Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 24. aprfl 2008 9 Þriggja ára fjárhagsáætlun: Stórskipahöfn, menningarhús, íþrótta- mannvirki og uppbygging miðbæjar -Framkvæmdir fyrir 1853 milljónir á næstu íjórum árum SAMTALS er gert ráð fyrir 65 itiilljónum króna í uppbyggingu og fegrun miðbæjar, þar af 25 milljónum á árinu 2008. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyja- bæjar og stofnana fyrir árin 2009 til 2011 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjómar á laugardag. Ráðist verður í töluverðar fram- kvæmdir á tímabilinu, aðallega vegna framkvæmda við upptöku- mannvirki, hafnarkant fyrir stórskip, menningarhús, uppbyggingu mið- bæjar, íþróttamannvirki og fleira. Alls er gert ráð fyrir því að sérstakar verklegar framkvæmdir á ámnum 2008 til 2011 nemi 1853 milljónum króna, þar af 720 millj- ónum í stórskipakant árin 2009 til 2011. Athyglisvert er að nú er gert ráð fyrir fjármagnstekjum að upphæð 450 milljón króna á ári sem er mikil breyting frá fyrri ámm og til saman- burðar er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmda fyrir 397 milljónir króna á árinu 2008 Framkvæmdir á næstu fjórum árum Elliði Vignisson segir í greinargerð að áætlunin beri með sér að bæjaryfirvöld hafi þá einörðu trú að stórbættar samgöngur á næstu tveimur ámm komi til með að snúa íbúaþróun seinustu ára við. Það sé mikilvægt að bæjaryftrvöld búi sig undir slíkar breytingar. Gert er ráð fyrir 85 milljónum króna í viðhald og framkvæmdir BV, þar af er gert ráð fyrir 80 milljónum á árinu 2008 en 5 milljónir koma inn á þriggja ára áætlun eða árið 2010. Samtals er gert ráð fyrir 65 milljónum króna í uppbyggingu og fegrun miðbæjar, þar af 25 milljónum á árinu 2008. Vegna samnings um menningar- hús er gert ráð fyrir samtals 140 milljónum, þar af 47 milljónum árið 2008 og vegna endurskoðunar og eflingar safnastarfs er gert ráð fyrir 50 milljónum á árunum 2009 til 2011. Þá fara 280 milljónir í knatt- spymuhús, þ.e. 140 milljónir árið 2008 og 140 milljónir 2009. Gert er ráð fyrir 80 milljónum í sjávarrann- sóknamiðstöð og náttúrugripasafn þar af 25 milljónum árið 2008 og 45 milljónum í Þekkingarsetur Vest- mannaeyja, þar af 15 árið 2008. Gert er ráð fyrir 65 milljónum króna í vatnagarð við sundlaug og bún- ingsklefa á næsta ári. Skipalyfta fær samtals 323 milljónir, þar af 108 milljónir árin 2009 og 2010 og 107 milljónir 2011. í stórskipakant er gert ráð fyrir 720 milljónum þ.e. 240 milljónum á ári 2009 til 2011. Samtals er gert ráð fyrir fram- kvæmdum fyrir 397 milljónir árið 2008, 615 milljónir 2009, 464 milljónir 2010 og 377 milljónir 2011. Samtals eru þetta fram- kvæmdir fyrir 1853 milljónir á næstu fjórum árum. Fjölgun um 1% á ári Elliði gerði grein fyrir ýmsum liðum fjárhagsáætlunarinnar og fram kemur í greinargerð að tekjur af út- svari hafa hækkað talsvert á milli ára síðastliðin tvö ár og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Aætlað er að útsvarstekjur hækki að jafnaði um 4% á ári en það er nokkuð undir þeirri hækkun sem verið hefur síðastliðin ár enda fyrirsjáanlegur samdráttur vegna niðurskurðar á þorskkvóta, samdráttar í loðnu- veiðum og annarra ytri þátta. „Hækkun byggir helst á vænt- ingum hvað varðar launaþróun og áframhaldandi uppgang í sjávar- útvegi þrátt fyrir fyrrgreind áföll. Líkur eru einnig fyrir því að umsvif atvinnulífs Vestmannaeyja eigi enn eftir að aukast verulega og það verði fjölbreyttara vegna langþráðra samgöngubóta." I áætluninni er gert ráð fyrir að íbúum í Vestmannaeyjum hætti að fækka árið 2008 og fjölgi um 1% á ári, árin 2009, 2010 og 2011. „í ljósi þess að íbúum í Vest- mannaeyjum hefur fækkað nánast stöðugt frá 1993 má vera að ein- hverjum sýnist hér um bjartsýni að ræða. Staðreyndin er þó sú að fækkun ársins 2007 er sú minnsta seinustu 18 ár. Þá er það einörð trú undirritaðs að væntingar um stór- bættar samgöngur eigi enn eftir að hafa veruleg áhrif á íbúaþróun og auka almennt trú á vaxtarmöguleika Vestmannaeyja," segir Elliði í grein- argerðinni. 450 milljónir í fjármagns- tekjur á ári Gert er ráð fyrir að hækkun lekna vegna fasteignagjalda nemi 10% á ári yfir tímabilið og þannig hækka líka tekjur af sorphirðu, förgun og holræsagjaldi. Aætlað er að 25.000 fermetrar verði fullbyggðir á tíma- bilinu. Ekki er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði á fram- lögum Jöfnunarsjóðs á tímabilinu en þau hafa hækkað talsvert á síðustu árum. Gert er ráð fyrir því að laun, aðrar tekjur og annar kostnaður hækki um 4% árlega. Gert er ráð fyrir að vaxtastig verði óbreytt á tímabilinu og reiknaðir vextir milli stofnana sömuleiðis. Áfram, eins og 2007, er gert ráð fyrir auknum tekjum að upphæð tæpar 44 milljónir króna bæði árið 2008 og 2009 vegna arðs frá Lánasjóði sveitarfélaga. Reiknaðir liðir breytast ekki á tímabilinu, s.s. breyting lífeyrisskuldbindinga, af- skriftir og vextir milli stofnana bæjarins. Stærsta breytingin nú, frá því sem áður hefur verið, er að nú er gert ráð fyrir fjármagnstekjum að upphæð 450 milljónum króna á ári. Gert er ráð fyrir því að árið 2009 verði aukin niðurgreiðsla lána, umfram tekin lán, hjá B-hluta sem nemur 50 milljónir króna. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmanna- eyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2009 til 2011 til síðari umræðu. Ennisrakaðir með tónleika Það er líflegt tónlistarlífið í Eyjum þessa dagana og ekki færri en tvennir og jafnvel þrennir tónleikar í viku hverri. Einn flytjandinn mun örugglega vekja athygli og vekja upp gamlar endurminningar. Það er hljómsveitin Ennisrakaðir skötu- selir, sem El Puerco, alias Elías Bjamhéðinsson fer fyrir, en þeir ætla að troða upp á Café Drífanda á laugardagskvöldið. Er það fyrsta skrefið í að minnast 20 ára afmælis sveitarinnar sem verður á næsta ári. Ennisrakaðir og E1 Puerco eru með því eftirminnilegasta og um leið skemmtilegasta sem komið hefur fram í tónlist í Vestmanna- eyjum. Elías hafði reynt fyrir sér sem trúbador og hafði náð að skapa sér nokkurra stöðu á þeim vettvangi sem beittur textahöfundur. í Einnisrökuðum fékk hann til liðs við sig reynda tónlistarmenn, Hlöðve Guðnason, Högna Hilmis- son, Pál Viðar Kristinsson og Omar Hreinsson sem sló trommumar í upphafi. Saman slógu þeir einstakan tón þar sem Elías var í aðalhlutverki sem E1 Puerco, í allt gáfu þeir út fjórar plötur og tvær eru á leiðinni. „Fyrsta platan kom út 1989 og við ENNISRAKAÐIR SKÖTUSELIR ; GÖMUL auglýsing. það miðum við upphaf ferilsins," sagði Elías í samtali við Fréttir. Það var E1 Puerco og Ennisrakaðir skötuselir. Önnur platan var Elías og þjóðflokkurinn, þriðja platan var Skást of E1 Puerco og sú fjórða var Elías en ekki hvað? Fimmta platan er nú í undirbún- ingi og heitir hún Heilsugeirinn þar sem Elías segir frá hremmingum sem hann lenti í vegna læknamis- taka. „Upphafið var að ég fór í bakaðgerð sem að mati Landlæknis var óþörf. Þá tók við þriggja ára þrautaganga um heilsugeirann og er hún uppistaðan í efninu á plötunni. Diddi fiðla og Hjörleifur trommari í Sálinni hafa verið að vinna að þessu með mér. Þar verður að finna lög eins og Læknalestin, Hjúkkuliðið, Andvökunótt og Fallinn frá. Á sama tíma hef ég verið að vinna að plötu á ensku sem heitir Before I leave The Planet. Hún vísar til þess að ég hélt um tíma að myndi ekki sleppa lifandi úr heilsugeiranum." Tónleikamir á Café Drífanda hefjast klukkan 11 á laugardags- kvöldið og verða þeir að mestu órafmagnaðir. Þar mæta Elías, Hlöbbi og Högni en Páll Viðar, sem býr í Keflavík, átti ekki heiman- gengt þessa helgi. „Við köllum þetta fyrir og eftir súpu því um miðnætti verður borin fram kröftug sjávarréttasúpa. Fyrir súpu verður áherslan lögð á nýtt efni en eftir snæðing verður rifjað upp eldra efni,“ sagði Elías að endingu. Foreign Monkies í Höllinni á sunnudag Það hefur lítið farið fyrir Foreign Monkies, sigurvegurum Músík- tilrauna 2006, undanfarið en nú verður breyting á. Þeir blása til tón- leika í Höllinni á sunnudagskvöldið og nú styttist í að plata frá þeim líti dagsins ljós. „Með tónleikunum á sunnudags- kvöldið erum við að skila af okkur sem Bæjarlistamenn Vestmannaeyja 2007. Þar munum við flytja allt okkar efni sem allt er frumsamið,11 sagði Gísli Stefánsson, gítarleikari. Hljómsveitin hefur ekki oft komið fram síðan þeir unnu Músíktilraunir en þeir hafa alltaf verið að. „Það má segja að það hafi verið of mikið fyrir okkur að vinna Músíktilraunir því við vorum alls ekki undir það búnir. Við vorum ekki að fara að keppa, litum frekar á þetta sem tækifæri til að fá að spila og þarna unnum við með góðu fólki og með góðum græjum. Það fannst okkur bara svo gaman og svo allt í einu unnum við keppnina. Hluti af verðlaununum hefði þurft að vera umboðsmaður til að hjálpa okkur til að geta staðið á eign fótum. Auk Gísla eru í sveitinni Bogi GÍSLI er til í slaginn. Rúnarsson bassaleikari og Víðir Heiðdal Nenonen trommari. „Bjarki Sigurjónsson, söngvari er hættur og nú syngjum við Bogi. Ein ástæðan fyrir því að hann hætti er hvað þetta hefur allt dregist hjá okkur en nú er þetta allt að komast í gang. Stefnum við á að klára plötu í sumar og svo er spurning hvenær hún kemur út. Við höfum verið að þróa okkur áfram og það er lítið eftir. Þetta hefðum við átt að gera strax eftir keppnina en nú er þetta að komast í gang,“ sagði Gísli sem lofar skemmtilegum tónleikum á sunnudaginn en þeir byrja klukkan níu um kvöldið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.