Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 «esaÉ| Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 20. tbl. I Vestmannaeyjum 15. maí 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Menning og söfn í Eyjum, heill heimur út af fyrir sig -Brennidepillinn settur á Heimaeyjagosið, Surtseyjargosið, Tyrkjaránið, útgerðarsöguna, nýtingu bjargfugls, sérstætt mannlíf og náttúruna Vestmannaeyjabær kynnti stefnu sína, Menning og söfn í Vest- mannaeyjum, heill heimur út af fyrir sig á blaðamannafundi á mið- vikudag. Þar var sett fram fram- tíðarsýn og stefna Vestmannaeyja- bæjar í uppbyggingu safna- og menningarstarfs. Framsögumaður var Elliði Vignisson, bæjarstjóri og með honum voru Páley Borg- þórsdóttir, formaður menninga- og tómstundaráðs og Kristín Jóhanns- dóttir, menningarfulltrúi. Elliði sagði m.a. að Vestmanna- eyjabær hygðist nota næstu tvö ár til að reisa grunn undir þá miklu sókn sem Vestmannaeyjar fá tækifæri til í kjölfarið á byitingu í samgöngum þegar siglingar í Landeyjahöfn hefj- ast árið 2010. Markmiðið með stefnunni og framkvæmdum henni tengdri er að gera söguna og sérstæða náttúru sýnilegri og aðgengilegri en nú er. Rík áhersla er lögð á allt það sem sérstakt er og einstakt fyrir Vest- mannaeyjar og aðgreinir sögu og náttúru frá öðrum stöðum á landinu. Sérstaklega verður horft til þess að efla menningarvitund og þekkingu íbúa og gesta á menningarverð- mætum, arfleið og sérstæðri náttúru Vestmannaeyja. I þessu samhengi verður brenni- depillinn settur á Heimaeyjagosið, Surtseyjargosið, Tyrkjaránið, út- gerðarsöguna, nýtingu bjargfugls, sérstætt mannlíf og náttúruna í og við Vestmannaeyjar. Ahersla er lögð á að horft verði til uppbygg- ingar atvinnutengdrar menningar- starfsemi í Vestmannaeyjum til dæmis með því að fela áhugafólki og einkaaðilum aukið hlutverk í rekstri safna og listastarfsemi. Stefnan felur það í sér að byggðar verða þrjár stoðir undir safna- og menningarstarfsemi í Vestmanna- eyjum, þ.e.a.s. gosið, söguna og náttúruna og hafa stoðimar hlotið nöfnin: Eldheimar, Sagnaheimar og Sæheimar. Eldheimar eru umgjörð um sýningar tengdar Heimaeyjagosinu og Surtseyjargosinu. Afram verður haldið með þá stefnu sem hingað til hefur verið undir vinnuheitinu „Pompei norðursins“. Ekki er stefnt að því að byggja yfir þær minjar sem þegar hafa verið grafnar upp þótt vissulega verði umgjörð upp- graftarins afmörkuð og sett í heild- rænna form. Sagnheimar eru umgjörð um sýningar sem tengjast sögu okkar og menningu. Innan veggja Safna- hússins verða sýningar sem tengjast Tyrkjaráninu, útgerðarsögunni, menningu okkar og mannlífi. Þá verður bókasafnið okkar lagað að breytingum í húsinu sem og þau söfn sem þar eru núna svo sem Ijós- myndasafn, skjalasafn og fleira. Sæheimar eru svo umgjörð um sýningar sem tengjast náttúru okkar Eyjamanna. Aðstaða náttúrugripa- safns verður algerlega endurbyggð og henni komið í nýtt húsnæði og er helst horft til byggingar á hafnar- svæðinu og að sameina safnið og aðstöðu Þekkingarseturs undir eitt þak. Nánar á bls. 2. Hrefna, Sveinn og Þóra með gæsina sem elti þau einn hring. Snjógæs elti golfara Golfarar sem spiluðu á vellinum á þriðjudagsmorgun barst heldur betur óvæntur liðsauki þegar snjógæs elti þá á röndum og lét sig ekki muna um að fylgja þeim eftir heilan hring. Hún var hin spakasta og beið eins og vera bar þegar golfararnir gerðu sig klára til að slá og lallaði svo á eftir þegar þeir færðu sig milli staða. Snjógæs verpir í Norður-Amer- íku og í Norðaustur-Síberíu. Talið er að snjógæsin hafi komið hing- að með villtum gæsum frá Evrópu og þá trúlega úr fuglagarði þar sem hún er spök og mannelsk. Styttri lunda- veiðitími Vegna óska bæjaryfirvalda um að Bjargveiðifélag Vestmannaeyja myndi leggja fram ráðgjöf varð- andi það hvemig veiði á lunda yrði háttað sumarið 2008, hittust félagsmenn á þriðjudaginn og fóru yfir málin. A fundinum var samþykkt eftir- farandi tillaga: „Fundurinn leggur til að lundaveiðar í Vestmanna- eyjum skuli ekki hefjast fyrr en 10. júlí og standi til 31. júlí. Annar fundur verði haldinn sunnudaginn 27. júlí og þar verði tekinn ákvörðun, í samvinnu við sérfræðinga Náttúrustofu Suður- lands, um framhald veiða eftir þjóðhátíð. Félagið hvetur veiðimenn í Vestmannaeyjum til að halda veiðinni f lágmarki og láta lund- ann njóta vafans. Kennari kærir nemanda Grunnskólakennari hefur kært nemanda til lögreglu eftir að nemandinn réðist á kennarann í síðustu viku. Tryggvi Kr. Ólafs- son, lögreglufulltrúi, staðfesti að kæra vegna lfkamsárásar hefði borist frá kennara gagnvart nem- anda undir 15 ára aldri. „Bamið er ósakhæft þannig að málið fer ekki í ákæru,“ sagði Tryggvi en það verður rannsakað og sent áfram til bamavemdaryftrvalda." Kcnnsla í klettaklifri var meðal þess sem boðið var upp á á fjölskylduhelginni sem orðin er árlegur viðburður um hvítasunnu í Eyjum. Sjá nánar í blaðinu. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR netáhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI <55? ÞJÓNUSTUAÐILI fOYOT í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.