Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / ARNÓR OG ÓÐINN segja að frásagnir af svaðilför Bubba Morthens séu mjög orðum auknar. BUbbi Morthens var aldrei í hættu: Vorum ekki að leggja í tvísýnu á nokkurn hátt -Það er aftur á móti ekkert skrýtið við að fólk sem óvant er þessum aðstæðum verði hrætt, sagði Bjarni Halldórsson, skipstjóri á björgunarbátnum Þór sem flutti fólk upp á land um helgina Mikið hefur rætt í fjölmiðlum um það þegar Björgunarfélag Vestmannaeyja tók að sér að flytja fólk frá landi á sunnudagskvöldið og frá Eyjum á mánudags- morguninn. Náð var í Bubba Morthens á sunnudagskvöldið og gekk sú ferð áfallalaust en ein- hverjir fengu á sig skvettu þegar um 15 manns voru fluttir sömu leið morguninn eftir. Björgunarfélagsmenn segja að skilyrði haft verið góð og aldrei hafi neinn verið í hættu. Einhverjir fengu þó á sig gusu og þrír lentu í sjónum í fjöruborðinu. Þá var dýpi ekki meira en svo að þeir gátu gengið í land. Það segja þeir ekkert óeðlilegt, að fólk blotni við land- töku fyrir opnu hafi. Bubbi Morthens lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að þetta hafi verið hin mesta svaðilför og að hann haft aldrei lent í meiri lífsháska á ævinni. Björgunarfélagsmenn hafa aðra sögu að segja, aðstæður haft verið mjög góðar en menn verði að gera ráð fyrir því að blotna þegar farið er á opnum bát upp í fjöru. Eins segja þeir af og frá að nokkur hafi verið í lífshættu og þegar þrír lentu útbyrðis var dýpi ekki meira en svo að þeir gátu gengið í land. Þeir segja aftur á móti ekkert óeðlilegt að óvönum þyki nóg um. Málsatvik eru þau að á sunnu- dagskvöldið fór björgunarbáturinn Þór og náði í Bubba og var farið á BUBBI skemmti við góðar undirtektir á sunnudagskvöldið. tuðru síðustu 50 til 100 metrana upp í fjöruna og gekk allt að ósk- um. Um morguninn var farið með um 15 manns í land. Skipstjóri á Þór í þeirri ferð var Bjami Hall- dórsson og á tuðrunni voru Amór Arnórsson og Oðinn Benónýsson. „Báðir þrælvanir strákar við þessar aðstæður og myndi ég treysta þeim fyrir bömunum rnínurn," sagði Adólf Þórsson, formaður Björg- unarfélagsins þegar hann var spurður um málsatvik. „Ég var ekki um borð en eftir því sem mér skilst þá var ölduhæð um 50 sm og það er langt frá raun- veruleikanum að þeir hafi fengið á sig brot. Viðbrögð fjölmiðla hafa verið óvenju harkaleg og leið mér eins og sakamanni þegar blaða- menn ræddu við mig. Auðvitað á rétt að vera rétt en við erum alvanir að fara upp á land, út í Surtsey og í aðrar eyjar og aðstæður um helgina voru óvenju góðar. Alls öryggis var gætt, allir í björgunarvestum og það er enginn verri þó hann vökni. En ég legg áherslu á að við fórum þessar tvær ferðir fyrir þjóðhátíðar- nefnd en vorum ekki í þessu harki sem sagt hefur verið frá,“ sagði Adólf. Óvenju góðar aðstæður Bjarni, skipstjóri á Þór staðfesti að ölduhæð hafi verið um 50 sm þegar þeir komu að fjöranni á mánudags- morguninn og engin brot. „Þannig blasti þetta við mér en við voram 50 til 100 m frá landi þegar fólkið var ferjað í land,“ sagði Bjami. Hann lagði áherslu á að aðstæður hefðu á engan hátt verið hættulegar. „Við höfum gert þetta margoft og við svipaðar aðstæður. Það voru 15 manns um borð hjá okkur og þurfti fjórar ferðir á tuðrum til að ferja fólkið í land og voru allir í björg- unarvestum. 1 einni ferðinni kom fylla inn á tuðruna sem er alvana- legt og er ekkert hættulegt. Þegar þrír úr Logunum lentu í sjónum lenti tuðran óþarflega þvert fyrir en hún fór aldrei á hvolf og þeir gátu gengið í land. Það er búið að segja margt rangt í þessu máli en við fullyrðum að frásagnir af svaðilför Bubba Morthens sé orðum auknar. Kónginn vantaði athygli Arnór sagði að ósköp lítið væri um málið að segja. Þeir hafi farið þrjár ferðir og þær hafi gengið áfalla- laust. „Fyrst fórum við með Bubba en snerum við eftir að við fengum á okkur smá pus. í næstu ferð kom Bubbi með ásamt Páli Magnússyni útvarpsstjóra, syni hans og fleirum. Hægði tuðran aðeins á sér þegar sandurinn þyrlaðist upp þegar við komum upp í fjöru. Þá kom sjór inn á hana en hann náði rétt upp á pulsurnar. Þá varð Bubbi logandi hræddur en það gerðist ekkert. Þessar fréttir af „svaðilförinni" koma þó ekki á óvart því auðvitað þarf Kóngurinn athygli,“ sagði Arnór. Arnór og Óðinn vora ekki á tuðranni sem flutti Logana en þeir segja að alda hafi komið undir hana rétt í fjöruborðinu og hún hafi þá legið þvert á ölduna. „Hún hallaðist kannski 30 gráður og þá duttu þrír útbyrðis en þeir stóðu upp og löbb- uðu í land. Þetta var allt og sumt sem gerðist." Sýknaður í árásarmáli Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði á þriðjudaginn mann í Vest- mannaeyjum af öllum kröfum ákæruvaldsins en honum var geftð að sök að hafa ráðist á eiginkonu sína og stjúpdóttur í júlí í fyrra og veitt þeim áverka. Akærði neitaði sök og eiginkonan hafði breytt framburði sem hún gaf lögreglu þegar málið var dómtekið. Dóttirin skoraðist undan vitnisburði fyrir dómi. Manninum var geftð að sök líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni en hann neitaði sök. Hjá lögreglu kvaðst hann hafa lent í rifrildi við eiginkonuna en áverk- ar sem hún hlaut hefðu ekki hlot- ist af ásetningi. Við skýrslugjöf hjá lögreglu lýsti konan atvikum á svipaðan hátt og ákærði gerði við skýrslugjöf þar. I öðrum lið ákæru var mannin- um geftð að sök að hafa veist að stjúpdóttur sinni en sem fyrr neitaði hann sök og hún skor- aðist undan vitnisburði fyrir dómi. I niðurstöðu dómsins segir að framburður vitna fyrir dómi hafi ekki verið afdráttarlaus um að ákærði haft veist að stjúpdóttur- inni. Er það mat dómsins að eins og sönnunarstöðu sé háttað verði því að telja að ekki sé fram komin lögfull sönnun um sekt ákærða að þessu leyti. I dómum er lýst áverkum á móður og dóttur en í niðurstöðu hans segir að af lýsingum ákærða og vitna sé ljóst að rifrildi átti sér stað en framburður ákærða og eiginkonunnar hafi breyst í veigamiklum atriðum og þau ein til frásagnar um það sem gerðist. Einnig segir að framburður þeirra fyrir dómi bendi til þess að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Því er ekki á móti mælt að áverkar eru af völdum mannsins en þar sem ekki telst sannað að ásetningur hans hafí staðið til þess að skaða hana verði honum ekki refsað fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Niðurstaða máls þessa verður því sú að ákærði var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. I samræmi við niðurstöðu dómsins ber að fella allan kostnað sakarinnar á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, 373.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dóm- stjóri kveður upp dóm þennan. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna embættisanna dómarans. Mikið verslað af áfengi í Eyjum Sala áfengis í vikunni fyrir versl- unarmannahelgi var 12,2% meiri í lítram talið en í sömu viku fyrir ári í verslunum ATVR. Samtals seldust 783 þúsund lítrar í ár en í sömu viku í fyrra seldust 698 þúsund lítrar. I Vínbúðinni í Vestmannaeyjum komu um 1400 viðskiptavinir föstudag og laugardag um verslunarmannahelgi í fyrra, en í ár heimsóttu um 2.100 Vín- búðina. Aukningin er því um 55% milli ára. vinbuðin.is Étgefandi.' Eyjasýn chf. 480278-0549 - Vestmannaeyjiun. BitBtjórL Ómar Garðarsson. Blaðamenn: (íuðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlins Ingason. fþróttir Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & (íísli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafi-ettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTi'itt koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasöln á Kletti, Tvistinum, Toppnnm, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krómumi, lsjakaniun, verslnn 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTTER eru prentaðar í 2(KH) eintöknm. FRÉTTER ern aðilar að Samtökmn bœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notknn ljósmynda og annað er óheinnlt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.