Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Page 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009
Að skipta um klár í miðri á
0% Grein Páll Scheving skrifar:
Höfundur er bœjar-
táÍ fulltrúi V-listans
Einhverju sinni á þorrablóti í Land-
eyjasveit kvaddi sér hljóðs bóndi
sem hafði, vægt til orða tekið, staðið
í basli. Hann stóð upp, klæddur
kjólfötum, sem var talsverð nýlunda
í sveitinni, tók ofan pípuhattinn og
fannst greinilega gott að horfa yfir
gesti. Hann bar sig vel, var aðeins
við skál og sagði frá því nokkuð
rogginn að honum hefði nú gengið
vel í rekstrinum undanfarið, hefði
greitt upp sínar skuldir og ekki tekið
nein ný lán, hans bú stæði vel,
sprettan verið góð og fé komið fal-
legt af fjöllum.
Einhverjar rjómablöðrur, sem
hvítvínsglas hafði rænt vitinu,
sögðu ,jiiiiii, það er aldeilis" af
mikilli innlifun. Þegar bóndinn er í
miðri ræðu er galað fram í fyrir
honum af greppitrýninu á næsta bæ,
sem spurði hann hvort það hafi ekki
örugglega verið 70 milljónir sem
hann hafi unnið í Víkingalottóinu.
Reyndar var þetta á allra vitorði í
sveitinni. Róm féll því á augabragði.
Þessari sögu skaut upp í kollinn á
mér þegar ég las ansi dramatíska
yfirlýsingu frá ágætum félögum
mínum í bæjarstjórn, fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins. Þar segir
meðal annars „Skuldir hafa verið
greiddar niður um 1,2 milljarða og
engin ný lán tekin á kjörtímabilinu."
Ekki dettur mér í hug að halda því
fram að í bæjarstjóm Vestmannaeyja
sitji eintómir snillingar sem hafí
með ótrúlegu hugmyndaflugi og
framsýni rifið bæjarsjóð á mettíma
upp úr skuldafeni og tómu brasi.
Nei, Vesjmannaeyingar unnu nefni-
lega í Útrásarvíkingalottóinu. Það
vita allir Islendingar að hér riðu um
héruð vitfirrtir fjárglæframenn og
buðu offjár í alla steina sem hugsan-
lega gætu staðið á gulli.
Kistur fullar af gulli
Hér kom við Hannes Smárason með
kistur fullar af gulli og vildi í
staðinn hlut Eyjamanna í Hitaveitu
Suðurnesja. Þegar bæjarfulltrúar
höfðu talið upp úr kistunum og Ijóst
var að gullið var ósvikið og margfalt
verðmætara en hlutur bæjarins í
Hitaveitunni, voru gerð viðskipti.
Það er því engin ástæða til þess að
bera í gullstól eða hengja fálkaorð-
una á undirritaðan eða aðra bæjar-
fulltrúa fyrir það eitt að kunna að
telja. Þeir sem eiga kistur fullar af
gulli þurfa ekki að taka lán. Það
gerði Lína langsokkur ekki. Það
hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja
blessunarlega ekki gert.
Bæjarstjórnin hefur hins vegar,
algerlega einhuga, hlammað sér á
kistulokið og hreyfir sig ekki af því.
Við misjafnar undirtektir bæjarbúa.
í yfirlýsingunni kemur líka fram að
bæjarfulltrúamir hyggist ekki gefa
kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi og áður
hafði komið fram að þeir muni ekki
taka þátt í formannskjöri á komandi
landsfundi.
Þar verða sumir hreinlega mál-
lausir
Yfirlýsingunni er sennilega að ein-
hverju leyti ætlað að slá á gríðar-
legan ótta foreldra, ættingja og vina
að einhver bæjarfulltrúanna tæki
sæti á Alþingi, enda alkunna að í
Alþingishúsinu gleymi menn strax
heimahögunum, glati sinni bamatrú
og allri siðferðisvitund. Svo verða
sumir hreinlega mállausir. Ekki
óttast undirritaður að nokkuð af
þessu myndi henda þessa ágætu
samstarfsmenn mína.
Eg hefði reyndar viljað sjá ein-
hvem úr bæjarstjórninni á Alþingi
að ég tali nú ekki um í formennsku
eins af stóm flokkunum. Það myndi
örugglega stytta margar leiðir. Varla
er skrifuð fundargerð í bæjarstjóm
eða bæjarráði öðruvísi en að hún
biðli til þingsins um sanngirni og
stuðning. Sem því miður er sjaldan
til staðar.
Djúphugsað
Akvörðun bæjarfulltrúanna er
reyndar djúphugsuð, ef grannt er
skoðað. í hástemmdri yfirlýsingunni
segir „Það hefur aldrei þótt hyggi-
legt að skipta um klár í miðri á og þá
sérstaklega ekki þegar áin er
straumþung og erfið viðueignar."
Mér brá við þessi orð. Eg hafði
ekki hugmynd um að bæjarfulltrúar
væru hestar í brjáluðu pusi og
íhugaði að segja af mér en ákvað
þess í stað að mæta í flotbúningi á
næsta bæjarstjómarfund. Ljóst er að
ef einn af bæjarfulltrúunum tæki
sæti á Alþingi myndi eitthvað reyna
á varamenn flokksins.
Þar gæti leynst mikil hætta, slæmt
að skipta um hest. Arnar Sigur-
mundsson er fyrsti varamaður
meirihlutans. Amar hefur gnðarlega
reynslu af störfum í bæjarstjóm,
samkvæmt gögnum frá Vest-
mannaeyjabæ hafði Arnar um síð-
ustu áramót setið 269 bæjar-
stjómarfundi en fulltrúar meirihlut-
ans allir til samans 183 fundi og
samkvæmt sömu gögnum hafði
Amar setið um áramót 531 bæjar-
ráðsfund en fulltrúarnir með alþing-
isfælnina samtals 230 fundi. En það
er ekki magnið, það eru gæðin sem
samstarfsmenn mínir em að hugsa
um.
Samstarfsmenn mínir, sem flestir
em nýir í bæjarstjóm, tóku ekki við
blómlegum aldingarði og alls ekki
neitt hunangsflóð í gangi. Það er
sannleikur. Amar þekkir ábyrgð
sína og veit að tölumar tala sínu
máli. Hann er töluglöggur. Kannski
hefði verið einfaldara að sleppa öllu
líkingamáli og segja bara að Amari
verði ekki hleypt að gullkistunni.
Bæjarbúar geti haldið ró sinni.
Persónulega finnst mér afar ósann-
gjarnt af samstarfsmönnum mínum
að persónugera allar ófarir í stjóm
Vestmannaeyjabæjar í Amari Sigur-
mundssyni. Það er þungur dómur.
Mér hefur líkað vel við Arnar og
haft gaman að því vinna með
honum. Það verður aldrei um hann
sagt að ekki sé vel og nákvæmlega
farið yfír alla hluti og smáa letrið er
lúslesið þar sem hann fer með ferð-
ina. Engu sleppt.
Svo er hann við hestaheilsu og
sprangar hnarreistur alla daga um
götur bæjarins. Eg hef enga trú á því
að Amar myndi mæta með kúbein
og rífa upp gullkistuna og spandera
öllu í tóma vitleysu. Hann er
reynslunni ríkari.
Ég hvet því endilega einhvem af
hinum ágætu samstarfsmönnum
mínum til þess að sækjast eftir for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum og
skunda á þing, kannski finnst þá olía
á Austurvelli. Ég og Laugi skulum á
meðan reyna að hanga í axlabönd-
unum á Amari og hafa hemil á öllu
útgjaldafylliríi.
Góðar stundir.
Páll Scheving Ingvarsson
Undirritaður er oddviti
Vestmannaeyjalistans.
Skuld IBV
afskrifuð
A síðasta fundi bæjarráðs var
tekið fyrir bréf frá IBV, dags.
17. febrúar sl. Bæjarráð
samþykkti að afskrifa viðskip-
taskuld ÍBV upp á 21.482.194
kr.
Bæjarráð bókaði einnig að
það fagnaði þeirri sterku
viðleitni sem ÍBV hefur sýnt á
seinustu misserum til að bæta
fjárhagslegan rekstur
félagsins. Einungis með ábyr-
gum rekstri næst sá trúverð-
ugleiki sem er nauðsynlegur til
að blómlegt starf og frábær
árangur ÍBV fái áfram við-
gengist.
Bæjarráð fól bæjarstjóra
einnig að ganga frá lei-
gusamningi um þær fimm
íbúðir sem Vestmannaeyjabær
á og IBV er með til umráða í
Áshamri 75.
Samgönguráðherra lofar að taka aftur
lokun á flugvellinum og flugsstjórn
Grcin
Ámi Johnsen skrifar
Höfundur er alþingismaður.
Um leið og fréttir bárast af því að
samgönguráðuneytið hefði valið til
sparnaðar eina af hugmyndum
Flugstoða með því að setja lokanir
og takmarkanir á þjónustutíma
Vestmannaeyjaflugvallar, þá hafði
ég samband við Kristján Möller
samgönguráðherra og óskaði eftir
utandagskráramræðu í Alþingi um
þessa fáránlegu aðgerð.
Það gengur einfaldlega ekki að
setja slíkar takmarkanir á flugvöll
sem hefur ekkert vegasamband við
þjóðvegakerfi landsins og er þar að
auki skráður C flugvöllur, sem þýð-
ir að þar geta verið erfið skilyrði. Ég
benti samgönguráðherra á tvennt
sem gengi ekki í þessu dæmi,
lokanatíminn kl. 18:30 og 21.00 í
stað 23:00 á sumrin og brottflutn-
ingur flugumferðarstjóra, sérstak-
lega yfir sumartímann þar sem
aðeins flugumferðarstjórar hafa
leyfi til að veita flugleyfi í öllu er
lýtur að erfiðum skilyrðum. Þessi
ákvörðun samgönguráðherra er bein
árás á flugþjónustu við Vest-
mannaeyjar og ekki síst allt flug
tengt íþróttum, því reiknað er með
verulegum greiðslum ef opna á
flugvöllinn utan fyrrgreinds
opnunartíma með skerðingum. í
síðustu Fréttum var viðtal við full-
trúa Flugstoða sem vissi auðsjáan-
lega hvorki upp né niður í því hvað
þessi þjónusta þýðir yfirleitt, hvað
þá fyrir Vestmannaeyjar.
Samgönguráðherra lofaði því
hátíðlega að þessu yrði breytt innan
skamms og ekki yrði gengið á þenn-
an hátt að Vestmannaeyjum. Ég verð
að trúa því þar til á reynir, en mun
fylgjast grannt með og herma málið
upp á samgönguráðherra með hæfi-
legu millibili. Þetta era forkastanleg
vinnubrögð á Flugstoðum að leggja
þetta til varðandi Vestmannaeyjar
miðað við það að þeim ætti að vera
kunnug sérstaða Vestmannaeyja
varðandi flug og veðurskilyrði sem
era oft óútreiknanleg.
Líklega hafa Flugstoðir og
samgönguráðuneytið ætlað að spara
um 7 milljónir króna með þessum
skrípaleik að setja flugþjónustuna í
uppnám.
Ami Johnsen, alþingismaður.
Flugvöllurinn:
Kvöld-
lokun á
sumrin
í síðasta blaði var ítarleg úttekt
á þeim breytingum sem Flug-
stoðir ohf. hafa ákveðið á
þjónustu á flugvellinum í
Vestmannaeyjum. Stærsta
breytingin er að frá og með
apríl stýra flugumferðarstjórar
ekki lengur umferð um völlinn
heldur svokallaðir flugradíó-
menn sem veita flugupplýs-
ingar til flugmanna, sem eru
þær sömu og flugumferðar-
stjórar gerðu áður. Flugradíó-
mennimir eru þessar vikumar í
þjálfun til þess að sinna þessari
þjónustu að því er kemur fram
hjá Flugstoðum.
Upplýsingafulltrúi Flugstoða
sagði í viðtali við Fréttir í
síðustu viku að engin breyting
verði á opnun flugvallarins en
þar er um misskilning að ræða.
Þegar hún er spurð um hvort
einhverjar breytingar verði
svarar hún með því að segja
hvemig völlurinn verður opinn
framvegis án þess að nefna
hvemig þessu var háttað áður.
Sé miðað við nýtt fyrirkomulag
og opnun vallarins munar þar
talsverðu og þýðir aukakostnað
fyrir þá sem vilja fara um
völlinn á kvöldin.
Hjördís Guðmundsdóttir,
upplýsingafulltrúi Flugstoða,
sagði við Fréttir í síðustu viku
að flugvöllurinn verði opinn
eins og verið hefur þ.e. dagana
frá 1. apríl til 10. júní frá
klukkan 07:30 til 19:30, frá 11.
júní til 10. ágúst frá klukkan
07:30 til 20:30, frá 11. ágúst til
30. september frá kl. 07:30 til
19:30 og frá 1. október til 1.
apríl 07:00 til 19:00.
Á sunnudögum er völlurinn
opnaður klukkan 09:00 frá 1.
október til 1. apríl. Heimilt er
að opna flugvöllinn utan aug-
lýsts opnunartíma gegn
ákveðnu gjaldi.
Breytingin er sú að völlurinn
var opinn frá klukkan sjö á
morgnana til klukkan sjö á
kvöldin á tímabilinu frá 16.
september til 14. maí og frá 15.
maí til 15. september frá sjö á
morgnana til klukkan ellefu á
kvöldin.
„Eftir lokun er okkur heimilt
að leyfa flug um völlinn gegn
opnunargjaldi sem er 15
þúsund krónur á sumrin og eitt-
hvað meira yfir vetrartímann.
Segir sig sjálft að það gjald er
engan veginn raungjald fyrir
opnun vallarins,“ sagði Ingi-
bergur Einarsson, flugvallar-
stjóri í Vestmannaeyjum.
„Þetta er heldur ekki svo ein-
falt því við verðum að skila 11
tíma lágmarkshvíldartíma á
sólarhring og eigum erfitt með
að uppfylla þetta skilyrði nema
að bæta við okkur mannskap.“
Lögrcglan:
Skemmdarverk, hraðakstur og umferðaróhapp
Lögreglan:
Tvö fíkniefnamál
Eitt skemmdarverk var tilkynnt lögreglu
í vikunni sem leið.
Um var að ræða rúðubrot í bifreið sem
stóð á Kirkjuvegi. Talið er að rúðan hafi
verið brotin helgina 14. til 16. febrúar sl.
Ekki er vitað hver þama var að verki og
óskar lögreglan eftir upplýsingum um
hugsanlegan geranda.
Af umferðarmálum er það helst að
frétta að þrír ökumenn voru stöðvaðir
vegna hraðaksturs í vikunni sem leið og
voru þéir allir staðnir að verki á
Strembugötu.
Sá er hraðast ók mældist á 84 km/klst.
Einn ökumaður var sektaður fyrir að aka
gegn einstefnu á Brekkugötu. Þá vora
eigendur ökutækja boðaðir til skoðunar
með ökutæki sín.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt
lögreglu í vikunni og átti það sér stað
við verslun Krónunnar. Var þama um
minni háttar óhapp að ræða og engin
slys á fólki.
Tvö fíkniefnamál komu upp
um helgina.
Var í öðra tilvikinu um að
ræða gran um sölu á fíkni-
efnum en við húsleit í
heimahúsi fundust um 50 gr
af amfetamíni sem karlmaður
á 18. ári viðurkenndi að eiga
og hafi ætlað til sölu.
Þá var kona um tvítugt
handtekin á Vestmanna-
eyjaflugvelli þegar hún sótti
þangað pakka sem í reyndist
vera lítilræði af kannabis-
efnum. Stúlkan viðurkenndi
að vera eigandi að efnunum.
Málin teljast að mestu leyti
upplýst. Hvorugur þessara
aðila hefur áður komið við
sögu lögreglu vegna fíkni-
efnamála.
4