeir hafi ekki verið margir í árgangnum sem fermdust af trúaráhuga einum saman. „Alla vega ekki ég, það verð ég að viðurkenna. Ég held að á þessum tíma hafi enginn haft bein í nefinu til að segja nei við því að fermast. Þetta var bara eitthvað sem allir gerðu og maður fylgdi bara hópnum. Líklega er þetta breytt núna, fermingar- undirbúningurinn er líka orðinn mun meiri núna. En ég man að séra Kjartan lagði á það áherslu að við mættum í kirkju á sunnu- dögum. Þar sem móðir mín var í kirkjukórnum þá var það einfalt mál fyrir hana að draga mig með og það var erfitt að vera sonur kór- félaga í kirkjukórnum á þessum árum. Aftur á móti hætti hún því fljótlega. Ástæðan var sú að í einni messunni varð mér það á að sofna. Svo þegar ég rumskaði, þá var kórinn í miðjum sálmi og annan eins drápssvip hef ég ekki séð fyrr eða síðar á henni móður minni. Eftir þetta strjáluðust talsvert kirkjuferðirnar með henni. En fermingardagurinn var mér eftirminnilegur þó að líklega hafi ég á þeim tíma tekið efnislegu verðmætin fram yfir þau andlegu," sagði Ósvaldur Freyr að lokum. FERMINGAR 2008:: JÓN FRIÐJÓNSSON Jón Friðjónsson mun fermast 12. apríl en hann segist ekki hafa fengið að koma mikið að skipu- lagningu fermingu sinnar." Aðalheiður móðir mín og Mæja frænka mín hafa séð um þetta frá grunni og kannski er best að ég komi ekkert nálægt þessu.Auk þess hafa þær svo gaman af þessu."Jón hefur einungis jákvæða reynslu af fermingarfræðslunni í heild sinni."Fermingarfræðslan var bara nokkuð góð, við fórum á fermingarmót ÍVatnaskógi og það var mjög gaman. Við fengum að gista eina nótt en svo var bara fermingarfræðsla. (einum tímanum hér í Eyjum fengum við að sjá fíkniefnahund og það var virkilega flott." Þó svo að Jón fái engu ráðið um mat, skreytingar eða þema á fermingunni er hann búinn að velja sér vers til að fara með í kirkjunni." Ég valdi" Jesús er minn hirðir og mig mun ekkert bresta"vegna þess að það stóð einfaldlega upp úr." Gjafir hafa alltaf spilað stóran þátt í fermingum á seinni árum og Jón heldur að það myndu fáir fermast ef engar gjafir væru í boði."Það eru margir sem eru að fermast ein- faldlega útaf gjöfunum."Jón segir að hann myndi fermast þótt að engar gjafir væru í boði." Ég myndi pottþétt fermast þótt ég fengi engar gjafir. Móðir mín gæfi mér hreinlega ekki kost á öðru býst ég við"Jóni finnst borgaraleg ferming vera val hvers og eins en hann myndi þó aldrei fara þá leið." Þessi aðferð ætti að vera kölluð eitthvað annað í fyrsta lagi en ég myndi aldrei gera þetta svona."Jón hikar þó aðeins þegar hann er spurður að því hvort hann trúi á guð." Ég trúi að vissu leyti."Jón hefur ekkert tekið þátt í kirkjustarfi og finnst að meira mætti gera fyrir krakka í kirkjunni." Það mætti alveg hafa meira fjör í kirkjunni eins og í gospel-kirkjum hjá blökkufólki. Ég væri mikið til í að prófa eina messu í gospel-kirkju. Það mætti líka fjölga poppmessunum." FERMINGAR 2008:: SELMA JÓNSDÓTTIR Selma Jóndsóttir mun fermast 30. mars og segir að hún og móðir hennar hafi undirbúið ferminguna að mestu leyti í sameiningu." Já ég fékk að ráða skreytingunum og svoleiðis en við gerum þetta flest allt í sameiningu ég og mamma en ég er ánægð að hafa fengið hafa tekið einhverjar ákvarðanir'.'Selma segist aðeins hafa kynnst starfi kirkjunnar þegar hún var ygnri í l 11." I I I stendur fyrir tíu til tólf og það var einskonar sunnudagsskóli og það var mjög gaman í honum. Ég hef reyndar ekert kynnt mér starfið á eldri árum."Selmu fannst gaman að fermingarfræðslunni og þótti áhugavert að sækja messur. "Ég fór í allar messurnar bara með vinum mínum og það var mjög gaman svo var ferðin líka skemmti- leg. Það var svolítið skrýtið að fara í messu í Vatnaskógi þar sem voru bara fermingarbörn það var svolítið öðruvís en hér í Eyjum." Hvaða þýðingu hefur fermingin fyrir Selmu.?"Hún þýðir bara að ég er að staðfesta trúna mína."Selma segir einnig að hún haldi að margir krakkar séu bara að fermast fyrir gjafir og peninga." Það eru örugg- lega margir bara að þessu til að fá peninga og gjafir og ég er ekki viss um að margir myndu fermast ef engar gjafir væru." Fermingarathöfnin verður mjög sérstök fyrir fjölskyldu Selmu þar sem Selma hefur vaið sérstakt vers til að flytja." Ég fer með sama vers og amma mín fór með þegar hún fermdist, það verður gaman."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.