Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 16
Sun nvescments Si_ FASTEIGNASALA k SPÁNI UNOARÓS <©030646-930757 píús ☆ mn smammz ÉML’ÍBfe WtM&Mk Eyjafréttir.is - fréttir milli Frétta s/fðiktimj&Ai&zmzúsj Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2008: MK hæstur með 27,6 milljónir króna Um mánaðamótin síðustu lauk álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2008. Samtals nema álögð gjöld 2.4 milljörðum á 3196 gjaldendur auk 896 þúsunda á 89 böm. Nemur hækkunin 6,21 prósenti frá fyrra ári. Þar af er tekjuskattur 986 milljónir króna sem er 0,36% hækkun frá fyrra ári og útsvar er 1230 milljónir og er hækkunin á milli ára 9,03 prósent.. Bamabætur em alls um 116 milljónir og er hækkunin 16,03 prósent frá árinu á undan og vaxtabætur eru 61,5 milljónir og hækka um 7,5 prósent. Alls nema endurgreiðslur 262 milljónum og er nettó- álagning því liðlega 2,1 milljarður og er hækkunin 5,13 prósent á milli ára. Hæstu greiðendur í heildargjöldum eru: Magnús Kristinsson útgerðarmaður 27,6 milljónir Ragnheiður Alfonsdóttir hjúkrunarfr. 26,6 milljónir Leifur Ársælsson f. útgerðarmaður 17,8 milljónir Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarm. 14,1 milljón Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri Ægir Páll Friðbertsson frmkvstj. Sigurður Hjörtur Kristjánsson læknir Smári Steingrímsson læknir Gísli Þór Garðarsson skipstjóri Kristbjöm Árnason skipstjóri Hæstu útsvarsgreiðendur: Magnús Kristinsson útgerðarmaður Ólafur Ágúst Ólafsson skipstjóri Ægir Páll Friðbertsson framkvst. Gísli Þór Garðarsson skipstjóri Sigurður Hjörtur Kristjánsson læknir Smári Steingrímssonlæknir Kristbjöm Árnason skipstjóri Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvst. Gylfi Viðar Guðmundsson skipstjóri 8.1 milljón 6,9 milljónir 6.6 milljónir 6,3 milljónir 6,3 milljónir 6.3 milljónir 7.2 milljónir 3.2 milljónir 2.7 milljónir 2,6 milljónir 2,5 milljónir 2.4 milljónir 2,4 milljónir 2.3 milljónir 2,3 milljónir 2,2 milljónir Gera á sjónvarpsþætti úr Osku -Elva Ósk upplýsti þetta í hátíðarræðu sinni - Fyrirhugað er að framleiða sex sjónvarpsþætti unna upp úr þessari bók Yrsu Sigurðardóttur Við setningu Þjóðhátíðarinnar hólt leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir, hátíðarræðu en í máli hennar kom m.a. fram að fyrirhugað er að fram- leiða sex sjónvarpsþætti unna upp úr bók Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, sem gefin var út um síðustu jól. Bókin fjallar um líkfund í Pompei norðursins og það sem gerist í kjöl- farið. Elva Ósk sagði í samtali við Fréttir nú eftir helgi að málið væri á algjöru byrjunarstigi. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn af sögunni. Það tekur alltaf svolítinn tíma en þegar það er í höfn þá getur enginn annar tekið söguna og unnið úr henni. Mér fannst réttast að tilkynna Eyjamönnum þetta á þeirra hátíð í stað þess að blása þetta út í blöðunum fyrst enda gerist sagan í Vestmannaeyjum og verða þættimir væntanlega að miklu leyti unnir þar.“ Elva mun leika aðalhlutverkið, lögfræðinginn Þóru Guðmunds- dóttur sem kemur til Vestmannaeyja til að aðstoða skjólstæðing. „Eg í raun á hugmyndina að því að rífa þessa sögu í þetta ferli en fékk ÞAÐ blés hressilega um Elvu þegar hún flutti hátíðarræðuna. Snorra Þór hjá kvikmyndafyrirtæk- inu Pegagus í lið með mér. Eg kem til með að leika aðalhlutverkið og vera auk þess meðframleiðandi þannig að á næstu vikum kem ég væntanlega til Eyja að kanna hvort einhverjir séu til í að taka þátt í þessu verkefni með okkur fjárhagslega. Ég ætlaði mér líka að leikstýra, finnst ég vera komin á það stig á mínum ferli en líklega bíð ég með það. En ég varð að koma þessari sögu á filmu því þetta er mín heimabyggð og stendur mér nærri,“ sagði Elva Ósk. Hún bætir því við að langt ferli taki nú við áður en byrjað verði að mynda. „Ætli þetta taki ekki um tvö ár áður en við byrjum en ég er búin að ræða bæði við Pál Magnús- son og Þórhall Gunnarsson hjá RUV og þeim líst mjög vel á hugmyndina. Næsta verkefni er að handritshöfundurinn skrifar stutta lýsingu á því hvað gerist í hverjum þætti og með það sækjum við um styrki í Kvikmyndasjóð." Én hvernig fannst þér annars Þjóðhátfðin? „Hún var alveg frá- bær. Ég var líka í fyrra og hún var líka frábær þá og það er svo gaman að sjá alla komna saman til að skemmta sér en ekki til að láta skemmta sér. Það er svo góður andi í Dalnum og lagið Lífið er yndislegt rammar stemminguna inn og smitar út frá sér. Hreimur hitti algjörlega naglann á höfuðið með þessu lagi en Þjóðhátíðin var mjög vel heppnuð í ár,“ sagði Elva. Vínarbrauð kexsmiðjan verð nú kr 498,- verð óður kr 599,- Kjúklingabringur frotnor 900 3 verð nú kr 1198,- verð óður kr 2188,- Smjörvi 300 g verð nú kr 168,- verð úður kr 218,- Súpukjöt cn 3kg i poka verð nú kr/kg 659,- verð úður kr/kg 788,- Búrfells brauðskinka 12» verð nú kr/kg 328,- uerð óður kr/kg 420,- VIKUTILB0Ð 17. - 23. júlí — Neutral þvottaefni 2kg verð nú kr 418,- verð úður kr 498,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.