Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 9
FERMINGAR 2008/ Fimmtudagur 20. mars 2008 9 * VINN ÚT FRÁ HUGMYNDUM FERMINGARBARNANNA Berglind Kristjánsdóttir hefur ekkert slegið af í glerlistinni þó þær systur, Hafdís og hún hafi selt verslun sína Póley. Núna er hún með aðstöðu heima hjá sér að lllugagötu 41 þar sem hún býður m.a. upp á ýmislegt sem tengist fermingunni. „Já, það er alveg rétt að ég hætti ekki í gler- inu þó við séum hættar með Póley," sagði Berglind.„Ég er að útbúa gjafir úr gleri sem tengjast hinum ýmsu viðburðum og nú eru það fermingarnar. Ég útbý m.a. kertastjaka og skreytingar á kerti með sandblæstri. Þannig get ég merkt kertastjaka með tilefninu, nafni og dagsetningu. Ég útbý líka glerskraut á fermingarkertin með sömu upplýsingum. Það er ýmsar útfærslur á þessu og t.d. fékk ég eina fermingarstúlkuna til að koma með hugmynd að skreytingu. Þar voru akkerið, hjartað og krossinn meginþemað en eins og allir vita standa þessi tákn fyrir trú, von og kærleika í kristinni trú. Þetta tókst mjög vel og varð persónulegra fyrir vikið." Berglind segist hafa byrjað á þessu fyrir tveimurárum og umsvifin hafa aukistjafn og þétt síðan.„Þetta er mjög vinsælt við tækifæri eins og fermingar og skírnir og líka sem samúðargjafir. Ég er með lítið verkstæði hér heima og hvet ég fólk til að líta við eða hafa samband í síma 861-0144," sagði Berglind að lokum. REYKSKYNJARAR HANDA FERMINGARBÖRNUNUM í ár gefur Slysavarnadeildin Eykyndill öllum fermingar- börnum í Vestmannaeyjum reyk- skynjara til að setja upp i herbergjum sínum. „Með þessu viljum við minna á nauðsynina á reyk- skynjurum í öll herbergi og ekki síst í herbergi hjá börnum og unglingum þar sem eru m.a.tölvur og sjón- vörp. Þessi hugmynd kom upp á stjórnarfundi hjá okkur og erum við ákveðnar í að gera þetta að árlegum viðburði," sagði Guðfinna Sveinsdóttir formaður Eykyndils. Með reykskynjaranum er leiðbeiningarblað sem Sjóvá Forvarnarhúsið útbjó sérstaklega fyrir Eykyndils- konur. Þar sagt til um staðsetningu, viðhald og endurnýjun og hinarýmsu gerðir reykskynjara. Velkomin í fulloröinna manna tölu Gjafakort Gjafakort Eymundsson er skemmtileg og fjölbreytt gjöf. Þaö er tilvaliö aö lita viö í verslunum okkar og dunda sér viö aö velja þær gjafir sem manni list best á hvort sem þaö eru bækur, tímarit, leikföng, myndlistarvörur, fjölskylduspil, geisladiskar og kvikmyndir, ritföng eöa bara eitthvað fyrir skólann. CONCISE WORLD ATLAS Stórglæsilegar kortabækur sem gefa einstaka ‘fyfirsýn yfir lönd heimsins og menningu þeirra. Verð: 4.995 k *• 1 Verö: 3.995 kr. Verö: Glæsilegt pennasett frá Lamy. Leöurhulstur fyrir pennana. Nýjasta útgáfan af fslensku oröabókinni. 1250 blaösíður og um 94 þúsund uppflettiorð. Verö: Verð: 7.480 kr. Nýja biblíuþýðingin miöast viö breiöan lesendahóp og notkun í helgihaldi kirkju og safnaöa. Þetta er biblía 21. aldarinnar. nr um -{Jcrmingarbczkur -Súkkuhðitertur Uleitir rettir og sttittur ~ ^Brentum á marsipan ~ Idtrúllaðma rsipan ^bttustu , jermingarstyttumar...!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.