Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009
Einslitt lið á Alþingi íslendinga
Qrein
Arnar Einarsson
skrifar:
Höfundur erfyrrum
skólastjóri. itm
Það er svo sem langt síðan ég fór að
veita því eftirtekt hversu einslitt það
er það þingmannalið sem situr
alþingi Islendinga. Eftir því sem
menntun þjóðarinnar hefur aukist
hafa sífellt fleiri háskólamenntaðir
sest í stólana og þá um leið fækkað
þeim sem koma úr hinum vinnandi
stéttum, jafnvel þótt menntaðir séu,
en á annan hátt.
Nú má enginn taka það sem svo að
ég hafi eitthvað á móti því að á
alþingi sitji fólk menntað í háskóla,
það ætti aðeins að vera af hinu góða.
En ég vil vekja athygli á því að
þessu fylgir ákveðin áhætta. Það er
hætta á því að alþingi verði ekki sú
spegilmynd sem það ætti að vera og
geft ekki rétta mynd af þeirri fjöl-
breytni sem þar ætti að ríkja.
Það er auðséð að það vantar full-
trúa hinna vinnandi stétta. Fulltrúar
verkalýðsstéttarinnar eru fáir. Fáir
em fulltrúar útgerðarmanna. Hvar
eru fulltrúar kaupmanna og versl-
unarstéttarinnar? Hvar eru fulltrúar
iðnaðarins? Og ekki eru fulltrúar
bænda og sjómanna margir. Ef til
vill sitja færustu fulltrúar þessara
stétta í feitum embættum fyrir há
laun og kæra sig ekki um að taka
þátt í argaþrasi alþingis fyrir mun
minni laun en þeir hafa. Þannig
mætti áfram telja og ætti að vera
okkur kjósendum til athugunar sem
og þeim sem skipuleggja prófkjör
eða uppstillingu á lista í komandi
kosningum.
Það þarf meiri fjölbreytni í þing-
liðið þannig að tryggt sé að sjón-
armiða og þá um leið hagsmuna
flestra stétta þjóðfélagsins sé gætt á
löggjafarsamkunduni. Það þarf
fleiri sem koma úr grasrótinni, fleiri
sem unnið hafa við framleiðslu-
störfm og vita frá fyrstu hendi um
hvað málin fjalla og hvar skórinn
kreppir.
Það er ljóst að sitjandi þingmenn,
menn með aðgang að Ijölskyldu-
auði, eiga meiri möguleika á að ná
langt í prófkjörum en hinir sem
minni aðgang hafa að fjármagninu.
Þá hefur það sýnt sig að fasteigna-
braskarar og sölumenn stofnbréfa í
sparisjóðum hafa náð langt. Það er
því augljóst að minnka verður vægi
peninga og auðs við framkvæmd
prófkjörs og flokkamir verða að
hafa forgang um að breyta og sam-
ræma reglurnar um prófkjörin þann-
ig að allir komi jafnt að.
Fyrir komandi kosningar gefst því
gott tækifæri til að endurmeta fram-
boðsmálin. Mikill fjöldi kjósenda
krefst þess að á framboðslistana
komi fólk sem ekki tók þátt í
græðgisvæðingunni, fólk með
hreinan skjöld. Það vill hvfla hina
sem sofnuðu á verðinum og létu slá
glýju í augun, gættu ekki hagsmuna
umbjóðenda sinna.
Þá hefur sem fyrr borið á því í
umræðunni að menn vilji auka hlut
kvenna á alþingi, einkum konur og
hefur þar margt verið tekið inn í
umræðuna.
Það skiptir mig engu máli hvort á
alþingi sitja konur eða karlar. Mín
vegna mættu allir alþingismenn vera
konur en væri sú mynd ekki heldur
skökk? Það hvort 5 konur sitja í
núverandi ríkisstjórn skiptir mig
heldur engu máli, aðeins að
konurnar séu hæfar og leysi þau
verkefni sem þeim eru falin. Það
vita allir að „konan“, forsætis-
ráðherrann, réði og vildi hafa þetta
svona.
Að setja reglur um það að konur
skipi annað hvert sæti á framboðs-
listum finnst mér algjörlega fráleitt.
Séu konur körlum fremri á ein-
hverju sviði á fortakslaust að taka
þær fram yfir en þær verða að keppa
á jafnréttisgrundvelli við karlana.
Kvenréttindabarátta nútímans ber
verulegan svip andlegrar nauðgunar
þar sem taka á konur fram fyrir
karla vegna kynferðis en ekki þess
líffæris sem mestu skiptir, heilans.
„Það er fleira matur en feitt kjöt“,
sagði bóndinn og í anda þess segi
ég: „Það er fleira menntun en
háskólamenntun".
Amar Einarsson.
STIMPIAR
Ýmsar gerðir og litir
Eyjaprent
Strandvegi 47 - Sími 481 1300
.'—V J~
Smáar
Ibúð til leigu yfir þjóðhátíð
Er með íbúð til leigu yfir þjóöhátíð.
Uppl. í s. 848-6924.
Kraftmagnari til sölu
Yamaha kraftmagnari með DVD
bíókerfi og sömuleiðis Yamaha
bassabox til sölu á 40 til 45
þúsund. Uppl. í síma 481-2147.
Til sölu
Amerískt king size hjónarúm,
með gafli, náttborði, kistli fyrir
rúmteppi og rúmteppi til sölu.
Uppl. í s. 445-1104 / 846-9340.
Lopavörur óskast
Vantar sárlega notaðar lopavörur,
peysur, sokka, húfur, teppi, vett-
linga o.þ.h. Kem og sæki. Unndís,
kennaranemi við HÍ, s. 869-8881.
Bílskúr óskast
Bílskúr óskast til geymslu á forn-
bíl. Uppi. í s. 846-2787, Gísli.
íbúðir á spáni
Hæ öll, Eyvi hér, enn örfáar íbúðir
eftir á Spáni í sumar, alódýrasta
leiðin til að sleikja sólina í sumar.
Fyrstir fá er koma, kreppuverð,
sólarkveðja. Uppl. í s. 696-3667.
Herbalife
M.a. fyrir þá sem þurfa að jafna
sig eftir bolluát og saltkjöt að
undanförnu. Sími 481-1920 og
896-3438.
Hefur þú séð sjóræningja-
hattinn minn?
Brúnn sjóræningjahattur, merktur
með símanúmeri og nafni inn í,
tapaðist á Öskudeginum í miðbæ
Vestmannaeyja. Finnandi er vin-
samlegast beðinn um að fara með
hattinn á Hólagötu 43.
Auglýsingasíminn er
481-1300
AA fundir
AA fundir eru haldnir sem
hér segir að Heimagötu 24:
sun. kl. 11.00
þri. kl. 18.00
mið. kl. 20.30
fim. kl. 20.30
fös. kl. 19.00
lau. kl. 20.30 Opinn fundur
Athugið, allir fundir reyklausir
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath. símatíma okkar, sem eru hvern
dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 481 1140
Nýtt - Neyðarsími
opinn allan sólarhringinn
618-0071
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fyrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
Nudd er heilsurækt!
Nudd er lífsstíll!
Erla Gísladóttir
n u d d a r i
Faxastíg 2a
Sími: 481 1612
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu cmbættisins að Heiðarvegi 15,
Vestmannaeyjum fimmtudaginn 5. mars 2009 kl. 09:30 á eftir-
farandi eignum:
Bárustígur 11, 218-2625, þingl. eig. Dominik Lipnik, gerðarbeiðandi
Ibúðalánasjóður.
Birkihlíð 24, 218-3869, þingl. eig. Una Sigríður Ásmundsdóttir,
gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf.
Brekastígur 5a, 218-2850, þingl. eig. Jólína Bjamason, gerðarbeið-
endur Ibúðalánasjóður, Lögmannsstofa Vestmannaeyja ehf og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf.
Hásteinsvegur 11, 218-3580, þingl. eig. Guðrún Linda Atladóttir og
Sverrir Þór Guðmundsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær.
Heiðarvegur 43, 218-3781, samkvæmt kaupsamningi, þingl. eig.
Sigurður Einar Gíslason og Gerhard Guðmundsson, gerðarbeiðendur
Sigurður Einar Gíslason og Vestmannaeyjabær.
Suðurgerði 4, 218-4888, 50% eignarinnar, þingl. eig. Sigurmundur
Gísli Einarsson, gerðarbeiðandi Lögmannsstofa Vestmannaeyja ehf.
Vesturvegur 19, 218-5078, þingl. eig. Gylfí Valberg Óskarsson,
gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
24. febrúar 2009.
Sntkkartnn
Þar sem stefna min er tekin á nám erlendis hef ég
lagt fyrirtækinu mínu um óákveðinn tíma.
Vil ég þakka góðar móttökur
og viðskiptin á starfstimanum.
Með bestu kveðju
Sigurður Oddur
Til sölu 2 góðir
Honda Jazz 1.4.LS. árg. 2004. ek.
aðeins 52 hús. km. beinsk.
Viðmiðunarverð. 1.205.000.- okkar
verð 970.000.- ýmis aukabúnaður.
Nánast framleíðir bensín!!
Nissan Terrano II. 2.4. árg. 1999.
ek.162 bús. km. 7.sæta 4x4.
Viðmiðunarverð. 1.106.000.- okkar
verð 630.000.- álfelgur, stigbretti
ogfl.ogfl.
Þessir bílar eru nýl. skoðaðir og yfirfarnir af verkstæði okkar.
Uppl. Bílverk Ægisgötu sími 481-2782 / gsm.866-4161
(nánast á öllum tímum sólarhríngs)
m
0PINN STJÓRNMÁLAFUNDUR
Framsóknarfélag Vestmannaeyja boðar til opins fundar
á Kaffi Kró laugardaginn 28. febrúar kl. 14:00.
Gestir fundarins verða frambjóðendur í efstu sæti lista
Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi
Alþingiskosningar.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Framsóknarfélag Vestmannaeyja
Dagskrá í Safnaðarheimili Landakirkju
Sunnudaginn 1. mars er minningardagur séra Ólafs Egilssonar er andaðist þann dag árið 1639. Af því
tilefni stendur Sögusetur 1627 í samstarfi við bókasafnið, Grunnskóla Vestmannaeyja og æskulýðsstarf
Landakirkju fyrir upplestri á gervallri Reisubók séra Ólafs. Dagskráin hefst sem liður í æskulýðsmessu
í Landakirkju sem hefst kl. 14 og heldur áfram eftir messuna i Safnaðarheimilinu kl. 1 S. Nemendur 7.
bekkjar GV og félagar í æskulýðsstarfi Landakirkju munu skipta með sér lestrinum að stærstum hluta.
Auk þess stendur hverjum sem vill til boða að koma og skrá sig í upplesturinn á staðnum.
Verið hjartanlega velkomin að hlýða á upplesturinn á Reisubók sr. Ólafs. Kaffi og meðlæti verða á
boðstólum á hagstæðu verði. Allur ágóði rennur til æskulýðsstarfs Landakirkju.
Sögusetur 1627 | Bókasafn Vestmannaeyja
Grunnskóli Vestmannaeyja | Æskulýðsstarf Landakirkju