Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Úr blogghcimum: Karl Gauti Hjaltason bloggar: Trúverðugur Horfði á Davíð í Kastljósinu og fannst hann trú- verðugur. Veit þó að ég á ekki marga skoðanabræður, en það skiptir þó litlu. Man vel eftir uppá- stungu hans um þjóðstjórn og spyr af hverju menn urðu vitlausir vegna þessarar tillögu Davíðs? Hefur ekki einmitt komið f ljós að þetta var kórrétt hjá honum. Hljóta ekki menn einnig að taka undir með honum að loforðið um að hverjum steini yrði velt við hefur ekki verið efnt svo nokkurt vit sé í! Og hvað með einkahlutafélögin og vildarlánin til þeirra? Hvar eru mál þeirra stödd og ég trúi bara ekki að riftunarfrestir verði látnir líða í karp um keisarans skegg. Hefur enginn áhuga á neinu raun- verulegu, bara að koma Davíð burt, það er það eina sem kemst að. Þá er ég sammála honum um að stjómleysi og agaleysi sé algjört. Hvað er þessi ríkisstjóm t.d. að gera? Jú, koma honum frá og svo hvað? Lækka skuldir um 20% - er ekki allt í lagi með þingmennina? Og er verið að telja kjark í allt það fólk sem er að missa allt sitt? Eg hef sagt það áður að við hefðum betur átt að bregðast hart við strax í upphaft eins og Bretar gerðu með hryðjuverkalögunum, skella öllu í lás svo menn hlypu ekki út með góssið. En við gerðum þveröfugt, réðum þessa sömu menn til að stjóma bönkunum áfram og réðum svo flokksgæðinga í allar skilanefndir á sjálftökulaunum. Vitleysan tekur engan enda. Meira á: http://eyjapeyji. blog. is Georg Eiður Arnarson bloggar: Núverandi kvótakerfi og hugmyndir FF Stuðningsaðilar núverandi kvóta- kerfis eru að rumska til lífsins í aðdraganda kosn- inga, en hver er munurinn á núverandi kerft og hugmyndum FF að mínu mati? Núverandi kerfi byggir á því, að útgerðarmennimir eigi aflaheim- ildimar og fari með þær eins og þeim sýnist. Afleiðingamar höfum við séð úti um allt land. Eitt af nýjustu dæmunum eru afleiðingar þess, að útgerðarmaður í Grímsey ákvað að selja sínar aflaheimildir hæstbjóðanda, sem varð til þess að fyrir 2 ámm fóm 40% af aflaheim- ildum í Grímsey frá eyjunni, sem aftur gerði það að verkum að í dag hafa um 40% íbúanna flutt á brott. Stuðningsmenn núverandi kerfis hér í Vestmannaeyjum tala oft um það að Eyjamenn hafi nokkurn veg- inn haldið sínum hlut í aflaheimild- unum. Þetta er að vissu leyti rétt en þó koma upp í hugann nokkrar sölur, m.a. fyrir rúmu ári síðan var hið fræga nafn, Binni í Gröf, selt upp á land með öllum aflaheimild- um og mér er sagt að það hafi verið lögfræðingur sem keypti skipið með aflaheimildum, með það að markmiði að gera út á leigumark- aðinn. I sjálfu sér má segja það, að á sínum tíma, þegar lagt var af stað með núverandi kvótakerfi, þá hafi það verið fyrst og fremst ágætis hugmynd, en þeirri hugmynd lauk í raun og veru fyrir mörgum árum síðan og við tók þetta braskkerfi sem við þekkjum í dag. Meira á: http://georg. blog. is Eyjamaður vikunnar: Hefði aldrei getað betta ein Svölukot var opnað við hátíðlega athöfn á dögunum. í Svölukoti geta listamenn leigt sér aðstöðu en þar er einnig aðstaða til sýninga og fundarhalda. Húsnæðið hefur tekið miklum breytingum en síðast var þar trésmíðaverkstæðið Sprossi. Anna Svala Johnsen á heiðurinn af Svölukoti en hún er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Anna Svala Johnsen. Fæðingardagur: 3. janúar 1955. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Látraprinsinn, Guðjón Jónsson. Saman eigum við fimm böm, sem em fvar Isak, Margrét Sara, Daði, María og Elísa. Eg á svo þrjú bamaböm, Hrafnhildi Svölu, Heklu Sif og Davíð. Draumabíllinn: Bfllinn sem ég á núna er draumabfllinn, Toyota Landcmiser. Til þessa höfum við aldrei keypt okkur fjölskyldubfl, bara vinnubfla en létum verða af því núna og keyptum þá auðvitað draumabílinn. Uppáhaldsmatur: íslenskt lamb, heimaslátrað og eldað af natni. Versti matur: Borða ekki súrmat. Uppáhalds vefsíða: Það em frétta- síðumar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég er nú eiginlega alæta á tónlist. En ef það er eitthvað umfram annað þá er það blús, gospel og flott rokk. Anna Svala Johnsen er Eyjamaður vikunnar Aðaláhugamál: Fjallgöngur og útivist. Geng mikið á fjöll hér í Eyjum. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég væri til í að hitta Frelsarann sjálfan. Það væri gaman að fá að setjast niður með honum og ræða eitt og annað. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fyrir utan eyjuna mína fögm, þá er það Hænuvík fyrir vestan og svo gekk ég Laugaveginn í sumar og þar er mjög fallegt. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: IBV er mitt félag en ég á mér engan uppáhalds íþrótta- mann. Ertu hjátrúarfull: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Já ég stunda fjallgöngur mér til heilsubótar. Og svo spilaði ég handbolta með ÍBV í gamla daga. Uppáhaldssjónvarpsefni: Heimildaþættir og breskir saka- málaþættir. Vantaði stað eins og Svölukot í Eyjum: Já, alveg pottþétt, tví- mælalaust. Hefurðu fengið góð viðbrögð við Svölukoti: Já rosalega, alveg ótrú- leg og mikil viðbrögð. Ertu sjálf að fást við list: Ég veit nú ekki hvort ég á að kalla það list. En ég smíða garðhúsgögn, ljós og skúlptúra úr rekaviði. Ertu með fleiri hugmyndir í mag- anum: Þær em nokkrar en það kemur bara í Ijós síðar hverjar þær em. Eitthvað að lokum: Það er ótrú- legasta fólk, sem ég þekkti jafnvel ekki, sem hefur hjálpað til og gefið hluti, unnið og hvatt mig áfram í þessu. Svo hefði þetta aldrei verið hægt ef Látraprinsinn væri ekki eins og hann er. Ég hefði aldrei getað þetta ein. Matgazðingur vikunnar: Humar í hvftlauk og kókosmjólk Ég vil þakka minni ástkæru móður fyrir áskorunina enda kannski kominn tími til að hún fái eina upp- skrift til baka frá mér. Það sem ég ætla að bjóða upp á er Tælenskur humarréttur og er sérstaklega frábær fyrir þá sem elska hvítlauk. Tælenskur humarréttur 20-24 stórir humarhalar 2 tómatar 3 sellerýstilkar 3 vorlaukar eða blaðlaukur 'A rauð paprika 5 stilkar af fersku kóríander 10-20 hvítlauksrif, nota sjálfur 15 1 msk. olía 1 dl kjötsoð eða sama magn af vatni með kjötkrafti 5 dl kókosmjólk 'h tsk. salt Vi tsk. hvítur pipar 5 msk. sykur 2 msk. ferskar grænar baunir, má líka nota Ora Takið humarhalana úr skelinni. Skerið tómata í fjóra bita. Skerið Freyr Atlason er matgœðingur vikunnar sellerý, vorlauk, papriku og kóri- ander í jafnstóra bita og leggið til hliðar. Skerið hvítlaukinn mjög smátt. Hitið olíu á pönnu og steik- ið hvítlaukinn í stutta stund, passið að brúna hann ekki. Setjið kjötsoð, kókosmjólk, salt og pipar ásamt sykri saman við. Hrærið vel. Setjið annað hráefni á pönnuna nema kórianderstilkana, látið sjóða í eina mínútu. Látið á disk og stráið kóriander yfir. Berið fram með hrísgrjónum, smábrauðum og ekki skemmir að sötra gott hvítvín með. Þar sem ég missi mig yfirleitt í aðalréttinum er sjaldan pláss fyrir neinn eftirétt. Annað sem mér finnst mjög gott þegar það fer að sjatna í manni er að opna eina góða rauðvín og fá sér glænýjan ís- lenskan lakkrís með. Ég œtla að lialda matgœðingnum innan Varmadalsœttarinnar og skora á listakonuna Freyju Önund- ardóttur þar sem ég veit að hróður hennar úr eldhúsinu hefur borist um allan heim. Gamla myndin: Þessa mynd er að finna í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja en á henni má sjá Sesselju Einarsdóttur, konu Finnboga Finnbogasonar frá Vallartúni, með dætur þeirra. Ljósmyndasafnið vantar nöfn á heimasæturnar í Vallartúni en myndin er tekin árið 1936. Þeim sem geta gefið upplýsingar um myndina er bent á að hafa sam- band við Ljósmyndasafnið í Safnahúsinu í síma 893-3488 eða senda póst á netfangið gunnariodda@gmail.com I síðustu viku var mynd af hjón- unum Steini Sigurðssyni, klæðskera og Kristínu Friðriksdóttur ásamt börnum þeirra. Einungis hjónin þekktust á myndinni en nöfn hinna skiluðu sér strax en á myndinni voru, í aftari röð frá vinstri: Anna Guðrún, Friðrik bakari, Ásmundur rennismiður og Anna. Auður, Ingólfur og Sigurður. Fremri röð frá vinstri: Jóhann, Kirkjur bœjarins: Landakírkja Fimmtudagur 26. febrúar Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju Kl. 20.00. Biblíuleshópur. Kl. 20.00. Æskulýðsfélagsfundur í KFUM/K-húsinu. Föstudagur 27. febrúar Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Laugardagur 28. febrúar Kl. 14.00. Útför Hreins Gunnars- sonar. Sunnudagur 1. mars Æskulýðsdagurinn Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Messudagur leikskólans Sóla. Böm frá Sóla boðin sérstaklega velkomin eins og allir aðrir. Kl. 14.00. Æskulýðsmessa. Á æskulýðsdegi sér æskulýðsfélag Landakirkju að mestu um stundina ásamt leiðtogum. Hefðbundin guðsþjónusta er brotin upp og ritn- ingarlestur og guðspjallslestur er í höndum æskulýðsfélagsins. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi, prédikar og sr. Guðmundur Öm Jónsson þjónar fyrir altari. Litlu lærisveinamir syngja í guðsþjón- ustunni og upplestur á reisubók Ólafs Egilssonar hefst í kirkjunni og verður framhaldið í Safnaðar- heimilinu eftir guðsþjónustu. Þá verður hægt að koma og hlusta á upplesturinn og kaupa kaffi og með því af æskulýðsfélaginu. Kl. 15.15. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 2. mars KI. 19.30. Vinir í bata. Þriðjudagur 3. mars Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 20.00. Fundur hjá Gídeon- félaginu Kl. 20.00. Æskulýðsfélagsfundur í KFUM/K-húsinu. Miðvikudagur 4. mars Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 13.00, 13.45, 14.30. Fermingar- fræðsla. Kl. 16.00. NTT (9-10 ára) í safn- aðarheimili Landakirkju. Kl. 17.00. ETT (11-12 ára) f safn- aðarheimili Landakirkju. Kl. 20.00. Samvera Aglow-kvenna. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 26. febrúar Kl. 20:30 Biblíulestur. Föstudagur 27. febrúar Kl. 20:00 Unglingahittingur í takti. Laugardagur 28. febrúar Kl. 20:30 Brauðsbrotning með bænastund. Sunnudagur 1. mars K1 13:00 Samkoma, ræðumaður Guðni Hjálmarsson. Vertu velkominn. Bœnastundir alla virka daga kl. 7:15. Allir hjartanlega velkomnir œvinlega. Aðventkirkjan Laugardaginn 28. febrúar Kl. 10.30 Samkoma. Boðið verður upp á biblíufræðslu fyrir böm og fullorðna. Kl. 11.30 Guðsþjónusta. Eric Guð- mundsson prédikar. Allir hjartan- lega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.