Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 15. maí 2008 FJÖLSKYLDAN Biggi, Elfar Franz og Lóa með Mikael Mána.. Einu sinni Múli alltaf Múli -Birgir Sveinsson hefur í 20 ár rekið Tvistinn og rifjar hann upp þessi ár í viðtali við Ómar Garðarsson - Einnig er komið inn á íþróttaferilinn og störf hans fyrir íþróttahreyfinguna og árin hjá Pálm Lór - Biggi og Lóa eiga son sem ekki gengur heill til skógar og er komið inn á baráttu þeirra við kerfið en þau eru mjög ánægð með þjónustuna í Eyjum jW Omar Garðarsson AÍSr omar@eyjafrettir.is Birgir Sveinsson, hafði á föstudaginn síðasta, þann 9. maí, staðið vaktina í Tvistinum í 20 ár. Hann minntist þess um helgina með því að bjóða viðskiptavinum upp á ýmis tilboð og svo ætlar hann að halda áfram að gera vel við sitt fólk næstu 20 árin a.m.k. eins og hann hefur gert síðustu tvo áratugi. Birgir er réttur maður á réttum stað í Tvistinum. Hann er maður léttur í lund og hefur gaman af að umgangast fólk sem er nauðsynlegt þegar maður rekur verslun. Fæddist í Hljómskálanum Á þessum tímamótum þótti rétt að taka hús á Bigga sem kominn er af fjölskyldu sem alltaf er kennd við Múla t Vestmannaeyjum þó ætt- aróðalið hafi verið Hljómskálinn við Hvít- ingaveg. Hann er yngstur ljögurra bræðra þar sem Steinn er elstur, næstur kemur Magnús svo Sigurður og loks Birgir. Hver er Biggi Sveins fyrir utan að vera yngsti Múlabróðirinn? „Einu sinni Múli alltaf Múli,“ svarar Biggi og hlær. „Ég er fæddur 30. janúar 1960. Fæddist í Hljómskálanum og foreldrarnir eru Sveinn og Sissa (Sveinn Magnússon og Sigríður Steinsdóttir) sem alltaf voru kennd við Múla. Pabbi var í lögg- unni og var á vakt þegar ég fæddist. Það var svo mikið að gera að hann komst ekki heim. Það logaði allt í slagsmálum á verbúðunum í Fiskiðjunni sem lögreglan þurfti að útkljá. Mamma ætlaði að eiga mig á spítalanum en þar var önnur kona í fæðingu svo það varð að gerast heima og hafðist þetta allt með góðri hjálp Gerðu ömmu á Múla.“ Næsta nágrenni var mjög líflegt enda margir krakkar sem þarna ólust upp á sömu torfunni. „Leikfélagar mínir á þessum árum voru m.a. systkinin Kolla og Guðni Valtýs, Helga og Siggi Davíðs. Svo var verið í fót- bolta niðri á spítalatúni með Ásgeiri Sigur- vins, Þór Valtýs og fleiri strákum þama í hverfmu. Það var verið í fótbolta alla daga.“ Var fótboltinn lífið? „Já,“ svarar Biggi að bragði. „Það var mikið verið í fótbolta og stundum notaði Ásgeir mann sem æftngabrúðu í markinu. Ég er Týrari, sá eini í fjölskyldunni því foreldrar og bræður voru öll Þórarar. Ætli Ásgeir og Óli, bróðir hans, hafi ekki átt einhvern þátt í því en ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Handboltinn varð fyrir valinu Biggi segist ekki hafa náð langt í fótbolt- anum, hætti í öðrum flokki og þá tók hand- boltinn við. „Ég hætti út af hnjámeiðslum sem þætti lítið mál í dag að laga en var þó nokkur aðgerð þá. I handboltanum reyndi ekki eins mikið á hnén.“ Attir þú einhverja spretti í handboltanum? „Ég var í þessu fræga þriðjudeildar liði Týs og við urðurn meistarar einu sinni. Ég var aðeins 16 ára þegar ég byrjaði að spila með meistaraflokki. Var annar markmaður þegar Egill Steinþórsson var hjá okkur en hann kenndi mér mikið. Hann var frábær mark- maður, bankaði meira að segja á landsliðs- dyrnar þótt hann væri að spila í 3. deild.“ Biggi segir að þetta hafi verið góð ár en á þessum árum var handboltinn að ná fótfestu í Vestmannaeyjum. „Það komu frábærir strákar ofan af landi til að spila með okkur og líka þjálfarar fyrir utan strákana hér í Eyjum, eins og Varða og Ingiberg og fleiri góðir. Allt urðu þetta góðir félagar mínir og svo fylgdi þessu félagsmálapakki," segir Biggi sem 16 ára tók sæti í stjórn Knattspyrnufélagsins Týs með Bigga Gauja vin sinn sem formann. „Síðar var ég formaður félagsins í þrjú ár og ein fjögur var ég formaður Bandalagsins, ÍBV.“ Á flugi á Koníaksstofunni Einn liðurinn í þessu var að elta ÍBV-liðið og deila skrásetjari og Biggi endurminningum úr nokkrum skemmtilegum ferðum í þeim elt- ingaleik. „Við fórum oft með Koníaksstof- unni, flugvélinni hans Vals. Valur flaug með okkur um allar trissur og var oft mikið fjör. Það var oft farið til Akureyrar þar sem við kepptum við KA. I þessum hópi voru Jói Ragg, Daddi diskó, tvíburarnir Ólafur og Stefán og fleiri góðir menn. Þetta var kjaminn sem var fremstur í flokki. Ég man að við settum svip á Akureyri þegar við höfðum með okkur stóran borða sem á stóð Áfram IBV og var með lógóum verslananna okkar Dadda, Adams og Evu og Tvistsins. Þetta var heljarborði sem náði þvert yfir götuna. Hann var borinn frá Bautanum upp í KA heimili. Svo kom það fyrir að menn gleymdust um borð þegar við leigðum vélar úr Reykjavík þegar við fórum norður. Þá rönkuðu menn ekki við sér í Eyjum og vöknuðu upp við vondan draum þegar lent var í Reykjavík. Þetta voru skemmtilegar og fjörugar ferðir og við vöktum athygli, sama hvar við komum.“ Svo er ég í flottu veiðifélagi með eðal- mönnum, þeim Stebba í Eyjablikk, Grími kokk, Gilla Magg, Elvari svila og Dadda diskó. Það er farið einu sinni á ári og heitir þetta merka félag Dreitill og beygist þannig; hér er dreitill um dropa frá lögg til sopa Þá má ekki gleyma Kiwanis þar sem Biggi hefur starfað frá árinu 1990. „Það er frábær félagsskapur. Ég hef verið þar forseti og er í dag svæðisstjóri yfir svæði sem nær frá Hornafirði til Þorlákshafnar. Ég hef kynnst mörgu skemmtilegu fólki í gegnum þennan félagsskap, bæði hér í Eyjum og uppi á landi.“ Úr Kaupfélagi Vm í Tvistinn Biggi tók snemma stefnuna á verslunarstörf og var hann ekki gamall þegar hann réði sig í byggingavöruverslun Kaupfélags Vestmanna- eyja sem var til húsa við Bárustíginn þar sem nú er verslunin Jazz. „Þar var ég með Lauga í Smið og Runa á Hvanneyri. Verslunar- rekstur hefur alltaf heillað mig og það fór nú svo að ég var yfir þeirri verslun áður henni var lokað og reksturinn fluttist inn í Timbur- sölu þar sem Húsasmiðjan er núna.“ Þarna er farið að halla undan fæti hjá Kaupfélaginu og miklar hræringar í verslun í Vestmannaeyjum. „I öllum þessum hrær- ingum auglýsir Skeljungur eftir rekstraraðila fyrir sjoppuna á Vörubílastöðinni þar sem Toppurinn er í dag. Umsóknin mín var á smá bleðli þannig að ég gerði mér ekki miklar vonir um að fá að taka við af henni Siggu á Geithálsi sem hafði rekið sjoppuna í nokkur ár. Það kom þó maður úr Reykjavík til að tala við mig og eftir það var ákveðið að semja við mig,“ sagði Biggi sem síðan hefur verið í samstarfi við Skeljung í rekstri Tvistsins. „Bfiastöðin var þá ennþá í fullum gangi og mikið að gera hjá þeim. Þetta voru skemmti- legir karlar og versla sumir við mig enn þann dag í dag.“ Umbrotatímar í Eyjum Vestmannaeyjar voru með talsvert öðru vísi á þessum árum. „Þama stóð Vömbfiastöðin ennþá undir nafni, Stýrimannaskólinn á fullu með heimavist og vertíðarfólk var hér í talsverðum mæli. „Þetta fólk stundaði sjopp- umar en svo dróst landvinnslan saman, bátunum fækkaði og Stýrimannaskólinn lagðist af. Um leið fækkaði hér fólki. Auðvitað hafði þetta áhrif á reksturinn,“ segir Biggi sem alltaf var ákveðinn í að láta ekki deigan síga. „Þegar ég byrjaði voru 13 sjoppur en í dag eru þær sex. Þá var reyndar lítið um að gos- drykkir og sælgæti væri selt í matvöruversl- unum sem þykir sjálfsagt í dag. Ég man eftir því þegar ég var peyi að ég var að selja gos- drykki fyrir jólin fyrir Magga bróður fyrir utan Tangann. Þá fékk hann leyfi til þess og fékk mig í verkið. Sóttum við gosið á Klett og seldum þarna.“ Stórkostleg ár hjá Pálma Lór Þegar þarna er komið spjallinu vill Biggi koma að ámnum hjá Pálma Lór sem hér rak Gestgjafann og Skansinn sem þá var einn glæsilegasti skemmtistaður landsins. „Á meðan ég vann í Kaupfélaginu og fram að því að ég tók við Tvistinum var ég í fjögur ár, bráðskemmtileg ár, hjá Pálma og Marý í dyravörslu á Skansinum og Gestgjafanum. Þetta er ógleymanlegur tími, mikið af fólki, mikið að gera og Eyjakvöldin allsráðandi. Maður vann 90 og upp í 120 tíma í auka- vinnu í hverjum mánuði, en þetta var rosa- lega skemmtilegur tími.“ Það hlýtur eitthvað skemmtilegt að hafa gerst á þessum árum hjá Pálma. „Já, en ætli það sé ekki best að það fari ekki í loftið. Það sem stendur upp úr er samheldni hjá starfs- Já, ég held að þetta hafi alltaf blundað í mér að starfa við ver- slun. Þegar ég var í þriðja flokki hjá Tý vorum við að safna fyrir fótboltaferð til Svíþjóðar. Það var Atli Einarsson, vinur minn, sem þjálfaði okkur. Við vorum með sjoppu inni á fót- boltavelli og ég var að sjálfsögðu yfir henni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.