Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 9
Fréttif / Fimmtudagur 15. maí 2008
9
BIGGI:Mér finnst þessi binding enginn ókostur og ef ég væri að velta mér eitthvað upp úr henni væri ég hættur fyrir löngu. Kostirnir eru svo margir. Maður hittir mikið af fólki og
kynnist mörgu skemmtilegu fólki..
fólkinu og það vom haldin skemmtileg starfs-
mannateiti. Maður kynntist urmul af fólki,
skemmtikröftum og starfsfólki og eigend-
urnir, Pálmi og Marý, voru alveg æðisleg.
Þau höfðu sína kosti og galla eins og allir
atvinnurekendur en minningin um þau er góð
og það var gaman að vinna fyrir þau.“
Blandaði bjórlíkið ægilega
Þama segist Biggi hafa eignast frábæra vini
og nefnir Grím kokk og Elvar svila sinn sem
er reyndar orðinn fyrrverandi. „Hann neitar
að vera kallaður fyrrverandi svili en þama
kynntumst við best þó við værum tengdir.
Óslítanleg vinátta varð þama til og ekki má
gleyma Lauga Friðþórs. Við sáum um að
brugga bjórlíkið fræga,“ segir Biggi en bjór-
líkið varð til þegar reynt var að skapa pöbba-
stemningu þegar enginn var bjórinn.
Hvemig var þessi œgilegi mjöður?
„Þetta var einn pilsnerkútur og að því er
mig minnir var hellt út í hann þremur vodka-
flöskum. Kútnum var síðan velt eftir kúnst-
arinnar reglum, aftur á bak og áfram. Já, ég
held að það haft verið þrjár vodka út í 25 lítra
kútinn. Af þessu seldust einhver reiðinnar
býsn en þetta var algjör viðbjóður."
Biggi rak Tvistinn í um fimm ár á gamla
staðnum. Skeljungur vildi kaupa húsnæðið en
vörubílstjóramir vom ekki tilbúnir í það. „Já,
það gekk ekki saman og þá fór Skeljungur í
að kaupa húsið við Faxastíg þar sem við
emm í dag. Við sjáum ekki eftir því, hér er
frábær staðsetning og góð aðkeyrsla."
Allt byrjaði þetta með poppinu
Var það alltaf draumurinn að vera sjoppu-
karl?
„Já, ég held að það hafi alltaf blundað í mér
að starfa við verslun. Þegar ég var í þriðja
flokki hjá Tý vorum við að safna fyrir fót-
boltaferð til Svíþjóðar. Það var Atli
Einarsson, vinur minn, sem þjálfaði okkur.
Við vomm með sjoppu inni á fótboltavelli og
ég var að sjálfsögðu yftr henni. Við vorum
allar nætur fyrir leiki niður á Kletti að poppa
í gömlu poppmaskínunni sem var þar. Feng-
um við leyfi hjá Magga til þess og svo seld-
um við poppið á leikjum. Ætli þetta hafi ekki
verið fmmraunin í sjoppubransanum. Þá var
það Kaupfélagið og svo þessi rekstur sem
maður hefur staðið í síðustu 20 árin. Já, ég
held að verslunarmennska hafi alltaf blundað
í mér.“
Það er með sjoppueigendur eins og kúa-
bœndur, þið eigið aldreifrí.
„Það er rétt,“ segir Biggi en hann kvartar
ekki. „Það er lokað einn dag á ári, jóladag og
ef maður fer eitthvað í burtu kemur síminn að
góðum notum. Það er annaðhvort hringt í
mann eða að maður hringir til að fylgjast
með. Ég vil ekki kalla þetta kvabb og það er
kostur við gemsann sem vinnutæki, að það er
alltaf hægt að ná í mann ef eitthvað kemur
upp á. Þá getur maður reddað hlutunum þegar
stelpurnar vita ekki hvað þær eiga að gera.
Þetta er mín vinna og lifibrauð og svona er
þetta bara.“
Nú sér maður þessa bindingu sem helsta
ókostinn en hverjir eru kostirnir?
„Mér finnst þessi binding enginn ókostur og
ef ég væri að velta mér eitthvað upp úr henni
væri ég hættur fyrir löngu. Kostimir eru svo
margir. Maður hittir mikið af fólki og kynnist
mörgu skemmtilegu fólki. A ég mikið af
góðum kúnnum og strákar eins og Gunni Ella
Pé og fleiri sem byrjuðu að versla við mig
fyrir 20 ámm gera það enn þann dag í dag.
Maður er líka alltaf að kynnast nýjum og
nýjum krökkum, tekur að einhverju leyti þátt
í líft þeirra og það er bara skemmtilegt. Það
er lika gaman að geta þjónustað fólkið."
Samkeppni bræðranna á ljúfu
nótunum
Nú eruð þið brœður, Magnús og þú, í sam-
keppni, er sjoppurrekstur rœddur ífjöl-
skylduboðum ?
„Nei, það er ekki gert,“ segir Biggi og hlær.
„Það er ekkert samráð á þeim bænum en
þetta hefur allt verið á mjög góðum nótum
milli okkar bræðranna. Aldrei komið neitt
upp á í þessum sjoppurekstri okkar. Það er
alveg af og frá.“
Þessi rekstur hefur breyst í tímans rás og er
Tvisturinn talandi dæmi um það sem blanda
af veitingastað og sjoppu. Biggi tekur undir
þetta en segir að önnur breyting hafi líka
orðið. „Eins og ég gat um áðan var vertíðar-
fólk og Stýrimannaskólinn góðir kúnnar yfir
vetrartfmann en núna eru sumrin orðin mun
betri en þau voru. Það eru öll þessu stóru mót
sem draga hingað þúsundir manns á hverju
sumri sem er alveg frábært fyrir byggðarlag-
ið. Það er engin spurning og gott dæmi um
þetta er þegar hér voru 400 krakkar um síð-
ustu helgi að spila handbolta. Þetta gjör-
breytir öllu í bænum og hefur mikið að segja
í ekki stærra byggðarlagi."
Tældi eiginkonuna til Eyja
Biggi er kvæntur Ólöfu Jóhannsdóttur, Lóu,
sem kemur frá Akureyri og saman eiga þau
Elfar Franz sem verður níu ára í sumar og
Mikael Mána sem er sex mánaða. „Ég fór inn
fyrir barinn á Kaffi Reykjavík þar sem hún
vann, tók hana traustataki og tældi til Eyja.
Er það gjömingur sem ég sé ekki eftir því
hún er yndisleg manneskja," segir Biggi.
Elfar Franz gengur ekki að öllu leyti heill til
skógar en það kom ekki strax í Ijós. „Við
fórum fyrst með hann á Greiningarstöð ríkis-
ins, tæplega tveggja ára gamlan. Það gekk illa
að fá greiningu en hann var á eftir á ýmsan
hátt. Eftir að hafa farið tvisvar í mjög viða-
mikla greiningu mældist hann með mjög
mikla málhömlun. Hann skilur allt sem þú
segir en hann nær ekki að koma því frá sér á
réttan hátt. Það hefur hjálpað honum mikið
hvað hann er jákvæður og glaðlyndur sjálfur.
Er ófeiminn að fara og tala við fólk þó að
hann viti að það skilji hann ekki. Þá hristir
hann bara hausinn, gefst ekki upp og heldur
áfram að reyna að tjá sig. Hann er samt alltaf
að verða betri og betri að tjá sig. Fólk talar
um það, sérstaklega það sem hittir hann með
ákveðnu millibili."
Elfar fær frábæra þjónustu í
Eyjum
Biggi segir að Elfar Franz fái frábæra þjón-
ustu hér í Eyjum „Hann er með stuðnings-
manneskju, hana Ingu og svo kemur Svava
inn þegar Inga er ekki. Kolbrún er kennarinn
hans og eru þær, sem og allt starfsfólk
skólans alveg frábært við hann. Svo er hann í
sérdeildinni hjá Ólöfu Margréti og Sillu og
þær alveg einstakar. Við förum svo hálfs-
mánaðarlega með hann til Reykjavíkur til
talmeinafræðings. Það er óhemju vinna en nú
erum við í slag við Tryggingastofnun. Við
höfum nýtt ferðimar suður og tekið tvo tíma
á dag. Nú er orðin breyting hjá Trygginga-
stofnun þannig að hann má ekki fara í nema
einn tíma á dag. Drengur sem er í skólanum
frá átta til eitt á daginn má allt í einu ekki
vera í nema einum tíma á dag hjá talmeina-
fræðingi. Það er fáránlegt að maður skuli
þurfa að standa í stappi út af svona. Erum við
bæði í slag við stofnunina út af þessu og f
sambandi við ferðakostnað," segir Biggi sem
enn og aftur leggur áherslu á frábæra þjón-
ustu hér í Eyjum. „Hún er eins góð og hægt
er að ætlast til. Ég held að hún sé hvergi
betri. Ég vil að það komi skýrt fram.“
Dóttirin á þvælingi um heiminn
Biggi segir að yngri sonurinn dafni vel og
ekkert óeðlilegt hefur komið í Ijós. „Auðvitað
er maður með í maganum vegna fyrri reynslu
en mér sýnist ætla að verða allt í lagi með
hann. Og báðir eru þeir yndislegir peyjar."
Auk þess á Biggi tvö börn af fyrra hjóna-
bandi, Karen Ösp og Ólaf Eini. Fyrri kona
Bigga er Ásdís Ólafsdóttir frá Hornafirði.
„Ólafur verður átján ára í sumar en þegar við
skildum var hann eins og hálfs árs og fór
með móður sinni en Karen Ösp, sem var
fjögurra og hálfs árs, varð eftir hjá mér. Þetta
eru bæði yndisleg börn og ég get verið stoltur
af uppeldi mínu á Karen Ósp. Það höfðu ekki
margir trú á að ég gæti þetta einn. Lóa kemur
síðan þegar Karen Ösp er nfu ára og náðu
þær strax vel saman og eru mjög góðar
vinkonur. Ólafur Einir er líka í góðum
málum. Hann er á Höfn núna og bíður
spenntur eftir að takast á við sitt fyrsta Dj
verkefni sem er hans helsta áhugamál ásamt
líkamsrækt."
Ferðalag Karenar og Viktoríu Guðmunds-
dóttur um heiminn hefur vakið talsverða
athygli. Hvencer kviknaði þessi hugmynd hjá
stelpunum?
„Karen fór að vinna í Noregi síðasta sumar.
Hún hafði lengi verið með í maganum að
sækja um hjá Nordjob, norrænni vinnumiðlun
fyrir ungt fólk. Hún sótti um en gekk illa að
fá svar. Þá sá hún auglýsingu í Fréttablaðinu
þar sem óskað var eftir stelpu í vinnu á hóteli
einhvers staðar uppi í afdölum í Noregi. Hún
sendi póst á netinu, fékk vinnuna og dreif
sig þangað ein. Fyrstu dagarnir voru erfiðir,
hún þekkti engan en kona hótelstjórans var
íslensk. Seinna bættust svo fleiri íslenskir
krakkar f hópinn.
Þarna kviknaði ævintýraþráin og til verður
hugmynd um að fara í heimsreisu. En þegar
enginn sem þarna var, var til í slaginn talaði
hún við Viktoríu vinkonu sína. Viktoría var til
og þær byrjuðu að undirbúa ferðina í haust.“
Biggi segir að undirbúningurinn hafi ekki
verið flókinn en ferðin hafi verið frábær.
Leiðin hefur legið um London, Dubai og
Thailand. Síðan var það landleiðin til
Víetnam, Laos, Kambódíu og Malasíu. Svo
flugu þær frá Kuala Lumpur til Ástralíu þar
sem þær voru í þrjár vikur. Næst flugu
stelpurnar til Nýja Sjálands, Fijieyja og loks
koma þær við í Los Angeles, New York og
London og koma heim 20 maí.
Var pabbinn aldrei hrœddur?
„I byrjun var ég aðeins nervus. Vissi ekki
alveg hvað þær voru að fara út í en eins og
samskiptin eru í heiminum í dag er hægt að
fylgjast svo vel með. Ég lærði á MSN-ið,
Skype og allt þetta. Þær eru líka duglegar að
blogga þannig að mesti skrekkurinn hefur
farið úr manni. Það er fyrst núna sem manni
stendur ekki alveg á sama því við höfum
ekkert heyrt í þeim frá því þær fóru til
Fijieyja fyrir fjórum dögum," sagði Biggi
þegar rætt var við hann síðasta fimmtudag.
„Það er óvanalegt að heyra ekki í þeim í
þetta langan tíma en ég held að þeir séu bara
ekki nógu tölvuvæddir á Fijieyjum.“
Gott fólk okkar lán
Þegar rætt er við Bigga um Vestmannaeyjar
kemur strax í Ijós að þær eru hans heima-
völlur. „Það hefur aldrei komið til tals að
flytja eitthvað annað. Þegar Lóa kom hingað
þekkti hún engan en hún hefur aldrei nefnt
þann möguleika að flytja, hvað þá ég. Okkur
líður vel hér með strákana okkar. Og svo
verður það að koma fram að við Lóa eigum
bæði Tvistinn og okkar lán er frábært starfs-
fólk. Það hefur staðið með okkur í gegnum
þykkt og þunnt alla tíð og hefur skapað okkur
jákvæða ímynd."
Ein spurning að lokum, kemst IBV upp í efstu
deild?
„Það ætla ég rétt að vona því þar eigum við
heima. Eyjamenn gera alltaf kröfu til þess.
Ég hef reyndar ekkert séð til strákanna í vor
en í því umhverfi sem við erum í dag er þetta
alltaf að verða erfiðara. Ferðakostnaður hjá
okkur er það mikill en það þýðir ekkert að
gefast upp og ég segi bara, áfram ÍBV.