Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Page 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009
kostar
MYNDARLEGUR HÓPUR Starfsfólk setursins sem er fleira en flesta grunar.
Vel heppnað Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs:
Að kynna starfsemina og
opna á nýja samstarfsfleti
í síðustu viku átti Þekkingarselur
Vestmannaeyja stefnumót við at-
vinnulífið með athyglisverðri
ráðstefnu í Alþýðuhúsinu þar sem
stofnanir í Þekkjngarsetrinu kynntu
starfsemi sína. A eftir var hópnum
skipt upp í þrjá umræðuhópa sem
fjölluðu um málefni sem tengjasl
atvinnulífmu og starfseminni.
„Markmiðið var að kynna þá
starfsemi sem fram fer í Þekking-
arsetrinu og opna á nýja samstarfs-
fleti milli Þekkingarseturs og at-
vinnulífsins," sagði Páll Mavin
Jónsson, framkvæmdastjóri
setursins, eftir stefnumótið og var
hann mjög ánægður með hvemig til
tókst.
Gestir hefðu að ósekju mátt vera
fleiri en dagskráin hófst á því að
allar stofnanir innan Setursins
kynntu starfsemi sína og verkefni
sem þar eru í vinnslu eða undirbún-
ingi.
Mjög kom á óvart hvað verkefnin
eru mörg og fjölbreytt. Yfir fjöru-
tíu verkefni eru í vinnslu eða undir-
búningi innan Setursins miðað við
upptalningu á helstu verkefnum
stofnana á fundinum.
Eftir kynningu á starfsemi stofn-
ana var hópnum skipt upp í þrjá
umræðuhópa sem fjölluðu um mál-
efni sem tengjast atvinnulífmu og
starfseminni innan Þekkingar-
setursins. Málefnin voru sjávarút-
vegur og atvinnumál, náttúra og
ferðamennska og menntun. Fyrir
hvem hóp var búið að útbúa leið-
beinandi spurningar til að koma
umræðunum af stað en síðan kemur
samantekt fyrir hvern hóp.
Sjávarútvegur og at-
vinnumál
Farið var almennt yfir punktana
sem lagðir voru fyrir hópinn. Rædd
var hugmynd um sameiginlega
söluskrifstofu fyrir sjávarútveginn í
Eyjum. Fram kom að fyrirtækin em
að greiða aðilum í Rvík umboðs-
laun þannig að með því að setja
upp sameiginlega söluskrifstofu
kæmu þau störf hingað. Ahugi
fyrir slíkri söluskrifstofu er væntan-
lega háður stærð fyrirtækjanna.
Hugtakið „local food“ var rætt og
að allur fiskur frá Vestmannaeyjum
fengi ákveðinn gæðastimpil. Þetta
gæti tengst sameiginlegri sölu-
skrifstofu. Þannig að hvert fyrirtæki
gæti selt undir sýnu vömmerki en
með „local food“ gæðastimpli.
Spumingin er hvort Vestmanna-
eyjar eru ekki of litlar til að þetta sé
mögulegt og einnig gæti komið upp
vandamál vegna mismunandi gæða
milli fyrirtækja. Líka var bent á að
þetta gæti nýst í öðmm atvinnu-
geirum.
Verkefnabankinn
Verkefnabankinn mæltist vel fyrir
og var Þekkingarsetrið hvatt til að
hafa hann opinn á heimasíðu sinni.
Rætt var um höfundarrétt á hug-
myndum í bankanum. Þótti ljóst að
með því að setja inn hugmynd í
bankann afsali viðkomandi sér
ákveðnum réttindum. Kom fram að
það þyrfti að vera á hreinu þegar
hugmyndir eru lagðar inn í bank-
ann hver rétturinn er og setja þurfi
reglur og upplýsingar um þær inn á
netið.
Tengsl og samstarf
Rætt var um hvernig mætti auka
tegnsl ÞSV og atvinnulífsins. Hvatt
var til að fleiri tækifæri yrðu notuð
til að hittast og jafnvel að halda
óformlega fundi, s.s. súpufundi, til
að bera saman bækur og vinna að
hugmyndum. „Nauðsynlegt er að
halda lifandi tengslum með reglu-
legum fundum," sagði Páll.
Rætt var mikilvægi samstarfs
milli Þekkingarseturs og atvinnulífs
og kom fram að þegar eru fjölmörg
samstarfsverkefni í gangi. „Dæmi
má nefna um verkefni á vegum
Matís um þurrkun loðnuhrogna og
markaðssetningu á harðfiski," sagði
Páll.
Umræðuhópur um nátt-
úru og ferðamenn
f umræðuhópi um náttúru og ferða-
menn voru Kristján Egilsson, Krist-
ín Jóhannsdóttir, Þórður Svansson,
Ingvar A. Sigurðsson, Sigurmundur
G. Einarsson, Erpur S. Hansen,
Gunnar Þór Friðriksson og Lovísa
Ásbjömsdóttir.
Þar kom fram að hingað til hafi
lundi og eldgos verið aðalaðdráttar-
afl ferðamanna í Vestmannaeyjum.
Einnig að í ÞSV sé mikil þekking
og menntun, sem gæti nýst atvinnu-
líftnu. Samstarf þar á milli er mikil-
vægt að mati hópsins.
Upplýst var að erlendir ferðamenn
sem fara um Leifsstöð séu um 500
þúsund á ári. Þar af eru um 80%
„tengifarþegar“ milli fluga. Það
eru því um 100 þúsund ferðamenn
sem koma til að ferðast um landið.
Til Vestmannaeyja koma um 10 til
15 þúsund ferðamenn. Skemmti-
ferðaskip sem koma til Eyja eru að
meðaltali um 14 á sumri.
Ferðamönnum, sem hingað koma,
hefur ekki fjölgað og niðurstaða
hópsins er að auka þurfi afþrey-
ingu, til að ferðamenn stoppi
lengur.
Farið var yfir möguleika á að
komast til og frá Eyjum, m.a. hug-
myndir um flug á milli Vestmanna-
eyja og Akureyrar sem myndi auka
ýmsa möguleika í ferðaþjónustu.
Hópurinn sagði að tilkoma Bakka-
fjöru tengi Eyjar við Suðurland og
þar skapist nýir möguleikar. Aftur á
móti sé erfitt að skipuleggja ferðir
til Eyja, sé miðað við að ferðamenn
komi með flugi sem fellur oft
niður.
Litið var á þyrluflug sem kost
fyrir efnameiri ferðamenn, bæði
sem kost til að komast til Eyja og
til útsýnisflugs.
Náttúrufræðsla fyrir
skólahópa
Breskir skólahópar hafa heimsótt
Vestmannaeyjar undanfarin ár og
var upplýst að nokkrir hópar hefðu
komið í þessum mánuði, aðallega í
jarðfræðiferðir.
Þessar ferðir hafa verið markaðs-
settar og kom 10. bekkur best út en
um 500 þúsund börn eru í 10. bekk
á Bretlandi.
Annað slagið berast fyrirspurnir
að utan frá stúdentahópum í fram-
haldsskólum sem vilja koma í sér-
stakar fræðsluferðir til Eyja.
Þekkingarsetur og skóli, erlendir
ferðamenn eða skólahópar koma í
þekkingarleit, fræðsluferðir o.s.frv.
Áður voru 2000 íslensk skólaböm
sem komu árlega til Eyja. Núna eru
þau um 800, Þessir skólahópar
þurfa gistinu og mat í Eyjum.
Hvemig er hægt að auka aftur
komur íslenskra skólabarna til
Eyja?
Menningarhús og sæ-
dýrasafn
Um 200 milljóna framlag er til
reiðu í menningarhús auk framlag
rrkisins. Hugmyndin um Eldheima,
Sæheima og Sagnheima varð til á
síðasta ári sem hluti af menningar-
húsi en fjármagn vantar.
Þeirri spumingu var varpað fram
hvort ekki væri rétt að setja fjár-
magn í eitt áhugavert safn og gera
það vel? Var þama litið til Sædýra-
safnsins í Hirtshals sem er fiskasafn
og fræðasetur sem 5 milljónir
heimsækja árlega. Þar eru, auk sýn-
ingarsala, stundaðar rannsóknir,
fræðsla og þar er glæsilegur fyrir-
lestrasalur.
Vill hópurinn að leitað verði fjár-
festa sem vilja kosta uppbyggingu á
safni en spuming sé hvort fiskasafn
hafi nægilegt aðdráttarafl fyrir fjár-
festa á Islandi? Eru þeir reiðubúnir
í dag, miðað við núverandi ástand,
að leggja peninga í safn?
Sjóstangveiði, siglingar,
úteyjar
Markaðssetning á sjóstangveiði,
siglingum og úteyjum hefur verið í
gangi og ferðamenn hafa lýst mikl-
um áhuga, enda veiðist vel að því
er kom fram hjá hópnum. Veðurfar
getur sett strik í reikninginn en
þegar vel tekst til eru ferðamenn
ánægðir, ekki síst í siglingu um
úteyjarnar og sjóstangaveiði þegar
aflinn er borðaður þegar komið er í
land.
Þau sjá fyrir sér að markaðssetja
úteyjar fyrir efnameira fólk en
tryggingamál gætu orðið þrándur í
götu því um leið og ferðamaðurinn
stígur af bátnum sem flytur hann út
í eyju, verður einhver að taka við
ábyrgð á öryggi hans. Siglingar
gætu verið hluti af náttúmtengdri
fræðslu en efasemdir vom um
siglingar umhverfis Surtsey, þær
væm of langar og hætta á að ferða-
menn verði sjóveikir.
Fuglaskoðun, ljós-
myndaferðir
Lundinn hefur alltaf verið vinsæll
og var vinsælt að bjóða skólakrökk-
um að fylgjast með lundapysjum á